Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 30
FÓLK|TÍSKA Birna Ketils-dóttir er 19 ára menntaskóla- mær sem fylgist mikið með tísku. Hún hefur þó ekki haft mikinn tíma til þess að sinna þeim áhuga í sumar. „Ég er að vinna hjá Jafningjafræðslunni og á Tapas-barnum auk þess að sinna inspector-störfum á fullu,“ segir Birna, en hún er tíundi kvenkyns inspector í sögu Menntaskólans í Reykjavík. „Ég er búin að gera lítið annað en að vinna og sinna félagsstörfum en það tekur alveg gríðarlegan tíma. Það þarf að skipuleggja árið, semja við fyrirtæki, tala við undirnefndir og skipuleggja böllin,“ segir Birna. Seinna í sumar ætlar hún að ferðast til Barcelona. „Ég bjó þar þegar ég var yngri og það er tvímælalaust uppáhaldsborgin mín,“ útskýrir hún. Í ágúst fer Birna í útskriftarferð með skól- anum til grísku eyjarinnar Krítar. Þegar kemur að fatavali hjá Birnu sækist hún í afslappaðan og þægilegan stíl. „Ég er búin að gefast upp á hælunum og fer ekki í neitt sem er óþægilegt. Ég myndi lýsa stílnum mínum sem kvenlegum með smá blöndu af hippa- og indíánastíl.“ Uppáhaldsbúðir á Ís- landi eru Aftur og Geysir. „Það er þó ekki beint hægt að missa sig inni í þeim búðum en það er alltaf gaman að skoða og láta sig dreyma,“ segir Birna. „Ef það er eitthvað sem ég fell fyrir þá eru það yfirhafnir. Ég á allt of mikið af þeim. Það getur samt verið nauðsynlegt að eiga nóg af þeim hér heima af því að á veturna fer ég lítið úr þeim yfir daginn,“ segir hún. Á netinu skoðar Birna blogg til þess að fá hugmyndir og innblástur. „Trendnet og Tumblr eru partur af daglegu rútínunni á netinu en þegar ég hef meiri tíma þá skoða ég mikið dönsk og íslensk blogg,“ segir Birna sem hefur ekki enn kíkt á útsölurnar, enda á fullu að safna fyrir tveimur utanlandsferðum auk þess sem hún hefur lítinn tíma. Hún hlakkar þó til þess að komast til útlanda og kíkja í uppáhalds- búðirnar sem eru Urban Outfitters, Monki og American Apparel. ■ gunnhildur@365.is GAFST UPP Á HÆLASKÓNUM ALLTAF NÓG AÐ GERA Birna Ketilsdóttir sinnir inspector-störfum í sumar ásamt því að vera í tveimur störfum. Henni þykir nauðsynlegt að klæðast þægilegum flíkum en gafst nýlega upp á háhæluðu skónum. AFSLAPPAÐ OG ÞÆGILEGT Birna er í kjól frá H&M, með hálsmen frá Urban Outfitters og í skóm frá Vaga- bond. MYND/VALLI UPPÁHALDSFLÍKIN Þessi slá frá Gina Tricot er í miklu uppáhaldi hjá Birnu. MYND/VALLI Grensásvegur 8, sími 553 7300 mán-fim 12–18, fös 12–19, lau 12–17 ÚTSALAN HAFIN 50–70 % afsláttur af öllum fatnaði Kjólar, pils, buxur, skyrtur, leggings, peysur, bolir o.fl. 50 % afsláttur af öllu skarti Hálsmen, hringar, úr, armbönd, eyrnalokkar, gsm cover og fylgihlutir 30 % afsláttur af klútum, töskum og öðrum fylgihlutum 10% afsláttur af standard bolum og toppum SOHO/MARKET Á FACEBOOK í fullum gangi! Útsalanútsalan heldur áfram Útslalan heldur áfram 50 til 70 prósent afsláttur af völdum kjólum áður 16990 Nú 5000 kr. Nú 7990 kr. áður 19990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.