Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2013, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 05.06.2013, Qupperneq 33
MIÐVIKUDAGUR 5. júní 2013 | MENNING | 21 Rapparinn Kanye West og Kim Kardashian eiga von á stúlku. „Ég er svo spennt. Við eigum von á stúlku. Hver vill ekki eignast stúlku? Þær eru bestar og ég veit að Kanye hefur alltaf langað í litla stelpu,“ sagði Kim þegar læknir- inn tilkynnti um kynið. Fjölskylda Kim hélt veislu henni og barninu til heiðurs í nýjasta þættinum af Keeping up with the Kardashians sem sýndur var ytra um helgina. Slúðurmiðlarnir eru nú þegar farnir að spá fyrir um nafn á döm- una en Kim hefur sagt að þrátt fyrir að hefð sé fyrir bókstafnum „K“ hjá Kardashian-fjölskyldunn- ar muni frumburður hennar ekki bera nafn sem byrjar á „K“. Kim og Kanye eignast stúlku MUN EKKI BYRJA Á „K“ Dóttir Kim Kardashian og Kanye West mun ekki bera nafn sem byrjar á „K“. Botnleðja heldur útgáfutónleika í Austurbæ fimmtudagskvöldið 27. júní og hefst miðasala á Midi.is á morgun klukkan 10. Rokksveitin er að fagna sinni fyrstu safnplötu, Þegar öllu er á botninn hvolft, sem kemur út 11. júní hjá Record Records. Á gripnum eru tveir geisla- diskar. Sá fyrri inniheldur átján lög og þar af eru sextán af fimm breiðskífum sveitarinnar. Einnig eru þar tvö glæný lög, Slóði og Panikkast sem er þegar farið að hljóma á öldum ljósvakans. Seinni diskurinn inniheldur áður óútgefnar upptökur, ábreiður, enskar útgáfur laga, endurhljóð- blandanir og tónleikaupptökur. Fagna útgáfu í Austurbæ TÓNLEIKAR Heiðar Örn og félagar halda útgáfutónleika 27. júní. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Will Smith hefur ekki áhuga á að leika í fleiri Men in Black-mynd- um. Búið er að ráða handritshöf- und fyrir fjórðu myndina. Leikarinn virðist ekki vera sérlega áhugasamur um að leika Agent J í næstu mynd og telur að þrjár séu alveg nóg. „Ég held að þrjár myndir séu alveg nóg fyrir mig,“ sagði hann við Collider.com. „Eitthvað þrennt af hverju sem er er nóg fyrir mig. Ég myndi kíkja á það og íhuga það en mér finnst eins og það sé kominn tími til að leyfa öðrum að prófa þetta.“ Smith lék í fyrstu Men in Black-myndinni árið 1997 ásamt Tommy Lee Jones og endurtóku þeir hlutverkin í framhaldsmynd fimm árum síðar. Þriðja myndin kom svo út í fyrra, fimmtán árum eftir þá fyrstu. Þar var Josh Brol- in í hlutverki Tommys Lee Jones á yngri árum. Nýjasta mynd Smith er After Earth, þar sem hann leikur á móti syni sínum, Jaden Smith. Spurð- ur hvort hann gæti hugsað sér að Jaden myndi taka við af honum í Men in Black-myndunum sagði hann: „Ef þeir hafa áhuga á því er það kannski í lagi. Ég er ekkert að þrýsta á það.“ Smith orðinn þreyttur á Men In Black Will Smith hefur ekki áhuga á að leika í fj órðu Men in Black-myndinni sem er í undirbúningi. MEN IN BLACK Will Smith í hlutverki Agent J í Men in Black. Men in Black III halaði inn 600 milljó- num dala og er tekjuhæsta mynd seríunnar. 600 VILL BÖRN Dannii Minogue hefur áhuga á að eignast fleiri börn. Svo létt á brauðið E N N E M M / S ÍA / N M 57 65 5 Sjónvarpskonan Dannii Minogue hefur áhuga á að eignast fleiri börn. Hún á fyrir soninn Ethan, sem verður þriggja ára í júlí, með fyrrverandi kærasta sínum, Kris Smith. „Ég held að mig langi í annað,“ sagði hún við tímaritið Grazia. „En ég get ekki bara smellt fingr- um og látið það gerast.“ Minogue, sem er systir söng- konunnar Kylie, var dómari í raunveruleikaþættinum X-Factor á bresku sjónvarpsstöðinni ITV til ársins 2010. Þá flutti hún sig yfir í áströlsku útgáfu þáttarins. Vill eignast fl eiri börn

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.