Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 12
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FERÐIR | 12 UPPÁHALDSSTAÐURINN MINN Á ÍSLANDI NESKAUPSTAÐUR Stóra púkamótið 12. til 13. júlí 2013 Knattspyrnumót á Ísafirði fyrir þroskaða leikmenn. Eistnaflug 11. til 13. júlí Rokkmetalhátíð í Neskaupstað. HÁTÍÐIR HELGARINNAR VEÐUR Föstudagur 8-15°C HLÝJAST Á SA- LANDI Vestlæg átt, 5-10 m/s og víða skúraleið- ingar, en þurrt að kalla SA-lands. Allur akstur er bannaður á ýmsum hálendis- leiðum vegna aurbleytu og hættu á skemmdum. Nánari upplýsingar Vegagerdin.is eða í síma 1777. Sæluhelgin Suðureyri 11. til 14. júlí 2013 Hátíð fyrir alla fjöl- skylduna. Bryggjuhátíð á Stokkseyri 12. til 14. júlí 2013 Fjölskylduhátíð. Laugardagur 10-16°C HLÝJAST FYRIR NORÐAUSTAN Sunnan og sðvestan 5-10 m/s og rigning eða súld, en úrkomulítið NA-lands. Sunnudagur 4-13°C KÓLNAR FYRIR NORÐAN Norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum, en annars breytileg átt, 3-8. Rigning víða um land, en úrkomulítið SA-til. Heimild: vedur.is HÁLENDIÐ „Mér þykir ægilega vænt um Norðfjörð og Neskaupstað,“ segir Felix Bergsson leikari. „Bæði náttúrufegurðin og fólkið gera þetta að uppáhaldsstaðnum mínum.“ Neskaupstaður er um 1.500 manna bær við Norðfjörð á Austfjörðum. Bæjarstæðið er merkilegt fyrir þær sakir að það er mjög langt. Bærinn liggur meðfram sjónum og nær upp í hlíðina fyrir ofan. „Það er óskaplega mikil fegurð á fjörðunum, gaman að koma þangað og ganga.“ Felix heldur að margir eigi enn eftir að uppgötva þessa perlu og hvetur fólk til þess að ferðast þangað sem fyrst. „Góða veðrið verður þar þetta sumarið ef það heldur áfram með þessari veðráttu.“ Hann segist hafa myndað tengsl við íbúa á staðnum. „Ég hef farið þangað mikið og skemmt. Þar er mikil gestrisni og velvild.“ Sjávarútvegur, fiskvinnsla og tengd þjónusta er aðalatvinnuvegur íbúa í Neskaupstað enda er þar eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, Síldar- vinnslan hf. Felix stefnir á að heimsækja Norðfjörð fljótt aftur. „Það er á framtíðarplaninu að fara þangað og ganga milli fjarðanna.“ FELIX BERGSSON Fegurð og vinátta á fjörðunum 1. Viðey Í Viðey er margt að sjá og skoða. Þar er farið í göngur um fjörur, tún og stíga. Hesta- og hjóla- leiga er á staðnum, sögu- sýn ingar og mynd lista- verk auk leik svæðis fyrir börnin. 2. Flatey Flatey á Breiðafirði er stærsta Vestureyjan á Breiðafirði og tilheyra henni alls 40 eyjar og hólmar. Í Flatey er hægt að ganga um heilt þorp þar sem svipmót gamla tímans hefur haldist. 3. Vigur Margar af byggingunum í Vigur á Ísafjarðardjúpi voru reistar á 19. öld. Elsta byggingin, vind- mylla, var reist um 1840. Í göngu- ferð um eyjuna fá gestir tækifæri til að skoða þúsundir fugla, t.d. æðarfugl, lunda og teistu. 4. Drangey Drangey er fyrir miðjum Skaga- firði. Hennar er fyrst getið í Grettis sögu en Grettir hafðist þar við seinustu ár sín ásamt Eyjarnar við Ísland Með því að smella á ferjur á Íslandskortinu á vef Vegagerðarinnar, vegagerdin.is, komast ferðalangar að því hvaðan og hvenær þeir komast út í eyjarnar við landið og hversu langan tíma siglingin tekur. Fargjald er einnig gefið upp. 1 3 2 4 5 87 6 bróður sínum Illuga og þrælnum Glaumi. Eyjan hefur stundum verið nefnd „vorbæra Skagfirð- inga“, en þeir sóttu til hennar bæði egg og fugl á hverju vori. 5. Hrísey Þrjár sérmerktar gönguleiðir eru í Hrísey í Eyjafirði með upp- lýsingaskiltum þar sem finna má ýmsan fróðleik. Samfelld byggð hefur verið í Hrísey frá landnáms tíð. 6. Grímsey Grímsey er fræg í hugum ferða- manna fyrir heimskauts bauginn og kemur fólk gjarnan langa leið, til þess eins að stíga norður fyrir baug. Grímsey, sem kölluð hefur verið útvörðurinn í norðri, er í 41 km fjarlægð frá landi. Mynd: Friðþjófur Helgason 7. Papey Papey, sem tilheyrir Djúpavogshreppi, er einn þeirra staða sem talið er að papar hafi búið, en samkvæmt íslensk- um sagnariturum voru papar írskir eða skoskir einsetumenn eða munkar sem settust að í eyjum og útskerjum Atlantshafs- ins. Fugla- og selaskoðun felst í Papeyjarferðum. Mynd: Í eigu Djúpavogs 8. Heimaey Rúmlega þriðjungur Heimaeyjar er óbyggilegur sökum eldfjalla og fjalllendis. Heimaey er eina byggða eyjan í Vestmannaeyja- klasanum, sem saman stendur af 15 eyjum og 30 skerjum og dröngum. 5 2 6 3 7 4 8 1 lÍs en ku ALPARNIR s Trekking (Petrol og Khaki) Kuldaþol -20 Fyrir líkamsstærð 190 eða 175cm Þyngd 190/1 70, kg o g 17 5/1,65 kg Verð kr. 13.995,- Tjaldasalur - verið velkomin Kúlutjöld - fjölskyldutjöld - göngu tjöld Savana Junior (blár og rauður) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 150 cm Þyngd 0,95 kg VERÐ 11.995,- Savana (blár) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 195cm Þyngd 1,45 kg Verð kr. 13.995,- Micra (grænn og blár) Kuldaþol -14°C Fyrir líkamsstærð 195 eða 185cm Þyngd 195/1,0 kg og 185/0,95 kg Verð kr. 16.995,- Stakir stólar kr. 5.995.- Stök borð kr. 5.995.- FAXAFENI 8, 108 REYKJAVÍK SÍMI 534 2727 L A PARNIR@ALPARNIR.IS WWW.ALPARNIR.IS 15.000 til 20.000 kr. afsláttur af hústjöldum + kaupauki borð og stólar í setti að verðmæti 19.995 fylgja með. FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.