Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 8
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Dala Feta fyrir þá
sem gera kröfur
ms.is
Opel | Ármúli 17 | 108 Reykjavík | 525 8000
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
8
4
8
9
*Verðdæmi miðast við bíla sem til eru á lager. Aukabúnaður bíla á mynd getur verið frábrugðinn þeim sem eru á tilboði. **Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri er samkvæmt stöðlum frá framleiðanda.facebook.com/opelvinir
3.990.000 kr.
Verð áður 4.390.000 kr.
Verð
frá*: 3,7 l
/100 km**
4,0 l4.190.000 kr.
/100 kmVerð áður 4.590.000 kr.
Verð
frá*:
**
NOKKRIR OPEL ASTRA DÍSIL Á SÉRKJÖRUM
Komdu í heimsókn í nýjan
sýningarsal okkar
að Ármúla 17
Opel Astra Wagon vinnur 100.000 km
gæðaprófun Auto Motor und Sport.
Opel Astra Wagon vann á dögunum 100.000 km gæðaprófun þýska bílatímaritsins Auto Motor und Sport.
Opel Astra sigraði keppinauta á borð við VW Golf, Mercedes A class og Toyota Prius. Aldrei þurfti að leita
með bílinn á verkstæði vegna óvæntrar bilunar heldur einungis að koma í reglulegar eftirlitsskoðanir þá
104.800 km sem bílnum var ekið af blaðamönnum tímaritsins. Að launum hlaut Opel Astra nafnbótina
„áreiðanlegasti bíllinn“. Til hamingju Opel!
Opel Astra Enjoy dísil Turbo 5d
2 99g/km
Beinskiptur 6 gíra / hraðastillir / loftkæling
Opel Astra Enjoy dísil Turbo 5d Wagon
2 105g/km
Beinskiptur 6 gíra / hraðastillir / loftkæling
Frítt í stæði í miðborginni Frítt í stæði í miðborginni
NÁTTÚRUVERND Skógræktarmenn
á Ísafirði eru óánægðir vegna
spjalla sem verða á skógræktar-
svæði við Skutulsfjörð þar sem
fyrirhuguð er bygging ofanflóða-
varnargarðs.
„Það hefur verið almanna-
vitneskja að á þessu svæði séu
ekki nein snjóflóð. Hins vegar
er einhver grjóthrunshætta. En
skógur inn verkar á grjóthrun þó
að hann virki ekki sem vörn fyrir
snjóflóð,“ segir Gísli Eiríksson,
formaður Skógræktar Ísafjarðar.
Hann segir að sér þyki undarlegt
að það sé verið að ráðast í þessar
framkvæmdir.
„Auðvitað eru menn sárir og
heitir yfir þessu. En það er nú
svoleiðis að þegar Alþingi ákveð-
ur að gera þetta er ekki gott við
það að eiga.“ Gísli segir elstu
trén, sem eru frá 1950, fá að
halda sér en að spjöll verði unnin
á stóru svæði þar sem standa tré
frá 1970.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á
Ísafirði, segir Veðurstofuna hafa
gert mat á svæðinu sem leitt hafi
í ljós að þörf væri á varnargarði
og skylda bæjarins sé að bregð-
ast við því.
„Það er klárt mál að við viljum
verja bæjarbúana okkar.“ Hann
segir að þegar talað sé um að
aldrei hafi orðið snjóflóð á svæð-
inu að þá sé miðað við manna
minni. Sagt sé að snjóflóð séu
um fimm talsins á hverjum þús-
und árum.
„Það er alveg ljóst að það fer
þarna tölvuert af skógi undir
garðinn,“ segir hann um áhrif-
in sem garðurinn hefur. Hann
segir þó að mikilvægt sé að bæta
Skógræktarfélaginu upp tjónið
og að aðalatriðið sé að það verði
jafnsett og áður. „Ísafjarðarbær
hefur lagt mikla áherslu á að
gengið verði frá málum við skóg-
ræktina áður en framkvæmdir
hefjast.“ nannae@frettabladid.is
Skógur felldur fyrir
snjóflóðavarnargarð
Skógi vaxið svæði við Skutulsfjörð mun þurfa að víkja vegna byggingar varnar-
garðs. Náttúruspjöllin nauðsynleg til verndar íbúum bæjarins, segir bæjarstjóri.
Menntaskólinn
á Ísafirði
Skógur
Var
nar
gar
ður Heilbrigðis-stofnun
Ísafjarðar
Umdeildur varnargarður
Það er
alveg ljóst að
það fer þarna
töluvert af
skógi undir
garðinn.
Daníel Jakobsson
bæjarstjóri á ísafirði
SKÓGRÆKTIN ÓÁNÆGÐ Á þessari mynd má sjá hvernig jarðvinnslusvæðið fyrir
varnargarðinn skarast við skóglendið.
BRETLAND Minni útgerðir í Bret-
landi fagna dómsúrskurði, sem
heimilar stjórnvöldum að úthluta
þeim auknum kvóta á kostnað
stórútgerða.
Stórútgerðir hafa ákveðið að
áfrýja úrskurðinum, en deilur
hafa staðið lengi um málið fyrir
dómstólum. Þetta er í fyrsta sinn
sem dómur fellur þar í landi um
að stjórnvöld geti við ákveðnar
kringumstæður endurúthlutað
fiskveiðikvótum. Frá þessu er
skýrt á vef The Guardian. - gb
Breskar smáútgerðir fagna:
Endurúthlutun
kvóta heimiluð
FÓLK Korpúlfar, félag eldri
borgara í Grafarvogi, boða til
fegrunar átaksdags í bæjarfélag-
inu í dag.
Mæting verður á Korpúlfs-
staði klukkan tíu og verður boðið
upp á kaffi og heimabakaðar
kleinur.
Þátttakendum verður dreift
niður á starfsstöðvar og verða
pokar og áhöld til staðar. Að til-
tekt lokinni verður hópnum
boðið á grillhátíð við útigrillið í
Gufunesbæ. - nej
Boða til átaks og bjóða í grill:
Eldri borgarar
fegra Grafarvog