Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 10
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 EGYPTALAND, AP Aðalsaksókn- ari Egyptalands fór í gær fram á að Múhamed Badie, leiðtogi Bræðralags múslima, yrði hand- tekinn ásamt níu öðrum for- ystumönnum samtakanna. Þeir eru sakaðir um að hafa hvatt til ofbeldis sem hafi síðan leitt til átakanna í Kaíró á mánudag sem kostuðu meira en fimmtíu manns lífið. Þá hafa meira en 200 manns verið ákærðir vegna blóðbaðsins á mánudag og sakaðir um beina aðild að átökunum. Flestir þeirra eru liðsmenn Bræðralags mús- lima og stuðningsmenn Múha- meds Morsi forseta, sem herinn steypti af stóli í síðustu viku. Enn eru deildar meiningar um upphaf átakanna. Herinn full- yrðir að vopnaðir einstaklingar hafi byrjað að skjóta á herinn, sem var að gæta höfuðstöðva sérsveita í Kaíró. Stuðningsmenn Morsis standa hins vegar fast á því að herinn hafi átt upptökin. Bráðabirgðastjórnin hefur boðað endurskoðun stjórnar- skrárinnar fyrir lok þessa árs og bæði þing- og forsetakosningar snemma á næsta ári. Bræðralag múslima hefur mótmælt þessari ákvörðun og krefst þess að Morsi fái forsetaembættið á ný. - gb Nýja stjórnin herðir aðgerðir gegn Bræðralagi múslima: Badie kennt um blóðbaðið MÚHAMED BADIE Helsti leiðtogi Bræðralags múslima er sakaður um að hvetja til ofbeldis. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hafnaði í gær að mestu kröf- um þrotabús Fons á hendur Pálma Haraldssyni og fleirum. Dómurinn hafnaði meðal annars kröfu þrota- búsins um riftun á 4,2 milljarða arðgreiðslum Fons. Dómur féll í fimm af níu riftunar málum sem þrotabú Fons hefur höfðað. Í einu hafði þrota- búið sigur, og var Fengur, félag Pálma, dæmt til að endurgreiða 25 milljónir króna sem Fons hafði greitt í húsaleigu fyrir Pálma. Óskar Sig- urðsson, skipta- stjór i Fons , segir niðurstöð- una vonbrigði, en nú verði lagst yfir niður- stöðuna áður en ákveðið verði hvort dómunum verði áfrýjað. Langstærsta málið sem niðurstaða fékkst í í gær var krafa um riftun á 4,2 milljarða arðgreiðslum úr Fons til félagsins Matthews Holding. Skiptastjórinn taldi greiðsluna hafa verið ólögmæta vegna ann- marka á ársreikningum Fons. Greiðsluna yrði því að líta á sem gjöf til eigenda Matthews Holding. Dómarinn féllst ekki á þessi rök og taldi stöðu Fons á þeim tíma sem arðgreiðslan var innt af hendi hafa verið sterka, og að árs reikningarnir hefðu ekki verið með slíkum annmörkum að það réttlæti riftun. - bj Riftunarkröfum þrotabús Fons á hendur Pálma Haraldssyni hafnað að mestu: Heldur 4,2 milljarða arðgreiðslu PÁLMI HARALDSSON LURKASU MARIÐ MIKLA ER KOMIÐ Þrjár nýj ar bragð tegundir ! Þú verðu r að próf a HOLLT FALAFEL Prófaðu Falafel úr kjúklingabaunum. Holl og bragðgóð tilbreyting. INNIHALD Kjúklingabaunir (47%), kúrbítur, laukur, jurtaolía, brauðrasp, steinselja, krydd, salt (1,5%). Save the Children á Íslandi ÞÝSKALAND Angela Merkel Þýska- landskanslari kemur Bandaríkja- mönnum til varnar í viðtali við þýska vikuritið Die Zeit, og segir njósnir nauðsynlegar og óhjá- kvæmilegar fyrir öryggi hvers ríkis. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig um víðtæka njósnastarf- semi Bandaríkjanna og fleiri lýð- ræðisríkja, sem nú eru á hvers manns vitorði eftir að Edward Snowden ljóstraði upp um þær. Hún hefur þó þann fyrirvara að enn eigi eftir að koma í ljós hversu víðtækar njósnir Bandaríkja- manna eru. Ör tækniþróun valdi því að sífellt þurfi að endurmeta jafn vægið milli frelsis einstakling- anna og þarfa ríkisins. Sjálf ólst Merkel upp í Austur- Þýskalandi, þar sem leyni- lögreglan Stasi fylgdist grannt með hverri hreyfingu borgaranna. Hún vísar því algerlega á bug að njósnir bandarísku Þjóðaröryggis- stofnunarinnar séu sambærilegar starfsemi Stasi. „Þetta er tvennt algerlega ólíkt og samanburður af þessu tagi hefur ekkert annað í för með sér en að gera lítið úr þeim skaða sem Stasi olli borgurum Austur-Þýska- lands. Í lýðræðisríkjum hefur starf- semi leyniþjónustustofnana alltaf verið ómissandi fyrir öryggi borg- aranna og verður það einnig til framtíðar. Ríki án leyniþjónustu- starfsemi væri of berskjaldað.“ Ýmis Evrópuríki hafa harðlega gagnrýnt víðtækt eftirlitskerfi Bandaríkjanna, sem skráir og geymir ítarlegar upplýsingar um síma- og netsamskipti fólks, ekki aðeins innan heldur einnig utan Bandaríkjanna. François Hollande Frakklands- forseti krafðist þess að Bandaríkin hættu þegar í stað þessu „snuðri“ en ráðamenn í Bandaríkjunum hafa gert lítið úr þessum ásök- unum og segja Evrópuríki stunda sambærilegt eftirlit. gudsteinn@frettabladid.is Merkel ver hleranir Bandaríkjamanna Þýskalandskanslari segir það mikilvæg öryggisatriði að leyniþjónustur hafi heim- ildir til að hlera samskipti fólks. Hún vísar því á bug að njósnir bandarísku Þjóðar- öryggisstofnunarinnar séu sambærilegar njósnum austurþýsku leyniþjónustunnar. ANGELA MERKEL Þýskalands- kanslari hefur dregið að tjá sig um njósna- hneykslið. NORDICPHOTOS/AFP Meirihluti Bandaríkjamanna lítur á Edward Snowden sem uppljóstrara en ekki sem föðurlandssvikara. Fréttavefurinn Bloomberg skýrir frá þessu, og vísar í skoðanakönnun sem gerð var á vegum Quinnipiac-háskólans í Connecticut. 55 prósent aðspurðra segjast líta á Snowden sem uppljóstrara en 34 prósent líta á hann sem svikara. Þar kemur einnig fram að 45 prósent Bandaríkjamanna telja stjórnvöld ganga of langt í að skerða borgaraleg réttindi í tengslum við stríð þeirra gegn hryðjuverkamönnum. Meirihluti segir Snowden uppljóstrara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.