Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 27
DJASS Á JÓMFRÚNNI Veitingastaðurinn Jómfrúin býður upp á sumartónleika og á laugardaginn er það Reykjavík Swing Syndicate sem kemur fram og flytur dagskrá helgaða sveiflu girnd og bannáragleði. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00 og fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Aðgangur er ókeypis. Dúkalagningameistarinn Einar Bein-teinsson hefur áralanga reynslu af lagningu gólfs og veggefnis en hann leggur meðal annars gólfteppi, gólf- dúka, veggfóður og flotgólf. Honum finnst talsvert skorta liti á íslensk heimili. „Ef þú skoðar íslensk híbýlablöð þá ræður svart, hvítt og grátt víðast hvar ríkjum. Erlendis er hins vegar mun algengara að fólk lífgi upp á vistarverur sínar með litum og munstri. Einar hefur um árabil flutt inn sænskt og hollenskt veggfóður sem hann segir gefa fallegt yfirbragð. „Sænska Duro vegg- fóðrið, sem er endurunnið og umhverfis- vænt, fæst í yfir 600 litum og munstrum. Munstrin eru af ýmsum toga og er meðal annars hægt að velja um veggfóður með munstrum sem eiga rætur sínar að rekja til fyrri alda, en þau hafa til dæmis verið valin inn á hótel hérlendis. Þá hafa þeir sem eru að gera upp gamlar byggingar í Reykjavík valið slík veggfóður til að ná fram réttu áhrifunum, en þau ná allt aftur að átjándu öld,“ segir Einar. Einar flytur einnig inn efni frá hollenska fyrirtækinu Rodeka. Þetta eru strigi, bambusveggfóður og veggfóður með upphleyptri plussáferð og segir hann þó nokkurn áhuga fyrir því. Einar segir flesta sjá fyrir sér veggfóður á heimili eða á stöku vegg en það býður upp á fleiri möguleika. „Það er til dæmis hægt að veggfóðra sumarbústaði í stað þess að mála eða hafa panel og ná þannig fram notalegri sveitastemmningu. Eins hef ég veggfóðrað baðherbergi með góðum árangri. Þá er lakkað með parketlakki á eftir og virkar það jafn vel og flísar.” Einar segir lítið mál að leggja nýtt veggfóður ef fólk vill skipta. „Þá er það rétt slípað og nýtt límt yfir. Það er líka algengur misskilningur að það sé erfitt að ná veggfóðri af. Það þarf bara að beita réttum aðferðum.” Einar segir veggfóður sömuleiðis hafa þann kost að veita um- talsverða hljóðeinangrun. Á vefsíðunni www.veggfodur.is er hægt að skoða mikið úrval veggfóðurs. Hægt er að senda fyrirspurnir á einar@eb.is VEGGFÓÐUR FEGRAR EINAR BEINTEINS EHF. KYNNIR Með lituðu eða munstruðu veggfóðri má lífga upp á hvers kyns vistarverur og skapa tiltekin áhrif. Þá er hægt að leika sér með efni og meðal annars setja bambus, pluss og striga á vegg. EINAR BEINTEINSSON MYND/VILHELM SVEITASÆLA Með því að veggfóðra sumar- bústaðinn má ná fram notalegri sveita- stemningu. 40% afsláttur af fatnaði og skóm TÆKIFÆRISGJAFIR TILBOÐ Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 pHnífa aratöskur – 12 manna 14 tegundir Verð frá kr. 24.990 Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.