Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 8
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Dala Feta fyrir þá sem gera kröfur ms.is Opel | Ármúli 17 | 108 Reykjavík | 525 8000 E N N E M M / S ÍA / N M 5 8 4 8 9 *Verðdæmi miðast við bíla sem til eru á lager. Aukabúnaður bíla á mynd getur verið frábrugðinn þeim sem eru á tilboði. **Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri er samkvæmt stöðlum frá framleiðanda.facebook.com/opelvinir 3.990.000 kr. Verð áður 4.390.000 kr. Verð frá*: 3,7 l /100 km** 4,0 l4.190.000 kr. /100 kmVerð áður 4.590.000 kr. Verð frá*: ** NOKKRIR OPEL ASTRA DÍSIL Á SÉRKJÖRUM Komdu í heimsókn í nýjan sýningarsal okkar að Ármúla 17 Opel Astra Wagon vinnur 100.000 km gæðaprófun Auto Motor und Sport. Opel Astra Wagon vann á dögunum 100.000 km gæðaprófun þýska bílatímaritsins Auto Motor und Sport. Opel Astra sigraði keppinauta á borð við VW Golf, Mercedes A class og Toyota Prius. Aldrei þurfti að leita með bílinn á verkstæði vegna óvæntrar bilunar heldur einungis að koma í reglulegar eftirlitsskoðanir þá 104.800 km sem bílnum var ekið af blaðamönnum tímaritsins. Að launum hlaut Opel Astra nafnbótina „áreiðanlegasti bíllinn“. Til hamingju Opel! Opel Astra Enjoy dísil Turbo 5d 2 99g/km Beinskiptur 6 gíra / hraðastillir / loftkæling Opel Astra Enjoy dísil Turbo 5d Wagon 2 105g/km Beinskiptur 6 gíra / hraðastillir / loftkæling Frítt í stæði í miðborginni Frítt í stæði í miðborginni NÁTTÚRUVERND Skógræktarmenn á Ísafirði eru óánægðir vegna spjalla sem verða á skógræktar- svæði við Skutulsfjörð þar sem fyrirhuguð er bygging ofanflóða- varnargarðs. „Það hefur verið almanna- vitneskja að á þessu svæði séu ekki nein snjóflóð. Hins vegar er einhver grjóthrunshætta. En skógur inn verkar á grjóthrun þó að hann virki ekki sem vörn fyrir snjóflóð,“ segir Gísli Eiríksson, formaður Skógræktar Ísafjarðar. Hann segir að sér þyki undarlegt að það sé verið að ráðast í þessar framkvæmdir. „Auðvitað eru menn sárir og heitir yfir þessu. En það er nú svoleiðis að þegar Alþingi ákveð- ur að gera þetta er ekki gott við það að eiga.“ Gísli segir elstu trén, sem eru frá 1950, fá að halda sér en að spjöll verði unnin á stóru svæði þar sem standa tré frá 1970. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir Veðurstofuna hafa gert mat á svæðinu sem leitt hafi í ljós að þörf væri á varnargarði og skylda bæjarins sé að bregð- ast við því. „Það er klárt mál að við viljum verja bæjarbúana okkar.“ Hann segir að þegar talað sé um að aldrei hafi orðið snjóflóð á svæð- inu að þá sé miðað við manna minni. Sagt sé að snjóflóð séu um fimm talsins á hverjum þús- und árum. „Það er alveg ljóst að það fer þarna tölvuert af skógi undir garðinn,“ segir hann um áhrif- in sem garðurinn hefur. Hann segir þó að mikilvægt sé að bæta Skógræktarfélaginu upp tjónið og að aðalatriðið sé að það verði jafnsett og áður. „Ísafjarðarbær hefur lagt mikla áherslu á að gengið verði frá málum við skóg- ræktina áður en framkvæmdir hefjast.“ nannae@frettabladid.is Skógur felldur fyrir snjóflóðavarnargarð Skógi vaxið svæði við Skutulsfjörð mun þurfa að víkja vegna byggingar varnar- garðs. Náttúruspjöllin nauðsynleg til verndar íbúum bæjarins, segir bæjarstjóri. Menntaskólinn á Ísafirði Skógur Var nar gar ður Heilbrigðis-stofnun Ísafjarðar Umdeildur varnargarður Það er alveg ljóst að það fer þarna töluvert af skógi undir garðinn. Daníel Jakobsson bæjarstjóri á ísafirði SKÓGRÆKTIN ÓÁNÆGÐ Á þessari mynd má sjá hvernig jarðvinnslusvæðið fyrir varnargarðinn skarast við skóglendið. BRETLAND Minni útgerðir í Bret- landi fagna dómsúrskurði, sem heimilar stjórnvöldum að úthluta þeim auknum kvóta á kostnað stórútgerða. Stórútgerðir hafa ákveðið að áfrýja úrskurðinum, en deilur hafa staðið lengi um málið fyrir dómstólum. Þetta er í fyrsta sinn sem dómur fellur þar í landi um að stjórnvöld geti við ákveðnar kringumstæður endurúthlutað fiskveiðikvótum. Frá þessu er skýrt á vef The Guardian. - gb Breskar smáútgerðir fagna: Endurúthlutun kvóta heimiluð FÓLK Korpúlfar, félag eldri borgara í Grafarvogi, boða til fegrunar átaksdags í bæjarfélag- inu í dag. Mæting verður á Korpúlfs- staði klukkan tíu og verður boðið upp á kaffi og heimabakaðar kleinur. Þátttakendum verður dreift niður á starfsstöðvar og verða pokar og áhöld til staðar. Að til- tekt lokinni verður hópnum boðið á grillhátíð við útigrillið í Gufunesbæ. - nej Boða til átaks og bjóða í grill: Eldri borgarar fegra Grafarvog
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.