Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 26
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 26TÍMAMÓT „Ég byrjaði tíu ára í skátunum og það var gæfuspor. Þar naut ég útivistar og ævintýra og sá náttúruna og lífið á nýjan hátt,“ segir Bragi Þórðarson, fyrrum bókaútgefandi á Akranesi. Í til- efni áttræðisafmælis var hann nýlega sæmdur merkinu skátakveðja úr silfri en merkið er veitt þeim sem hafa unnið skátahreyfingunni mikið gagn og starfað af dugnaði og fórnfýsi. „Ég veit ekki af hverju félagið tók upp á því að heiðra mig,“ segir Bragi. „Mér var sagt að mæta niður í skáta- hús og þar var bara fullt af skátum. Þá var þetta afmælishóf fyrir mig, terta, skátakór og hljómsveit og skáta höfðingi Íslands mættur. Mér fannst þetta held- ur mikið í lagt því mín upplifun er sú að ég hafi bara verið þiggjandi allra þeirra gæða sem skáta starfið býður upp á,“ segir Bragi. En hefur hann ekki verið að kenna hinum yngri og koma þeim til þroska? „Jú, ég hef verið virkur í félaginu alla tíð og var félags- foringi um tíma,“ viður kennir hann og segir stöðu skáta hreyfingarinnar nokkuð góða á Akranesi þó hún sé allt öðruvísi en þegar hann var ungur. „Við erum með góða skátamiðstöð í Skorra- dal. Þar höfum við stundað ræktun og kennt krökkunum að umgangast skóg og róa á vatninu.“ Eldað á hlóðum í mikilli rigningu Skátafélag Akraness var stofnað árið 1952 en Bragi segir sögu skátastarfs á Skaganum þó teygja sig aftur til 1926. Hann fór í sína fyrstu útilegu tíu ára í skála sem skátarnir áttu uppi við Akrafjall og er búinn að fara í marg- ar útilegur síðan og á mörg skáta- mót. „Eftirminni legustu ferðina fór ég 1953. Þá fórum við tíu saman á alheimsmót skáta í Kandersteg í Sviss. Þar var eldað á hlóðum í mikilli rign- ingu allan tímann sem mótið stóð. Við vorum sex vikur í þessari ferð, ferð- uðumst í lestum til sex landa í Evrópu og sváfum alls staðar í tjöldum, meðal annars í London og París. Þetta var mikil og góð lífsreynsla.“ Rithöfundur og útgefandi Bragi rak Prentverk Akraness í 20 ár og ásamt konu sinni Elínu Þorvalds- dóttur rak hann Hörpu útgáfuna í mörg ár. Síðan stofnuðu þau hjónin búð á Akranesi sem hét Bóka skemman og seldu þar meðal annars tölvur og tölvubúnað. „Bókaskemman var fyrsta tölvuverslun á Vesturlandi. Þá voru Hvalfjarðargöngin ekki komin og fólk leitaði mikið til okkar,“ segir Bragi og kveðst jafnframt hafa skrifað bækur og unnið útvarpsþætti. „Ég gerði 60 útvarpsþætti með þjóðlífs efni úr Borgar firði og af Akranesi. Á þeim þáttum byggðust nokkrar af bókunum sem við gáfum út og við vorum með efnið líka á hljóðbókum og diskum,“ lýsir Bragi. „Það var sem sagt heil- mikið í gangi.“ Nú er Bragi hættur bókaútgáfu en er enn að skrifa. Nítjándu bókina gaf hann út fyrir síðustu jól, bæði sem raf- bók og kilju, og er með verkefni í tölv- unni en kveðst vilja sjá fyrir endann á því áður en hann tjái sig um það. „Mér finnst ég afskaplega lánsamur að hafa getað fengist við þetta allt og vera við góða heilsu, hún er lykillinn að þessu öllu.“ gun@frettabladid.is Fékk skátakveðju úr silfri Braga Þórðarsyni, fyrrverandi bókaútgefanda, var nýlega komið á óvart er hann var boðaður í skátahúsið á Akranesi og heiðraður af skátahreyfi ngunni vegna 80 ára afmælis hans. ÞAKKAÐI FYRIR SIG Bragi sagði hugsjónir skátahreyfingarinnar hafa mótað líf sitt en vináttan sem hann hefði notið innan hennar væri það besta af öllu. MYND/CARSTEN KRISTINSSON Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA LÍSA SIGURÐARDÓTTIR Völvufelli 44, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn 23. júní sl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 15. júlí kl. 15.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Kolbrún Pálína Hafþórsdóttir Páll Heiðar Magnússon Sigríður Einarsdóttir Ragnar Þórarinn Bárðarson Jónas Steindór Óskarsson María Erla Hilmarsdóttir Sigurður Óskar Óskarsson Þórunn Edda Björgvinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, sambýliskona, dóttir, systir, tengdamóðir og amma, NANNA SVAVARSDÓTTIR lést laugardaginn 29. júní sl. á Borgarspítalanum. Útför fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. júlí kl. 13.00. Kveðjuathöfn fer fram í Hamarsseli, Hamarsfirði fimmtudaginn 18. júlí kl. 14.00 og jarðsett verður í Djúpavogskirkjugarði. Árni Bergmann Jóhannsson Linda Rós Jónsdóttir Steinar Már Ævarsson Guðný Jónsdóttir systkini, tengdabörn og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNASDÓTTIR til heimilis að Funalind 1, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 7. júlí sl. Jarðsungið verður frá Kópavogskirkju mánudaginn 15. júlí kl. 13.00. Jóhanna Valdimarsdóttir Grétar Örn Marteinsson Anna Valdimarsdóttir Guðmundur Örn Jónsson Magnús Helgason barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURVEIG JÓHANNSDÓTTIR Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Miðvangi 41, lést laugardaginn 6. júlí. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 18. júlí kl. 13.00. Þuríður Guðmundsdóttir Kristján B. Kristjánsson Guðríður Guðmundsdóttir Alf H. Pedersen barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma, dóttir, systir og tengdamóðir, ELÍSABET ÓLADÓTTIR Suðurgötu 13, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 6. júlí. Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 17. júlí kl. 13.00. Jónas Sigurðsson Arndís Jónasdóttir Brynjar Þór Gestsson Árný Jónasdóttir Jón V. Guðmundsson Óli Hrafn Jónasson Brynjar Jónasson Andri Jónasson Ingibjörg J. Gunnlaugsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA SVANLAUGSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Kársnesbraut 27, Kópavogi, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, föstudaginn 5. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju, mánudaginn 15. júlí kl. 15.00. Jarðsett verður í Akureyrarkirkjugarði miðvikudaginn 17. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Jónas Finnbogason Eyrún Eyþórsdóttir Aðalbjörg J. Finnbogadóttir Bjarni Ingvarsson Svanlaug R. Finnbogadóttir Ómar Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkonan mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR blómaskreytingameistari, sem varð bráðkvödd að heimili sínu 29. júní, verður jarðsungin frá Grafarvogs- kirkju fimmtudaginn 11. júlí kl. 13.00. Eggert Ólafsson Guðrún Eggertsdóttir Jón Viðar Óskarsson Kristín Eggertsdóttir Kjartan Flosason Stella Bára Eggertsdóttir Gunnar Þór Eggertsson Stephenie Lyn Surbey Sigrún Eggertsdóttir Ólöf Dröfn Eggertsdóttir Adam Charles Drennan barnabörn og langömmubörn. Fjölbreytt úrval legsteina Frí áletrun og uppsetning Sjá nánar á granithollin.is sími 555 38 88 Bæjarhrauni 26 (á móti Fjarðarkaupum) Bæjarhrauni 26 - 220 Hafnarfirði www.granithollin.is Sími 555 38 88 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HREFNA EINARSDÓTTIR Hvanneyrarbraut 2, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði föstudaginn 5. júlí sl. Útför hennar verður gerð frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 13. júlí kl. 14.00. Kristrún Sigurbjörnsdóttir Sigrún Friðriksdóttir Jens G. Mikaelsson Kolbrún Friðriksdóttir Hjálmar Jóhannesson Sigurður Friðriksson Stefán Einar Friðriksson Jónbjörg K. Þórhallsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför kærs frænda okkar, JÓNS GESTS SIGURÐSSONAR frá Tungu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga fyrir góða umönnun. Systkinabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.