Fréttablaðið - 07.05.2013, Blaðsíða 26
BÍLAR4 Þriðjudagur 7. maí 2013
FRÉTTABLAÐIÐ
Hver vill ekki taka þátt í hinum sívaxandi jepplingamarkaði. Bílframleiðend-
unum fer ört fjölgandi sem taka þar þátt. Fiat hefur uppi miklar væntingar
með Alfa Romeo-merki sitt og ætlar að tefla djarft, ekki síst á Ameríkumark-
aðnum.
Einn liður í því er að bjóða upp á þennan bíl á næstu tveimur til þrem-
ur árum og jafnvel smíða fleiri en eina gerð jepplinga. Hann mun hugsan-
lega hafa sama undirvagn og Jeep Cherokee eða Grand Cherokee, en Fiat á jú
megnið af Chrysler, sem Jeep-merkið fellur undir.
Maserati er eitt merki enn sem Fiat á og þar á bæ er verið að vinna að
smíði jeppa sem á að keppa við Porsche Cayenne og Land Rover-jeppana. Fiat
ætlar sér að nota sölunet Chrysler í Bandaríkjunum við sölu Alfa Romeo-bíla
og kannski mun það einnig eiga við Maserati.
Alfa Romeo-
jepplingur
Þrátt fyrir ágætan
hagnað þeirra
hagnaðist Hyundai
meira en þau til
samans
Verður framleiddur í 375 eintökum og
aðeins 100 eintök eru eftir.
Ef einhver var að hugleiða kaup á nýja
McLaren P1 bílnum er rétt að benda
þeim sama á að hafa hraðar hendur
því aðeins eru 100 bílar eftir af áætl-
aðri 375 bíla framleiðslu hans. Flest-
ir þeirra hafa selst í Mið-Austurlönd-
um, Bandaríkjunum og Evrópu. Bíll-
inn er 903 hestöfl og kemst því aðeins
áfram en er líklega ekki mjög hentug-
ur á íslenskum malarvegum. Öll þessi
hestöfl fær hann úr 3,8 lítra V8-bens-
ínvél með tveimur forþjöppum, en
einnig öflugum rafhlöðum og er hann
því tvinnbíll. Bíllinn kostar 1,15 milljón
dollara í Bandaríkjunum, eða 134 millj-
ónir króna, en myndi fá talsvert hærri
verðmiða hérlendis vegna þeirra vöru-
gjalda og virðisaukaskatts sem ofan
á smyrst. Rafhlöður bílsins má hlaða
með venjulegu heimilisrafmagni og
kemst hann fyrstu tíu kílómetrana á
því einu saman.
McLaren P1 að seljast upp
þrátt fyrir hátt verð hans
GEFÐU
HÆNU
gjofsemgefur.is
9O7 2OO3
Save the Children á Íslandi