Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2013, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 05.06.2013, Qupperneq 8
5. júní 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | Ákveðinna umskipta gætir á fíkniefnamarkaðnum í Evrópu um þessar mundir þar sem tilbú- in fíkniefni, efni sem framleidd eru úr kemískum efnum, eru að ryðja sér sífellt meira til rúms. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Eftirlitsmiðstöð Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (EMCDDA), sem er sjálfstæð stofnun á vegum Evrópusambandsins. Í ársskýrslu EMCDDA um stöðu fíkniefnamála í Evrópu kemur fram að þróunin sé að mörgu leyti jákvæð. Minni nýlið- un er í hópi heróínneytenda, sprautunotkun dregst saman og notkun á kannabisefnum, bæði maríjúana og hassi, er á undan- haldi í mörgum ríkjum. Slæmu fréttirnar eru hins vegar þær að merkja má aukna neyslu á tilbúnum lyfjum á borð við amfetamín í hinum ýmsu myndum en einnig verða lög- regluyfirvöld vör við sífellt fleiri nýjar tegundir tilbúinna efna sem jafnvel er ekki enn búið að banna, en eru framleidd til að líkja eftir áhrifum bannaðra efna. Í fyrra fundust til dæmis 73 áður óþekkt efni í ríkjum ESB, þar af nítján efni sem eru skyld amfetamíni og MDMA (E-töflum). Þá er að sjá að neysla metamfetamíns, sem áður einskorðaðist nær eingöngu við Tékkland og Slóvakíu, sé að breið- ast út og hefur hennar orðið vart í Þýskalandi, Grikklandi, Kýpur og Tyrklandi. Fíkniefnamarkaðurinn er umfram allt afar kvikur og kall- ar, að mati skýrsluhöfunda, á að ríkin hagi stefnumótun eftir því. ASKÝRING | 8 FÍKNIEFNAMARKAÐURINN Í EVRÓPU Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is © GRAPHIC NEWS BREYTINGAR Á NEYSLU FÍKNIEFNA ÁHYGGJUEFNI Eftirlitsmiðstöð ESB með lyfjum og lyfjafíkn lýsir áhyggjum af breytingum á eiturlyfjamarkaði á meginlandi Evrópu. Þar hafa notendur í auknum mæli snúið sér frekar að tilbúnum fíkniefnum, sem jafnvel er ekki búið að banna, en hefðbundnari lyfjum eins og heróíni og kókaíni. Atvik þar sem fíkniefni voru haldlögð árið 2011 (þúsund atvik) Yfi r 100 11-100 1-10 >1 Engar upplýsingar E-töfl ur/MDMA 1% Kókaín og krakk 10% Metamfetamín 1% Amfetamín 4% Heróín 4% Hlutfall fíkniefna sem haldlögð voru: Marijúana 41% Hass 36% Kannabisplöntur 3% Noregur 25 Bretland 223 Belgía 37 Frakkland 100 Spánn 400 Ítalía 22 Á kortinu má sjá þau lönd þar sem fl est atvik eru á ári. Tyrkland 66 Finnland 13 Svíþjóð 18 Danmörk 14 Þýskaland 57 EFNI SELD Á NETINU 73 ný efni komu fram í ríkjum ESB árið 2012, samanborið við 49 árið 2011. Efnin eru seld í sérhæfðum versl- unum eða á netinu, oft með villandi merkingum til að komast hjá eft irliti. Efnin eru hönnuð með það að sjónar- miði að líkja eft ir áhrifum ólöglegra fíkni- efna. Lítið er vitað um langtímaáhrif af þeim. Árið 2010 voru 40 dauðsföll rakin til efna sem síðan hafa verið bönnuð með lögum, til dæmis mefedrón. HEIMILD: EMCDDA MYND/AP MYNDARLEGUR www.landrover.is NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4 VERÐ FRÁ 10.990.000 KR. Land Rover Discovery 4 er einn glæsilegasti jeppi sem til er. 211 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins 8,3 l/100 km í blönduðum akstri*, ný 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýrinu og loftpúðafjöðrun á öllum hjólum sem tengd er Terrain Response stillanlega fjöðrunarkerfinu. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is OPIÐ LAUGARDAG FRÁ 12-16 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílahúsið Reykjanesbæ www.bilahusid.is 421 8808 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 E N N E M M / S ÍA / N M 5 7 9 9 0 *M ið að v ið u pp ge fn ar v ið m ið un ar tö lu r fr am le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. Tilbúin fíkniefni sækja fram í Evrópu Ný skýrsla um fíkniefnamarkaðinn í Evrópu leiðir í ljós að hefðbundin efni eins og kókaín og heróín gefa eftir á kostnað tilbúinna efna. Sum hver hafa ekki enn verið bönnuð. Karl Steinar Valsson segir þróunina hafa verið svipaða hér á landi. 77 MILLJÓNIR Evrópubúa hafa prófað kannabisefni á ævinni 3 MILLJÓNIR nota kannabis daglega eða allt að því. 14,5 MILLJÓNIR Evrópubúa hafa prófað kókaín á ævinni. 475 DAUÐSFÖLL í Evrópu 2011 voru rakin til neyslu kókaíns. Þróunin á íslenskum fíkniefnamarkaði undan- farin misseri hefur verið í takt við það sem segir frá í skýrslunni, að sögn Karls Steinars Valssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Hann tók þó fram að hann hafði ekki lesið skýrsluna sjálfa. „Þessi birtingarmynd sem skýrslan virðist sýna held ég að sé í takt við það sem við höfum verið að sjá hér á landi. Uppgangur amfetamíns eða efna sem eru skyld því er al- veg í takt við það og enn ein vísbendingin um að Ísland er í svipaðri stöðu og önnur lönd.“ Svipuð staða á íslenska markaðnum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.