Fréttablaðið - 07.05.2013, Blaðsíða 8
7. maí 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Til leigu 268m2 verslunar-/skrifstofuhúsnæði á
þessum vinsæla stað. Laust strax!
Til leigu 586m2
lager-/iðnaðarhús-
næði, sem hægt er
að skipta upp í 400
og 186m2. Mjög gott
útisvæði.
Laust strax!
Allar nánari upplýsingar veitir
Helgi Már Karlsson, lögg. fasteignasali, s.
534 1024 / 897 7086 hmk@atvinnueignir.is
Save the Children á Íslandi
HÚSNÆÐISMÁL „Sýslumaðurinn
mætti bara heim til mín og bauð upp
íbúðina. Ég hafði ekki heyrt neitt frá
leigusalanum sem hafði þá, án minn-
ar vitundar, hætt að greiða af íbúð-
inni á sama tíma og ég flutti inn,“
segir Þórunn María Örnólfsdóttir.
Í byrjun árs 2012 flutti Þórunn
María í leiguhúsnæði á Akranesi.
Hún greiddi leiguna samviskusam-
lega í eitt ár eða allt þar til hún
fékk veður af yfirvofandi uppboði.
Þá leitaði hún leiða í að losna undan
leigusamningi.
Leigusali Þórunnar Maríu er
Ingvar Örn Ingólfsson en hann
birti á sunnudaginn færslu á vef-
ritinu Eyjan.is undir fyrirsögninni
„Missti húsið á uppboði en Arion-
banki eltir hann með eftirstöðv-
arnar til Noregs“. Ingvar ber sig, í
færslunni, illa gagnvart þeim sem
hann skuldar, Arion banka.
„Hann gleymdi alveg að minnast
á það í pistlinum að hann þáði leigu
upp á 105 þúsund krónur í hverjum
mánuði,“ segir Þórunn María.
Ingvar, sem búsettur er í Nor-
egi, segist hafa flúið land vegna
greiðsluerfiðleika. Hann hafi séð þá
stöðu vænsta að hætta að borga þar
sem ekki gekk að semja við bank-
ann. „Ég vildi bara losna við húsið
og þeir vildu ekkert fyrir mig gera
og ekki semja svo ég fór þessa leið.“
Í Noregi er Ingvar að koma undir
sig fótunum og
hefur keypt hús
þar í landi: „Ég
er skráður fyrir
húsnæði já, en
ég á ekkert í því
enn þá,“ segir
Ingvar.
Ingvar segir
að það hafi ekki
verið ætlunin
að skaða Þór-
unni Maríu með neinum hætti. „Ég
lét hana vita með smá fyrirvara í
gegnum Facebook hvert stefndi. Ef
henni finnst á sér brotið þá þykir
mér það miður og ég ætla að heyra
í henni fljótlega sjálfur og segja
henni það,“ segir Ingvar. Spurður
hvort ekki sé óeðlilegt að þiggja
leigutekjur af húsnæði sem hann
var hættur að greiða af segir hann
svo ekki vera. „Hver ákveður það
annars hvert leigutekjur eiga að
renna. Ég hefði mögulega getað
staðið betur að málum við Þórunni,
ég viðurkenni það alveg en pen-
ingana notaði ég meðal annars til
að greiða upp annað lán,“ segir Ing-
var. maria@frettabladid.is
Hætti að greiða lán
en hirti leigutekjur
Ung einstæð móðir segir farir sínar ekki sléttar af leigusala. Sá hætti að greiða af
leiguhúsnæðinu um það leyti sem hún flutti inn. Íbúðin fór á nauðungaruppboð
konunni að óvörum. Hún hafði þá greitt 105 þúsund krónur á mánuði, í ár.
Fimmtán látnir í Pakistan
1PAKISTAN Fimmtán manns hið minnsta eru sagðir hafa látist í sprengju-árás í norðvesturhluta Pakistans í gær. Tugir til viðbótar slösuðust.
Sprengjuárásin var gerð á kosningabaráttufundi hjá trúarlegum stjórn-
málaflokki.
Sprengingin er sú síðasta í röð árása sem gerðar hafa verið á stjórn-
málaflokka og frambjóðendur, en almennar kosningar í landinu fara fram á
laugardag.
93 ára handtekinn vegna glæpa í heimsstyrjöld
2 ÞÝSKALAND, AP 93 ára gamall maður hefur verið handtekinn í Þýska-landi fyrir aðild að morðum. Maðurinn er sagður hafa verið fangavörður í
Auschwitz-fangabúðunum í seinni heimsstyrjöldinni.
Þýsk yfirvöld greindu frá því í gær að maðurinn, Hans Lipschis, hefði verið
handtekinn. Maðurinn bjó lengi í Bandaríkjunum eftir stríðið en var vísað
úr landi árið 1983. Hann hefur viðurkennt að hafa verið hluti af SS-sveitum
nasista en segist þó aðeins hafa verið kokkur.
Sjöfaldur forsætis-
ráðherra látinn
3 ÍTALÍA, AP Fyrrverandi forsætisráðherra
Ítalíu, Giulio Andreotti, er
látinn. Hann var 94 ára
gamall.
Andreotti var valdamik-
ill maður á sínum tíma.
Hann var einn þeirra sem
skrifaði stjórnarskrá Ítalíu
eftir seinni heimsstyrjöld-
ina. Þá gegndi hann
embætti forsætisráðherra
sjö sinnum og sat í yfir 60
ár á þingi.
Hann var einnig
umdeildur og sat undir
ásökunum um að hafa
aðstoðað mafíuna og hafa
verið spilltur.
GREIDDI 105.000 Í LEIGU MÁNAÐARLEGA Þórunn María vissi ekki að leigusalinn
hennar hugðist losna undan húsnæðisláni með því að hætta að greiða það.
INGVAR ÖRN
INGÓLFSSON
HEIMURINN
1
2
3