Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 10
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
EGYPTALAND, AP Aðalsaksókn-
ari Egyptalands fór í gær fram
á að Múhamed Badie, leiðtogi
Bræðralags múslima, yrði hand-
tekinn ásamt níu öðrum for-
ystumönnum samtakanna. Þeir
eru sakaðir um að hafa hvatt til
ofbeldis sem hafi síðan leitt til
átakanna í Kaíró á mánudag sem
kostuðu meira en fimmtíu manns
lífið.
Þá hafa meira en 200 manns
verið ákærðir vegna blóðbaðsins
á mánudag og sakaðir um beina
aðild að átökunum. Flestir þeirra
eru liðsmenn Bræðralags mús-
lima og stuðningsmenn Múha-
meds Morsi forseta, sem herinn
steypti af stóli í síðustu viku.
Enn eru deildar meiningar um
upphaf átakanna. Herinn full-
yrðir að vopnaðir einstaklingar
hafi byrjað að skjóta á herinn,
sem var að gæta höfuðstöðva
sérsveita í Kaíró. Stuðningsmenn
Morsis standa hins vegar fast á
því að herinn hafi átt upptökin.
Bráðabirgðastjórnin hefur
boðað endurskoðun stjórnar-
skrárinnar fyrir lok þessa árs og
bæði þing- og forsetakosningar
snemma á næsta ári. Bræðralag
múslima hefur mótmælt þessari
ákvörðun og krefst þess að Morsi
fái forsetaembættið á ný. - gb
Nýja stjórnin herðir aðgerðir gegn Bræðralagi múslima:
Badie kennt um blóðbaðið
MÚHAMED BADIE Helsti leiðtogi
Bræðralags múslima er sakaður um að
hvetja til ofbeldis. NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hafnaði í gær að mestu kröf-
um þrotabús Fons á hendur Pálma
Haraldssyni og fleirum. Dómurinn
hafnaði meðal annars kröfu þrota-
búsins um riftun á 4,2 milljarða
arðgreiðslum Fons.
Dómur féll í fimm af níu
riftunar málum sem þrotabú Fons
hefur höfðað. Í einu hafði þrota-
búið sigur, og var Fengur, félag
Pálma, dæmt til að endurgreiða
25 milljónir króna sem Fons hafði
greitt í húsaleigu fyrir Pálma.
Óskar Sig-
urðsson, skipta-
stjór i Fons ,
segir niðurstöð-
una vonbrigði,
en nú verði
lagst yfir niður-
stöðuna áður en
ákveðið verði
hvort dómunum
verði áfrýjað.
Langstærsta
málið sem niðurstaða fékkst í í
gær var krafa um riftun á 4,2
milljarða arðgreiðslum úr Fons
til félagsins Matthews Holding.
Skiptastjórinn taldi greiðsluna
hafa verið ólögmæta vegna ann-
marka á ársreikningum Fons.
Greiðsluna yrði því að líta á sem
gjöf til eigenda Matthews Holding.
Dómarinn féllst ekki á þessi
rök og taldi stöðu Fons á þeim
tíma sem arðgreiðslan var innt
af hendi hafa verið sterka, og að
árs reikningarnir hefðu ekki verið
með slíkum annmörkum að það
réttlæti riftun. - bj
Riftunarkröfum þrotabús Fons á hendur Pálma Haraldssyni hafnað að mestu:
Heldur 4,2 milljarða arðgreiðslu
PÁLMI
HARALDSSON
LURKASU
MARIÐ
MIKLA ER
KOMIÐ
Þrjár nýj
ar bragð
tegundir
!
Þú verðu
r að próf
a
HOLLT
FALAFEL
Prófaðu Falafel úr kjúklingabaunum.
Holl og bragðgóð tilbreyting.
INNIHALD
Kjúklingabaunir (47%),
kúrbítur, laukur, jurtaolía,
brauðrasp, steinselja,
krydd, salt (1,5%).
Save the Children á Íslandi
ÞÝSKALAND Angela Merkel Þýska-
landskanslari kemur Bandaríkja-
mönnum til varnar í viðtali við
þýska vikuritið Die Zeit, og segir
njósnir nauðsynlegar og óhjá-
kvæmilegar fyrir öryggi hvers
ríkis.
Þetta er í fyrsta sinn sem hún
tjáir sig um víðtæka njósnastarf-
semi Bandaríkjanna og fleiri lýð-
ræðisríkja, sem nú eru á hvers
manns vitorði eftir að Edward
Snowden ljóstraði upp um þær.
Hún hefur þó þann fyrirvara að
enn eigi eftir að koma í ljós hversu
víðtækar njósnir Bandaríkja-
manna eru. Ör tækniþróun valdi
því að sífellt þurfi að endurmeta
jafn vægið milli frelsis einstakling-
anna og þarfa ríkisins.
Sjálf ólst Merkel upp í Austur-
Þýskalandi, þar sem leyni-
lögreglan Stasi fylgdist grannt
með hverri hreyfingu borgaranna.
Hún vísar því algerlega á bug að
njósnir bandarísku Þjóðaröryggis-
stofnunarinnar séu sambærilegar
starfsemi Stasi.
„Þetta er tvennt algerlega ólíkt
og samanburður af þessu tagi
hefur ekkert annað í för með sér
en að gera lítið úr þeim skaða sem
Stasi olli borgurum Austur-Þýska-
lands. Í lýðræðisríkjum hefur starf-
semi leyniþjónustustofnana alltaf
verið ómissandi fyrir öryggi borg-
aranna og verður það einnig til
framtíðar. Ríki án leyniþjónustu-
starfsemi væri of berskjaldað.“
Ýmis Evrópuríki hafa harðlega
gagnrýnt víðtækt eftirlitskerfi
Bandaríkjanna, sem skráir og
geymir ítarlegar upplýsingar um
síma- og netsamskipti fólks, ekki
aðeins innan heldur einnig utan
Bandaríkjanna.
François Hollande Frakklands-
forseti krafðist þess að Bandaríkin
hættu þegar í stað þessu „snuðri“
en ráðamenn í Bandaríkjunum
hafa gert lítið úr þessum ásök-
unum og segja Evrópuríki stunda
sambærilegt eftirlit.
gudsteinn@frettabladid.is
Merkel ver hleranir
Bandaríkjamanna
Þýskalandskanslari segir það mikilvæg öryggisatriði að leyniþjónustur hafi heim-
ildir til að hlera samskipti fólks. Hún vísar því á bug að njósnir bandarísku Þjóðar-
öryggisstofnunarinnar séu sambærilegar njósnum austurþýsku leyniþjónustunnar.
ANGELA
MERKEL
Þýskalands-
kanslari hefur
dregið að tjá
sig um njósna-
hneykslið.
NORDICPHOTOS/AFP
Meirihluti Bandaríkjamanna lítur á Edward Snowden sem uppljóstrara en
ekki sem föðurlandssvikara. Fréttavefurinn Bloomberg skýrir frá þessu,
og vísar í skoðanakönnun sem gerð var á vegum Quinnipiac-háskólans
í Connecticut. 55 prósent aðspurðra segjast líta á Snowden sem
uppljóstrara en 34 prósent líta á hann sem svikara. Þar kemur einnig
fram að 45 prósent Bandaríkjamanna telja stjórnvöld ganga of
langt í að skerða borgaraleg réttindi í tengslum við stríð þeirra gegn
hryðjuverkamönnum.
Meirihluti segir Snowden uppljóstrara