Fréttablaðið - 07.05.2013, Blaðsíða 38
7. maí 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 26
Bandaríska körfuboltaliðið Harlem
Globetrotters hélt vel heppnaða sýn-
ingu fyrir troðfullu húsi í Kaplakrika
um síðustu helgi. Nokkrir meðlimir
liðsins notuðu tækifærið og heim-
sóttu Barnaspítala Hringsins ásamt
sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Þar var þeim vel tekið og glöddu þeir
börnin með alls kyns boltakúnstum.
Börnin sjálf fengu einnig að taka
þátt í leiknum og skemmtu þau sér
hið besta.
Boltakúnstir á
Barnaspítala
Á BARNASPÍTALANUM Meðlimir Harlem
Globetrotters á Barnaspítala Hringsins
ásamt tveimur stúlkum.
MYND/HARALDUR BJARNASON
„Við höfum verið með þessa hug-
mynd í kollinum lengi og erum
fegin að geta loksins farið alla
leið með þetta,“ segir fréttamað-
urinn Sighvatur Jónsson sem,
ásamt Jóhönnu Ýri Jónsdóttur, er
að gera heimildarmynd um Vest-
mannaeyjagosið.
Sighvatur og Jóhanna Ýr eru
gamlir skólafélagar frá Vest-
mannaeyjum en eiga það sam-
eiginlegt að þau voru ekki fædd
þegar gosið átti sér stað. Þau lang-
aði til að taka saman áður ósagð-
ar sögur sem tengjast gosinu og
segja af nógu að taka. „Við erum
kynslóðin sem upplifir ekki sjálft
gosið heldur bara fylgist með eft-
irmálunum,“ segir Sighvatur sem
hefur starfað í sjónvarpi síðustu
tíu ár en þetta er í fyrsta sinn sem
hann gerir heimildarmynd í fullri
lengd.
Myndin ber vinnuheitið Útlend-
ingur heima – uppgjör við eldgos
og er vísun í þá tilfinningu sem
margir íbúar Vestmannaeyja
höfðu eftir gosið. „Mörgum leið
eins og útlendingum í eigin landi
eftir gos, bæði í Vestmannaeyj-
um og á fastalandinu,“ segir Sig-
hvatur. Myndin er eins konar upp-
gjör við gosið þar sem einblínt er
á áhrif þess á mannsálina. „Við
tölum bæði við fólk sem flutti
aftur heim eftir gos og svo þá
sem gerðu það ekki. Fáum að vita
ástæðuna á bak við þær ákvarðan-
ir og tölum við þá sem voru börn á
þeim tíma. Mikið púður fór í upp-
byggingu bæjarfélagsins á tímun-
um eftir gos. Í ljósi umræðu um
áfallahjálp í dag er áhugavert að
skoða hvernig staðið var að þeim
málum á þessum tímum.“
Myndin verður frumsýnd í
Vestmannaeyjum í tengslum við
Goslokahátíð og sýnd á RÚV í
kjölfarið eða þann 7. júlí.
alfrun@frettabladid.is
Ósagðar sögur
Vestmanna-
eyjagossins
Sighvatur Jónsson og Jóhanna Ýr Jónsdóttir gera
heimildarmynd um Vestmannaeyjagosið sem frum-
sýnd verður á Goslokahátíð í Eyjum í júlí.
GERA MYND SAMAN Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Sighvatur Jónsson undirbúa mynd
um Vestmannaeyjagosið þar sem áður ósagðar sögur koma fram. MYND/ÓSKAR PÉTUR
Sighvatur og Jóhanna Ýr eru
nýkomin aftur eftir að hafa
verið í tökum í Noregi. Sumarið
eftir gosið árið 1973 ákvað
Rauði krossinn í samvinnu við
Icelandair að bjóða grunnskóla-
börnum úr Vestmannaeyjum
á aldrinum sjö til fimmtán ára
í skemmtiferð til Noregs, en
þá tilteknu ferð er fjallað um í
myndinni. Börnunum var dreift
á ýmsa staði í Noregi þar sem
þau dvöldu fjarri foreldrum í tvær vikur. „Þetta er stórmerkilegt ferðalag
sem kannski fáir vita af og við ákváðum að snúa aftur á gamlar slóðir með
nokkrum af þeim sem fóru í þetta ferðalag á sínum tíma. Það var margt
mjög áhugavert sem kom þar fram,“ segir Sighvatur, en meðal þeirra eru
vinirnir Óskar Ólafsson og Magnús Bragason sem sjást á myndinni hér
liggja saman í kojunum í Íslendingahúsinu í Norefjell. Þess má geta að
eiginkona Magnúsar, Adda Jóhanna Sigurðardóttir var einnig í sömu ferð
sem barn, en það uppgötvuðu þau hjónin ekki fyrr en löngu seinna.
Rúmlega 900 krakkar sendir til Noregs
MYND/BOEL KRISTIN STØVERN
Miðaverð er 3.900 kr. Miðasala fer fram á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050.
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX Í DAG!
#laddilengirlifid
„Þarna
rifjaðist
upp fyri
r manni
hversu
mikill
snillingu
r Laddi
er... Það
komast
fáir með
tærnar
þar sem
hann he
fur hæla
na...“
- Helgi S
nær Sig
urðsson
,
Morgun
blaðið
EINLEIKIN GAMANSEMI Í HÖRPU
EFTIR KARL ÁGÚST, LADDA OG SIGGA SIGURJÓNS