Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 20
11. júlí 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Sigríður Björg Tómasdóttir, sigridur@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ekki kom ákvörðun forsetans um veiði- gjöldin á óvart. Forsetinn er ekkert ólík- indatól, hann er sjálfum sér samkvæmur um að gera það sem honum sýnist þegar honum sýnist. Blaðamannafundur forsetans kom hins vegar nokkuð á óvart. Hingað til hefur mér fundist forsetinn gæta þess að tala ekki niður til fólksins í landinu, þó hann hafi á stundum talað niður til stjórnvalda og löggjafans. Nú lýsti hann undrun sinni á því að einhverjum hefði dottið í hug að hann mundi ekki staðfesta lögin. Það var ekki nokkur ástæða til að ætla það, samt tók hann á móti þeim sem stóðu að undir- skriftasöfnuninni á Bessastöðum, þó að hann hefði alveg getað látið þá skila undir skriftunum á skrifstofuna. Svona er nú forsetinn alþýðlegur, mátti á honum skilja. Umhugsunarefni Forsetinn er fyrrverandi fjármálaráð- herra, sagð´ann og fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði svo hann veit hvað hann er að gera. Ég er nú ekki alveg viss um að það sé vottorð upp á óskeikulleika að hafa gegnt hvoru tveggja virðulegum embættum, en látum það liggja á milli hluta. Ummæli forsetans við forsvarsmenn undirskriftasöfnunarinnar um að ekki hafi verið hávær mótmæli við lækkun veiðigjaldsins eru mér umhugsunarefni. Í sama anda voru ummælin á blaða- mannafundinum um stuttan ræðutíma um málið í þinginu. Er forsetinn að mæla bót þeirri stjórn- málamenningu sem ríkti hér á síðasta kjörtímabili? Stjórnarandstaðan beitti málþófi í flestum málum, ekki bara í Icesave og stjórnarskrármálinu. Það jók ekki virðingu Alþingis. Í einu orðinu tala forsetinn og ríkjandi stjórnvöld um víðtæka sátt og hinu orð- inu er ekki nógu mikill hamagangur í andmælum. Vissulega breytir veiðigjaldið ekki fiskveiðistjórnunarkerfinu, til þess þarf róttækari aðgerðir. Með veiðileyfagjald- inu fær eigandi auðlindarinnar, þjóðin, þó brot af arðinum af hagnýtingu henn- ar. Um og yfir 70% þjóðarinnar er á móti lækkun veiðigjaldsins og kvótakerfinu eins og það er útfært. Í orðaforða forsetans og hinna nýju valdhafa er „víðtæk sátt“ að 70% þjóðar- innar láti í minni pokann fyrir skoðun- um forsetans og sérhagsmunaafla innan Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Um forsetann og veiðigjaldið SJÁVAR- ÚTVEGSMÁL Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður Ó lafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tók rétta ákvörðun þegar hann ákvað að staðfesta lögin um lækkun veiðigjaldsins. Hann hefði reyndar getað sparað sér krúsidúllurnar í rökstuðningnum og bara sagt sem svo að forseti ætti ekki að grípa fram fyrir hendurnar á réttkjörnu Alþingi. Forsetinn er líka á réttu róli þegar hann hvetur í yfir- lýsingu sinni til þess að Alþingi og ríkisstjórn kappkosti að „ná varanlegri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og arðgreiðslur til þjóðarinnar“. Hann bendir réttilega á að sá fjöldi undir- skrifta sem safnaðist á skömmum tíma vegna laganna um lækkun veiðigjaldsins sýnir að „almenn- ingur hefur ríkan vilja og réttlætiskennd í þessum málum“. Viðbrögð forsvarsmanna stjórnarliðsins í Fréttablaðinu í gær benda til að þeir átti sig á þessu líka. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að í ljósi undirskriftasöfnunarinnar muni ríkisstjórnin leggja enn meira á sig til að ná fram víðtækari sátt í samfélaginu um stjórnun fiskveiða. Ráðherrann segir að til þessa hafi fyrst og fremst verið unnið að sátt við hagsmunaaðila í sjávarútvegi en nú þurfi að taka umræðuna við byggðarlög landsins og ná til sem flestra. „Hluti af því er ekki síst að auka skilning í samfélaginu á því hvernig sjávarútvegurinn virkar og ég hef fulla trú á því að okkur takist að ná fram víðtækari sátt,“ segir Sigurður Ingi. Vonandi fylgir hugur máli hjá ríkisstjórninni. Hún þarf að leggja sig fram í þessari vinnu. En hún er raunar líklegri en síðasta ríkis- stjórn til að skapa sátt um sjávarútveginn. Stjórnarflokkarnir hafa verið útmálaðir sem stjórnmála- armur LÍÚ en þegar betur er að gáð hafa þeir ekki hróflað við grundvallar atriðunum í þeirri nýju skipan sem komst á í tíð fyrri stjórnar. Eins og forsetinn bendir á í yfirlýsingu sinni verður áfram innheimt bæði almennt og sérstakt veiðigjald, samtals um tíu millj- arðar króna. Sömuleiðis eru stjórnarflokkarnir inni á því að gera eigi tímabundna samninga við útgerðina um nýtingarrétt hennar á auðlindinni en ekki úthluta þeim réttindum varanlega. Það eru ekki mörg ár síðan að engum hefði dottið í hug að pólitísk samstaða gæti í raun náðst um þessi grundvallaratriði. Það hefur verið komið mjög rækilega til móts við það réttlætissjónarmið að þjóðin sé eigandi auðlindarinnar og eigi að fá gjald fyrir afnotin af henni. Þáttur í víðtækri sátt um sjávarútveginn er líka að aðrar atvinnugreinar sem nýta takmörkuð gæði í eigu almennings, eins og til dæmis orkuvinnsla, geri sambærilega nýtingarsamninga og greiði sambærilegt gjald fyrir afnotaréttinn. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki þörf fyrir að útmála sjávarútveginn sem pólitískan andstæðing og ættu fyrir vikið að geta aukið skilning á því hvernig sjávarútvegurinn virkar, sem síðasta ríkisstjórn reyndi aldrei. Þótt gjaldtakan sé sjálfsögð má hún ekki ganga svo langt að athafnamenn séu ekki reiðubúnir að taka þá áhættu sem því fylgir að reka sjávarútvegsfyrirtæki. Lögin sem síðasta stjórn setti gengu of langt og komu í raun í veg fyrir arðbæran rekstur margra sjávarútvegsfyrirtækja. Flestir hljóta að skilja að sátt sem þýðir að atvinnugreinin er ekki arðbær er lítils virði. Rétt ákvörðun forsetans um veiðigjaldalög: Sáttin um sjávarútveginn Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Okkar forna trú Grein Ólafs F. Magnússonar um moskubyggingu í Reykjavík, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, vakti talsverða athygli. Deila má um hvort hún var verðskulduð. Í stuttu máli er Ólafur þeirrar skoðunar að ekki eigi að leyfa múslimum að byggja hér mosku. Minni athygli hefur hins vegar verið beint að niðurlagi greinarinnar, sem hefði ef til vill verðskuldað hana enn frekar: „Minnumst þess ávallt að okkar forna trú var á margan hátt heiðarlegri og meira í samræmi við skapgerð og sómatilfinningu okkar en hin innflutta kristna trú er,“ skrifar Ólafur, og bætir við að við eigum að hafa ásatrúna í heiðri og rækta hana sem arfleifð okkar. Það má því kannski segja að það örli á samkvæmni í málflutningi Ólafs. Bönkunum að kenna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tjáði sig um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúða lánasjóð í Morgunútvarpi Rásar 2 í gær. Þar sagði hann að ekki væri hægt að kenna 90 prósenta lánunum sem Framsóknarflokkurinn lofaði fyrir kosningarnar 2003 um vandræði sjóðsins. Fasteigna- bólan hefði orðið til þegar bankarnir komu inn á íbúðamark- aðinn. Gamalt stef Þetta er kunnuglegt stef. Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi forstjóri sjóðsins, talaði á svipuðum nótum í yfirlýsingu í upphafi vikunnar og ef við leitum enn aftar í tíma þá má finna nákvæmlega sömu skýringar hjá þeim stjórnmála- mönnum og starfsmönnum hins opinbera sem bornir voru sökum um slæleg vinnubrögð í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis árið 2010. Þeir gerðu ekkert rangt – þetta var allt bönkunum að kenna. Fljótlega er von á skýrslu rannsóknarnefndar þingsins um sparisjóðina. Við megum væntanlega búast við sömu frösunum eftir útgáfu hennar. stigur@frettabladid.is www.fronkex.is Súkkulaðibitakökur kemur við sögu á hverjum degi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.