Fréttablaðið - 05.06.2013, Blaðsíða 4
5. júní 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Vegurinn lokaður eftir skriðu
1 HÚSAVÍK Vegurinn um Köldukinn verður áfram lokaður, að minnsta kosti út þessa viku, eftir að stór aurskriða féll á veginn um tvöleytið í gærnótt.
Að minnsta kosti ein skriða féll á svæðinu í gær og sérfræðingar frá Ofan-
flóðasjóði hafa lagt mat á hættuna af frekari skriðuföllum. Gunnar Bóasson,
yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Húsavík, segir að vegurinn verði að vera
lokaður að minnsta kosti út vikuna. Mikil hætta sé á frekari skriðuföllum.
Þjóðvegurinn á milli Húsavíkur og Akureyrar er því lokaður og er vegfarendum
bent á að fara um Fljótsheiði og Aðaldalsveg. Það lengir leiðina þó ekki nema
um átta kílómetra eða svo.
Ekkert farið milli lands og eyja
2 VESTMANNAEYJAR Öllum ferðum Herjólfs
milli lands og Vestmanna-
eyja var aflýst í gær. Ekkert
var flogið á milli heldur.
Í tilkynningu frá Eimskip
í gær kom fram að ölduhæð
við Landeyjahöfn hefði
verið 3,6 metrar, en búist
var við því að ölduhæðin
myndi lækka um miðnætti í
nótt. Búist var við því í gær-
kvöldi að hægt yrði að sigla
í dag, en ákvörðun verður
tekin nú í morgunsárið.
Reið á hesti inn í afmæli
3 BORGARNES Ölvaður hestamaður reið á hesti sínum inn í félagsheimili hestamanna í Borgarnesi um helgina. Maðurinn mætti í afmæli stúlkna
þar og hótaði þeim og ógnaði.
Hann kom svo á hrossinu inn í húsið og skemmdi innanstokksmuni og
parket. Afmælisgestir urðu nokkuð hræddir við þetta og kölluðu til lögreglu.
Maðurinn verður sektaður fyrir athæfið að því er fram kemur í frétt Skessu-
horns af málinu, en ekki er víst hvort stúlkurnar hyggjast kæra hann fyrir
hótanirnar.
LÖGREGLA Mikilvægt er að for-
eldrar fylgist vel með netnotkun
barna sinna segir Þórir Ingvars-
son rannsóknarlögreglumaður,
en hann sérhæfir sig í netöryggi
barna.
Fréttablaðið sagði frá því í gær
að samkvæmt heimildum væru
dæmi fyrir því að börn undir lög-
aldri notuðu klámmyndir sem
þau finna á netinu sem gjaldmið-
il á skráardeilisíður. Þórir segir
málið erfitt viðfangs en vill brýna
fyrir foreldrum að kenna börnum
sínum ábyrgð og öryggi í netsam-
skiptum. „Almennt séð er mikil-
vægt að foreldrar fylgist vel með
netnotkun barnanna sinna. Einnig
er mikilvægt að átta sig á því að
netsíur eru ekki endanleg lausn
þegar kemur að öryggi barna á
netinu,“ segir Þórir.
Samkvæmt 210. grein almennra
hegningarlaga er öll dreifing á
klámi bönnuð og lögin því brotin í
hvert skipti sem slík skráarskipti
eiga sér stað. Ekki hefur verið
farið í sértækar aðgerðir hjá lög-
reglu til þess að stöðva slíka dreif-
ingu og segir Þórir málið mjög
flókið.
„Dreifing á klámi er ólögleg
og refsiverð en hvaða aðgerðir er
hægt að fara í gegn þessari þróun
er erfitt segja,“ segir Þórir. - mlþ
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ Lögregla vill brýna fyrir foreldrum að fylgjast með netnotkun barna sinna:
Ábyrgð foreldra mikil á netinu
Netsíur eru ekki endan-
leg lausn þegar kemur að
öryggi barna á netinu.
Þórir Ingvarsson
rannsóknarlögreglumaður
Veðurspá
Föstudagur
Fremur hægur vindur.
SUMARBLÍÐA UM N- og A-vert land í dag og á morgun en skýjað að mestu V-lands.
Skúrir V-lands síðdegis á morgun en bætir í úrkomuna á föstudag. Fremur hægur
vindur víðast hvar. Hiti 10-20 stig, svalara á föstudag.
11°
7
m/s
12°
10
m/s
12°
8
m/s
10°
11
m/s
Á morgun
Fremur hægur vindur.
Gildistími korta er um hádegi
9°
8°
12°
13°
12°
Alicante
Basel
Berlín
24°
25°
20°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
19°
22°
23°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
18°
18°
22°
London
Mallorca
New York
18°
25°
22°
Orlando
Ósló
París
28°
17°
23°
San Francisco
Stokkhólmur
17°
19°
10°
3
m/s
11°
3
m/s
18°
5
m/s
17°
3
m/s
19°
4
m/s
17°
7
m/s
8°
7
m/s
10°
9°
12°
17°
16°
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
Sstærsti aldurshópurinn sem greinist með persónuleikaröskun ungt fólk
á aldrinum 18 til 25 ára að því er fram kemur í Læknablaðinu. Eftir því
sem aldurinn hækkar fækki tilfellum og hjá mörgum einstaklingum gangi
persónuleikaröskunin yfir á 15-20 árum ef tekið er á sjúkdómnum nægi-
lega snemma. Þó sé ýmis annars konar vandi, eins og skortur á vinnufærni
og félagslegri færni, sem erfitt getur reynst að vinna á.
Flestir á aldrinum 18 til 25 ára
HEILBRIGÐISMÁL Sjúklingar með
jaðarpersónuleikaröskun sækja
mjög í geðheilbrigðiskerfið og
þeim virðist fara fjölgandi. Þetta
kemur fram í viðtali við Halldóru
Ólafsdóttur geð-
lækni í Lækna-
blaðinu.
Jaðarpersónu-
leikaröskun ein-
kennist af hvat-
vísi , miklum
óstöðugleika í
samskiptum,
skapsveiflum og
óstöðugri sjálfs-
mynd. Sjálfskaði
og sjálfsvígstil-
raunir eru einn-
ig algengar hjá
þessum einstak-
lingum. Þess-
ir þættir koma
yfirleitt í ljós
snemma á full-
orðinsárum.
Að sögn Halldóru reynast sjúk-
lingarnir heilbrigðis- og velferð-
arkerfinu dýrir þar sem margir
þeirra endi á örorku. Greining á
persónuleikaröskun sé flókin og
tímafrek og illa hafi gengið að
lækna þessa einstaklinga.
Páll Matthíasson, fram-
kvæmdastjóri geðsviðs Landspít-
ala, segir meðferðarnálgun við
röskuninni, sem Landspítalinn
tók upp árið 2011, hafa gefið góða
raun. Erlendar rannsóknir sýni
að hún geti fækkað bráðainnlögn-
um þessa sjúklingahóps um 70 til
90 prósent og dregið verulega úr
sjálfskaðatilraunum. „Við ákváð-
um að setja upp nokkurs konar
Sífellt fleiri þjást af
persónuleikaröskun
Einstaklingar með jaðarpersónuleikaröskun sækja í auknum mæli í geðheilbrigðis-
þjónustuna. Meðferðin er flókin og röskunin dýr fyrir samfélagið segir geðlæknir.
dagdeild sem er kölluð lífsfær-
niprógramm en byggir á díalekt-
ískri atferlismeðferð. Þar er um
að ræða þjálfunarbúðir sem nota
meðal annars svokallaða núvit-
und til að ná stjórn á tilfinning-
um, streitu og bæta sjálfstraust
og samskipti við aðra. Þetta hefur
gefið mjög góða raun og bindum
við vonir við að meðferðin verði
til þess að bæta langtímahorfur
þessa sjúklingahóps.“
Í grein Læknablaðsins kemur
fram að á hverjum tíma séu um 40
manns í virkri meðferð við pers-
ónuleikaröskun á geðsviði Land-
spítala. „Þar fyrir utan er hópur
fólks sem kemur á göngudeild eða
er á legudeild og bíður eftir þess-
um úrræðum eða öðrum. Þessi
hópur er sannarlega að stækka
og okkur finnst við sjá mun fleiri
tilfelli en fyrir tveimur áratugum
þótt við höfum ekki neina hald-
bæra skýringu á því.“
hanna@frettabladid.is
umferðarslys og
óhöpp urðu hér á
landi árið 2011.
HALLDÓRA
ÓLAFSDÓTTIR
PÁLL
MATTHÍASSON
GEÐDEILD Yfirlæknir á geðsviði Landspítalans, segir í samtali við Læknablaðið ýmis
vandkvæði fylgja greiningu og meðferð einstaklinga með jaðarpersónuleikaröskun.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
6.064
Það er 1.775 slysum minna en tíu
árum fyrr, þegar óhöppin voru 7.839
talsins. Heimild: Hagstofan.is
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu telur ekki tilefni til
frekari rannsóknar vegna fjögurra
ára gamallar stúlku í Breiðholti.
Grunur lék á því að hún hefði verið
numin á brott er hún var að leik
fyrir utan heimili sitt síðastliðinn
þriðjudag. Ekki var vitað um ferðir
hennar í klukkustund.
Maður var handtekinn í
tengslum við málið en sleppt að
lokinni skýrslutöku. Skýrsla var
tekin af stúlkunni í Barnahúsi í
morgun en að henni lokinni þótti
ekki ástæða til þess að rannsaka
málið frekar.
Meint brottnám stúlku:
Rannsókn hætt
LANDIÐ
1
2
3