Fréttablaðið - 05.06.2013, Page 21
Stórborgarkokkurinn sem flutti frá
iðandi mannlífi New York-borgar í
sveitasæluna í Borgarfirðinum hefur
vakið mikla athygli í þáttunum Hið
blómlega bú. Árni Ólafur Jónsson fer á
kostum þar sem hann tekst á við sveita-
störfin í Árdal og matreiðir úr dýrindis
hráefni úr eigin ræktun og frá bændun-
um í kring.
Þátturinn hefur fengið mjög góðar við-
tökur. Árni Ólafur var inntur eftir því
hvernig viðbrögð hann væri sjálfur að
fá. „Fjölskyldan og vinir mínir eru auð-
vitað öll mjög sátt við þetta allt saman.
Svo hef ég líka fengið skilaboð frá fólki
úti í bæ þar sem það lýsir ánægju sinni
með þáttinn og efnistökin. Ég er því
mjög ánægður með viðtökurnar.“ En
hefur þessi reynsla haft áhrif á hvernig
þú eldar og umgengst hráefni í dag?
„Núna þegar ég hef kynnst því hversu
mikil vinna er að baki því að ala skepn-
ur og rækta grænmeti ber ég mun
meiri virðingu fyrir hráefninu sem
ég vinn með og reyni að láta sem allra
minnst fara til spillis.“
Í kvöld fer Árni á sumarhátíð
Kaupfélagsins, þar sem hann
tekur þátt í bændaþríþraut
og öðrum skemmtilegheit-
um með sveitungum sínum
og eldar rétti úr garðin-
um. Meðal þess sem hann
tekur sér fyrir hendur er
að grilla pitsur. Uppskrift-
irnar að réttum Árna má
finna á vefsíðunni www.
hidblomlegabu.is. Hér að
neðan má finna hráefnið í
pitsurnar en aðferðina má
nálgast á heimasíðunni.
Hið blómlega bú er á
dagskrá klukkan 20.05 á
miðvikudögum og endur-
sýndur klukkan 17.10 á
sunnudögum.
● Þættirnir eru kvikmynd-
aðir í Vancouver.
● Þáttaröðin The Killing er
byggð á dönsku þátta-
röðinni Forbrydelsen.
● Persóna Söruh Linden
heitir Sarah Lund í
dönsku þáttunum.
● Leikkonan Sofi e Grå-
bøl, sem leikur Söruh
Lund, klæddist sér-
stakri lopapeysu í fyrstu
þáttaröðinni. Sú peysa
var hönnuð af færeyska
tískumerkinu Guðrun &
Guðrun og tóku ófáir Ís-
lendingar upp prjónana
og gerðu sér eina slíka.
● Gråbøl kom sjálf fram í
litlu hlutverki í banda-
rískri útgáfu þáttanna.
● Leikkonan Mireille Enos
klæðist nokkrum prjóna-
peysum í bandarísku
þáttunum. Hún segist
hafa orðið afar leið á
þeim enda þurfti hún að
klæðast sömu peysunni
í marga þætti í röð.
● Skrifaðar hafa verið
bækur upp úr þátt-
unum. Höfundur þeirra
heitir David Hewson en
bækurnar heita The Kill-
ing: Book One og The
Killing: Book Two.
● Í júlí 2012 var tekin
ákvörðun um að ekki
yrðu gerðar fl eiri þátta-
raðir af bandarísku út-
gáfu The Killing. Í ágúst
var þeirri ákvörðun
hnekkt og þriðja serían
sett á dagskrá.
● Leikkonan Mireille Enos
er með svarta beltið í
karate.
NOKKRAR
STAÐREYNDIR
Nú býðst áskrifendum Stöðvar 2 að eiga notaleg-
ar stundir í baðstofu og heilsurækt World Class
á sérstökum vildarkjörum.
Áskrifendur geta keypt þriggja mánaða Bað-
stofu- og heilsuræktarkort á 40% afslætti eða
fengið 50% afslátt af stökum tíma og stökum
baðstofutíma. World Class býður upp á 5 stjörnu
heilsulind þar sem slökunar- og lækningarmátt-
ur vatnsins er í hávegum hafður.
Láttu nú dekra við þig, þú átt það skilið.
Kynntu þér þetta og fleiri spennandi Vildartil-
boð nánar inni á
www.stod2.is.
Stöð 2 Vild – er snilld.
NOTALEGAR
BAÐSTOFUSTUNDIR
FYRIR VILDARÁSKRIFENDUR
HIÐ BLÓMLEGA BÚ
FÆR GÓÐAR VIÐTÖKUR
HIÐ BLÓMLEGA BÚ
Kl. 20.05 miðvikudaga
Grilluð pitsa
Í fjórar 10 tommu pitsur
Innihald
Pitsudeig
500 grömm brauðhveiti
325 millilítrar volgt vatn
2 teskeiðar salt
½ teskeið þurrger
Álegg
300 grömm mozzarella
Salt
Álegg eftir smekk, þunnskorin.
Sterk hvítlauksolía
100 millilítrar jómfrúarolía
4 hvítlauksgeirar, maukaðir
½ teskeið þurrkaðar rauðar
chillipiparflögur