Fréttablaðið - 07.05.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.05.2013, Blaðsíða 42
7. maí 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 30 visir.is Allt um leiki gærkvöldsins PEPSI DEILDIN 2013 NÆSTU LEIKIR Þór - FH sun. 12. maí kl: 17.00 ÍBV - Breiðablik sun. 12. maí kl: 17.00 Stjarnan - Víkingur Ó. sun. 12. maí kl: 19.15 Keflavík - KR sun. 12. maí kl: 19.15 Fram - Fylkir mán. 13. maí kl: 19.15 ÍA - Valur mán. 13. maí kl: 20.00 Mörkin: 1-0 Brynjar Björn Gunnarsson (13.), 1-1 Halldór Orri Björnsson (22.), 2-1 Sjálfsmark Daníels Laxdal (43.) KR (4-3-3): *Hannes Þór Halldórsson 7 - Aron Bjarki Jósepsson 6, Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7, Brynjar Björn Gunnarsson 6 (44. Þorsteinn Már Ragnarsson 5), Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 - Jónas Guðni Sævarsson 6, Bjarni Guðjónsson 6, Baldur Sigurðsson 7 - Emil Atlason 5, Óskar Örn Hauksson 6, Gary Martin 5 Stjarnan (4-4-2): Ingvar Jónsson 5 - Jóhann Laxdal 5, Daníel Laxdal 5, Martin Rauschenberg 6, Hörður Árnason 5 (90. Tryggvi Sveinn Bjarnason -) Ólafur Karl Finsen 4 (63. Kennie Chopart 5), Michael Præst 5, Atli Jóhannsson 5 (86. Robert Sandnes -), Halldór Orri Björnsson 6 - Veigar Páll Gunnarsson 5, Garðar Jóhannsson 4. Skot (á mark): 5-8 (3-4) Horn: 5-8 Varin skot: Hannes 3 - Ingvar 2 Aukaspyrnur: 13-13 2-1 KR-völlur 2614 áhorfendur Magnús Þórisson (7) Mörkin: 1-0 Atli Viðar Björnsson (34.), 2-0 Albert Brynjar Ingason (39.), 2-1 Marjan Jugovic (48.) FH (4-3-3): Róbert Örn Óskarsson 6 - Guðjón Árni Antoníusson 6, Guðmann Þórisson 5, Freyr Bjarnason 7, Samuel Lee Tillen 6, Emil Pálsson 6– Björn Daníel Sverrisson 8, *Atli Viðar Björnsson 8 (89. Ingimundur Níels Óskarsson-), Atli Guðnason 6, Ólafur Páll Snorrason 6, Albert Brynjar Ingason 7 (70. Brynjar Ásgeir Guðmundsson -) Keflavík (4-3-3): David Preece 5 - Ray Anthony Jónsson 3 (89. Elías Már Ómarsson -), Halldór Kristinn Halldórsson 4, Haraldur Freyr Guðmundsson 5, Fuad Gazibegovic 3, Frans Elvarsson 5, Sigurbergur Elísson 5,, Arnór Ingvi Traustason 5,(78. Magnús Þórir Matthíasson -) Hörður Sveinsson 4, Jóhann Birnir Guðmundsson 6, Marjan Jugovic 5 . Skot (á mark): 13-8 (8-4) Horn: 7-2 Varin skot: Róbert 3 - Preece 6 Aukaspyrnur: 15-10 2-1 Kaplakrikavö. 1769 áhorfendur Þóroddur Hjaltalín(6) Mörkin: 1-0 Viðar Örn Kjartansson (47.), 1-1 Kristinn Freyr Sigurðsson, víti (61.), 1-2 Haukur Páll Sigurðsson (78.). Fylkir (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 7 - Davíð Þór Ásbjörnsson 6, Sverrir Garðarsson 7 (88. Ásgeir Eyþórsson), Kjartan Ágúst Breiðdal 7, Tómas Þorsteinsson 6- Finnur Ólafsson 4, Pablo Oshan Punyed 5 (66. Heiðar Geir Júlíusson 5) , Elís Rafn Björnsson 6 - Kristján Páll Jónsson 4 (66. Egill Trausti Ómarsson 6) , Tryggvi Guðmundsson 6, Viðar Örn Kjartansson 7. Valur (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 5 - Jónas Tór Næs 6, Magnús Már Lúðvíksson 5, Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 (55. Matthías Guðmundsson 6), Bjarni Ólafur Eiríksson 5– Andri Fannar Stefánsson 6 (71. Rúnar Már Sigurjónsson), *Haukur Páll Sigurðsson 7, Iain Williamson 6– James Hurst 5, Kristinn Freyr Sigurðsson 7, Kolbeinn Kárason 5 (84. Björgólfur Takefusa ). Skot (á mark): 8-8 (3-3) Horn: 4-6 Varin skot: Bjarni Þórður 1 - Fjalar 1 Aukaspyrnur: 11-12. 1-2 Fylkisvö. 1321 áhorfendur Garðar Örn Hinriksson (7) HANDBOLTI „Maður hefur þurft að semja við bankann um að fá að greiða greiðslukortareikninginn seinna. Maður getur huggað sig við það að einhvern tímann kemur peningurinn. Þeir borga alltaf þótt það komi seint,“ segir Rúnar Kárason. Auk Rúnars leikur Sverre Jakobsson með liðinu. Leikmenn Grosswallstadt lögðu niður æfingu á föstudaginn að frumkvæði þýsku goðsagnarinnar Peters Meisinger sem stýrði æfingu liðsins á fimmtudeginum. „Þegar hann frétti af því sagði hann okkur að þetta gæti ekki haldið áfram að menn æfðu eins og óðir menn en fengju þetta alltaf í bakið á sér,“ segir Rúnar. Meisinger, sem er íþróttastjóri hjá félaginu, var ekki meðvitaður um óánægju leikmanna með vangoldin laun. Meisinger, sem er einn besti leikmaður Þýskalands frá upphafi og goðsögn hjá Grosswallstad, sagði leikmönnum að taka sér frí á föstudag og laugardag. „Sjáumst á sunnudaginn og undirbúum okkur vel fyrir leikinn,“ segir Rúnar og vitnar í Meisinger. Annað kvöld mætir Grosswallstadt liði TV 1893 Neuhausen í botnbaráttuslag. Bæði lið hafa ellefu stig og sitja í fallsæti. „Við höfum verið að horfa á þennan maímánuð þar sem eru leikir sem við eigum að vinna,“ segir Rúnar. „Við þurfum að vinna þrjá leiki til að komast á öruggt svæði,“ sem segir leikmenn vel stemmda miðað við aðstæður. „Á móti kemur að það er engin kjöraðstaða að vera að berjast fyrir lífi sínu og þurfa á sama tíma að lifa eins og fátæklingur,“ segir Rúnar sem vonast til að gengið verði frá greiðslum sem fyrst til að friða leikmannahópinn. „Ég er ekkert brjálæðislega bjartsýnn að það gerist,“ segir stórskyttan. Rúnar sleit krossband í hné síðastliðið sumar en byrjaði að spila aftur í febrúar. „Ég finn að snerpan er svo gott sem komin. Maður er samt fljótur að stífna upp í hnénu. Heilt yfir gengur þó mjög vel.“ kolbeinntumi@365.is Þurft i að semja við bankann Rúnar Kárason og félagar hjá Grosswallstadt hafa átt í ítrekuðum vandræðum með að fá greidd laun í vetur. FAX Stórskyttan skartar öflugri hárgreiðslu. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI „Við vitum að við verð- um í toppbaráttunni og stefnan verður að sjálfsögðu sett á titil- inn,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Stjörnunnar. Stjarnan varð Íslandsmeistari sumarið 2011 en missti titilinn í hendur Þórs/KA síðastliðið sumar. Það var sárabót að Garðbæingar urðu bikarmeist- arar. Stjörnunni er spáð titlinum í árlegri spá í fyrsta sinn. Stjarnan saknar fyrirliða síns, Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, sem spilar með Arna-Björnar í Noregi. Þá er Edda María Birgisdóttir í barneignarleyfi og Ashley Bares farin til síns heima í Bandaríkj- unum. „Það er mjög erfitt að fylla skarð Gunnhildar Yrsu. Við gerum þó okkar besta og treystum á að aðrir leikmenn stígi fram,“ segir Harpa. Hún fagnar komu Dönku Podovac frá ÍBV og Rúnu Sifjar Stefánsdóttur sem kom frá Fylki. „Danka mun koma til með að skipta okkur máli í sumar og Rúna hefur spilað mjög vel,“ segir Harpa bjartsýn á framhaldið. -ktd Skarð fyrirliðans Gunnhildar Yrsu er vandfyllt MEISTARAR 2011 Harpa Þorsteins- dóttir fagnar með liðsfélögum sínum eftir að titilinn vannst. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Fyrsta umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta fer fram í kvöld en þá fara fram fimm leikir. Íslandsmeistarar Þór/KA hefja titilvörnina í Boganum á móti FH og Íslandsmeistaraefnin í Stjörnunni (samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna) taka á móti ÍBV í Garðabænum en ÍBV var einmitt eina liðið sem náði að vinna Stjörnuna í Lengjubik- arnum. Þessir tveir leikir hefjast báðir klukkan 18.00 en klukkan 19.15 verða síðan eftirtaldir leikir: Þróttur R.-Selfoss, HK/Víkingur-Breiðablik og Valur-Afturelding. Valskonur einokuðu deildina í fimm ár frá 2006-2010 en undanfarin tvö tímabil hefur kvennadeildin verið mun jafnari og tvö félög fengið meistaratitil í fyrsta sinn. Stelpurnar af stað í kvöld HANDBOLTI Einar Jónsson þjálfari Fram sveif á skýi eftir sigurinn á Haukum í gær. Hann hafði fengið silfur fimm ár í röð með kvennalið félagsins og var staðráðinn í að láta það ekki endurtaka sig nú þegar hann yfirgefur félagið. „Þetta rétt slapp fyrir horn. Þetta er ótrúleg tilfinning og ótrúlega gaman. Ég held að við höfum átt þetta skilið. Þetta var svakaleg barátta,“ sagði Einar skömmu eftir að hafa fengið gullpeninginn um hálsinn. Tíundi titilinn hjá Fram „Haukar eru með frábært lið og frábæran þjálfara sem ég ber mikla virðingu fyrir og gaman að kljást við. Við unnum og erum besta lið á Íslandi í dag.“ Framarar fögnuðu þarna Íslands- meistaratitlinum annan daginn í röð því stelpurnar urðu Íslands- meistarar í fyrsta sinn í 23 ár á sunnudaginn. Framkarlarnir fylgdu því eftir með því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sjö ár en þetta er tíuundi Íslands- meistaratitill félagsins í karla- flokki. Fram lagði grunninn að sigrin- um með frábærum fyrri hálfleik en liðið var sjö mörkum yfir í hálf- leik 14-7. Magnús Erlendsson varði 65 prósent skota Haukanna í fyrri hálfleik og Jóhann Gunnar Einars- son skoraði 7 mörk úr 8 skotum í hálfleiknum. Frábærir í fyrri hálfleiknum „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik, nánast óaðfinnanlega. Ég átti svo sem von á því að við myndum ekki spila eins vel í seinni hálfleik en þetta hafðist og ég nenni ekki að spá í það hvernig seinni hálfleikurinn var. Haukar voru í bölvuðum vandræðum með að skora allan leikinn og á meðan leit þetta þokkalega út,“ sagði Einar. Fram var spáð sjötta sætinu fyrir tímabilið og er því óhætt að segja að liðið hafi komið verulega á óvart í vetur. „Okkur var spáð fallbaráttu og okkar fyrsta markmið var að falla ekki um deild. Svo fór að glitta í úrslitakeppni eftir áramót og við náðum upp mjög góðum leik og takti og sjálfstrausti í okkar leik. Við töpuðum örfáum leikjum og erum heilsteyptir í okkar leik og það skilaði þessu sem menn sjá í dag,“ sagði Einar sem er á leiðinni út í þjálfun. Kveður liðið með titli „Það er algjörlega frábært að kveðja liðið með titli. Þetta hefur verið frábær vetur og frábær ár undanfarið hér í Fram. Ég er stolt- ur að hafa fengið að starfa hérna og þakklátur. Það er gaman að enda þetta á þessum nótum. Það gæti ekki verið betra,“ sagði Einar sem kveður félagið sáttur. „Ég var og er bærilega sáttur við mitt starf hér undanfarin ár og þó það hafi ekki skilað Íslands- meistaratitlum þá höfum við verið nálægt því og auðvitað hefði verið svekkjandi að ná því ekki núna en að sama skapi er það ennþá skemmtilegra að ná því þegar maður er kveðja,“ sagði Einar að lokum. - gmi Gullnir dagar í Safamýrinni Framarar fögnuðu Íslandsmeistaratitli annan daginn í röð í gærkvöldi þegar karlalið félagsins vann 22-20 sigur á Haukum í fj órða leik liðanna í úrslitaeinvígi N1-deildar karla í handbolta. Fram vann einvígið því 3-1. LOKSINS MEISTARI Einar Jónsson, þjálfari Fram, lyftir Íslandsbikarnum eftir sigur Framara í gærkvöldi. FRETTABLAÐIÐ/VALLI SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.