Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.06.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 06.06.2013, Qupperneq 4
6. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 NJÓTTU ÞESS AÐ TAKA NÆSTA SKREF FÉLAGSMÁL „Það er óásættanlegt að börnum sé boðið upp á þær aðstæð- ur að vera með fullorðnum á böllum þar sem má vera með vín á flösk- um,“ segir Inga Vildís Bjarnadótt- ir úr samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð. Forvarnarhópurinn gagnrýnir svokölluð „flöskuböll“ í reiðhöllinni í Faxaborg þar sem gestir mega hafa með sér áfengi og þar sem ald- urstakmarkið er aðeins sextán ár. Hestamannafélögin Skuggi í Borg- arnesi og Faxi í Borgarbyggð reka Faxaborg, sem að stærstum hluta er í eigu sveitarfélagsins. Eftir ábendingu frá forvarnar- hópnum í fyrra setti Borgarbyggð reglur um að börn yngri en átján ára mættu ekki sækja dansleiki í húsnæði sem sveitarfélagið á nema í fylgd með fullorðnum. Síðasti dansleikurinn í Faxaborg með sextán ára aldurstakmarki var með Páli Óskari á síðasta vetrar- dag. Forvarnarhópurinn hefur aftur óskað eftir íhlutun sveitarfélagsins. „Við erum ekki að tala um að það sé hræði- legt að detta í það einu sinni heldur til hvers það leiðir. Og við vilj- um ekki að sveitar- félagið bjóði upp á þær aðstæður. Ekki er Reykja- víkurborg að halda úti hús- næði þar sem sex t á n á ra krakkar eru velkomnir inn á böll þar sem áfengi flýtur,“ segir Inga Vildís. „Þetta eru engin lög og við ákváð- um að hunsa þetta,“ segir Kolbeinn Magnússon, formaður stjórnar Sel- áss, rekstrarfélags Faxaborgar. Alger einhugur hafi verið um málið hjá hestamannafélögunum. Að sögn Kolbeins er um að ræða tvo dansleiki á ári, svokallaða Sauðamessu Borgnesinga í október og ball sem reið- höllin heldur sjálf í fjáröfl- unarskyni á síðasta vetrar- dag. „Við verðum að halda okkur á fullu gasi til að missa ekki höllina held- ur koma henni á réttan kjöl,“ segir Kolbeinn og undirstrik- ar að ballið síðasta vetrardag hafi verið auglýst með leyfi sýslumanns. „Við ákváðum að fara ekki að þessum tilmælum þeirra og vera í staðinn með mjög öflugt eftirlit. Krakkarnir voru til algerrar fyrir- myndar,“ segir Kolbeinn. „Okkur persónulega, mér og mörgum fleiri, finnst þessi forvarnarhópur fari offari. Eru ekki sextán ára krakk- ar betur komnir undir eftirliti á samkomu en hangandi í sjoppum og húsasundum?“ gar@frettabladid.is Unglingaball með víni tekjuleið fyrir reiðhöll Forvarnarhópur segir „flöskuböll“ með sextán ára aldurstakmarki í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi ávísun á unglingadrykkju. Forsvarsmaður Faxaborgar segir böllin nauðsynlega fjáröflun. Því séu tilmæli um hækkun aldursmarksins hunsuð. FAXABORG Reksturinn er í járnum og hestamannafélögin skjóta stoðum undir fjár- haginn með balli síðasta vetrardag. MYND/FAXABORG Okkur persónulega, mér og mörgum fleiri, finnst þessi forvarnarhóp- ur fari offari. Kolbeinn Magnússon, formaður stjórnar Seláss. PÁLL ÓSKAR Skemmti á unglingaballi í Faxaborg þar sem allt ku hafa farið vel fram. 206.112 fólksbílar voru á skrá hér á landi í lok árs 2011, sem jafngilti um 0,6 bílum á hvert mannsbarn. Í árslok 2001 voru 159.865 bifreiðar á skrá. Heimild: hagstofa.is VIÐSKIPTI Kamprad úr stjórn IKEA Ingvar Kamprad, stofnandi sænsku húsgagnaverslunarinnar IKEA, hefur ákveðið að hætta í stjórn fyrirtækisins. Kamprad, sem er orðinn 87 ára gamall, mun eftirláta yngsta syni sínum, Matthíasi, stjórnarformennskuna. IKEA fagnar 70 ára afmæli á þessu ári. SAMFÉLAGSMÁL Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, afhenti Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í gær undirskriftir vegna átaksins Betra líf. Alls skrifuðu 31.000 undir í átakinu. Markmiðið með söfnuninni er að skora á stjórnvöld að verja tíu prósentum af áfengisgjaldi til að byggja upp úrræði fyrir verst settu áfengis- og vímuefnasjúklingana og að aðstoða fólk eftir meðferð til að komast til virkni í samfélaginu. Þá vill SÁÁ einnig nýta féð til að skapa úrræði fyrir börn sem alast upp við álag vegna mikillar ofneyslu á heimilum. - kóp Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók við undirskriftum: 31.000 skrifuðu undir hjá SÁÁ UNDIRSKRIFTIR AFHENTAR Stjórnvöld eru hvött til að nota hluta áfengisgjalds í úrræði fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NÝSKÖPUN Alls sóttu 207 teymi um þátttökurétt í Startup Reykjavík sem haldið verður í annað sinn í sumar. Í fyrra sóttu 179 teymi um. Það eru Arion banki og Klak-Inn- ovit sem standa að Startup Reykja- vik. Hafa aðilarnir valið tíu teymi af þeim sem sóttu um til þátttöku. Mun hvert þessara tíu teyma fá tvær milljónir króna í hlutafé frá Arion banka gegn 6 prósent hlut í viðkomandi félagi. Þá verður þeim útveguð vinnuaðstaða og ráðgjöf frá sérfræðingum. Meðal félaga sem taka munu þátt eru Þoran Distillery, sem hyggst framleiða fyrsta íslenska viskíið, og Silverberg, sem hannar, þróar og selur mælingarbúnað fyrir líkams- ræktarstöðvar og hugbúnað sem gerir notendum kleift að fylgjast með líkamsræktarárangri sínum. Þá er félagið Zalibuna meðal þátttakenda, sem hefur áhuga á því að hanna og setja upp sleðarenni- braut niður Kambana og byggja upp ferðaþjónustu í tengslum við renni- brautina. - mþl Tíu teymi valin til þátttöku í Startup Reykjavik árið 2013: Hanna rennibraut í Kömbunum HUGMYND KYNNT Teymum sem sóttu um þátttöku í Startup Reykjavik fjölgaði um 15,6% milli ára. STJÓRNMÁL Flestir treysta Katr- ínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, best allra stjórn- málamanna. Traust til Katrínar er 62,5 prósent en var 44,4 pró- sent í síðustu mælingu MMR. 48,8 prósent bera traust til for- sætisráðherrans Sigmundar Dav- íðs Gunnlaugssonar. Ríflega 56 prósent sögðust treysta forsetan- um Ólafi Ragnari Grímssyni. 93,4 prósent kjósenda Sam- fylkingarinnar sögðust treysta Katrínu en aðeins 76,6 prósent formanni flokksins, Árna Páli Árnasyni. - þeb Ný könnun MMR: Flestir treysta Katrínu best NÁTTÚRA Miklir vatnavextir Veðurstofa Íslands hefur varað við hættu á skriðuföllum, krapaflóðum og áframhaldandi vatnavöxtum víða um land á næstunni. Mikil hlýindi hafa verið á Norður- og Austurlandi síðustu daga og flóð hafa komið í ár vegna snjóbráðnunar. VINNUMARKAÐUR Ísland er einkar ákjósanlegur staður fyrir gagna- ver samkvæmt nýrri skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið BroadGro- up vann fyrir Landsvirkjun. Að mati BroadGroup hefur landið samkeppnisforskot á önnur lönd, vegna hreinnar og ódýrrar orku. Ríkarður Ríkarðsson, forstöðu- maður hjá Landsvirkjun, segir vb.is að skýrslan staðfesti að Ísland búi yfir öllum þeim grunn- þáttum sem þarf fyrir gagnavers- iðnað. - le Hrein orka skilar árangri: Ísland vænlegt fyrir gagnaver AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Veðurspá Laugardagur Víða hægviðri. LJÓMANDI Hægviðri og hlýtt á A-verðu landinu næstu daga en ákveðnari vindur SV-til fram að helgi. Dálítil væta V-lands og stöku skúr NA-til síðdegis. Hiti 10-18 stig í dag en 8-16 stig á morgun. Lítur út fyrir milt veður um helgina. 9° 6 m/s 10° 5 m/s 11° 7 m/s 10° 7 m/s Á morgun 5-13 m/s SV-til, víða hægviðri A-til. Gildistími korta er um hádegi 11° 9° 10° 13° 13° Alicante Basel Berlín 23° 26° 23° Billund Frankfurt Friedrichshafen 21° 23° 24° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 19° 19° 22° London Mallorca New York 19° 26° 21° Orlando Ósló París 27° 17° 26° San Francisco Stokkhólmur 18° 21° 12° 2 m/s 13° 5 m/s 17° 2 m/s 16° 2 m/s 17° 2 m/s 13° 4 m/s 11° 4 m/s 11° 8° 13° 15° 13° Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.