Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 50
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 BAKÞANKAR Bergs Ebba Benediktssonar Glamúr og glæsileiki Hasar- og ævintýramyndin Pacifi c Rim var frumsýnd í Los Angeles í myndinni. Það er Sons of Anarchy-leikarinn Charlie Hunnam sem fer með aðalhlutverkið í myndinni en Idris Elba og Rinko Kikuchi fara einnig með stór hlutverk. MYNDARLEGUR Charlie Hun- nam er ein skærasta stjarnan í Hollywood um þessar mundir. Hann leikur aðalhlutverkið í Pacific Rim. TÖFF Í TAUINU Leikarinn Ben Barnes, sem meðal annars lék í The Chronicles of Narnia, tók sig vel út á rauða dreglinum. GULLFAL- LEG LEIK- KONA Rinko Kikuchi var mætt í sínu fínasta pússi á frumsýninguna. HUGGULEG SAMAN Þau Charlie Day og Mary Elizabeth Ellis voru flott. FLOTTUR LEIKSTJÓRI Guillermo del Toro leikstýrir myndinni, en hann var mættur á rauða dregilinn með Lorenzu Newton upp á arminn. Eitt þætti mér gaman að vita. Hversu stórt hlutfall ofbeldisverka er framið á fastandi maga? Án þess að gera lítið úr alvarleika málsins grunar mig að þrátt fyrir marga aðra augljósa áhættuþætti ger- enda, eins og vímuefnanotkun og persónu- leikabrenglanir, séu ofbeldismenn oftast svangir og pirraðir þegar þeir láta til skar- ar skríða. Það þarf ekki vísindi til staðfest- ingar á því hversu mikil áhrif hungur hefur á geðslag fólks. Það tekur nokkrar vikur að deyja úr hungri en bara nokkrar mínútur að missa stjórn á skapi sínu hafi maður ekki neytt matar. Ég tek það skýrt fram að hungur er ekki afsökun fyrir rangri hegð- un en það getur samt verið áhrifavaldur. HUNGUR er undarlegt fyrirbæri. Ef maður hefur ekki borðað í nokkra klukkutíma er maður síður en svo í heilsufarslegri hættu. Samt sendir líkaminn boð sem heilinn túlkar á versta veg. Lundarfarið vanstillist. Maður finnur fyrir pirringi og vanmætti, jafnvel ofsóknaræði, og allt virðist von- laust. Einföld verkefni verða óyfirstíganleg og næmnin fyrir fínleika í samskiptum hverfur. Orð breytast í kurr, kurr breyt- ist í garg og brátt fer sá svangi að berja í borð og annað sem fyrir verður. Lokatil- finning hungursins er svo reiðin. Svangur maður er reiður maður. Ég fullyrði þetta án þess að hika enda eru orðin keimlík. Hungur er skylt angri sem enskumælandi nota fyrir reiði sbr. „angry“, angrið er svo náskylt því að vera svangur. Það er ekki til- viljun að þessi orð bæði hálf- og heilríma. HUNGRAÐ fólk er hættulegt. Ekki bara vegna ofbeldisverka. Hungrað fólk tekur vondar ákvarðanir. Svangur maður í mat- vörubúð kaupir bara kex, flögur og sósur. Sesar treysti ekki Cassíusi því hann leit út fyrir að vera svangur. Kannski eru allar hörmungar heimsins hungri að kenna. Kannski var Ghengis Khan gjarn á að fá blóðsykurfall. Milljónir manna í valnum. Tvær heimsálfur í uppnámi. Svangur maður á hesti alveg snarvitlaus. Kannski eru „hungrið“ og „hrunið“ líka af sömu rót. Kannski var Bjarni Ármannsson hungur- morða að hugsa um maraþonhlaup allan daginn og tók þess vegna hörmulegar ákvarðanir. Kannski. AÐ lokum. Áður en þið dæmið þessi skrif fáránleg og heimskuleg: fáið ykkur djúsglas og tvö harðsoðin egg. Hungur. Angur. Reiði. Afl eiðingar. DAGSKRÁIN ER Á WWW.BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK AKUREYRI EMPIRE H.S.S. - MBL ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS WORLD WAR Z 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 WORLD WAR Z 3D LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 THE HEAT KL. 5.30 -8 -10.30 12 THIS IS THE END KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 THE LONE RANGER KL. 5 - 8 12 WHITE HOUSE DOWN KL. 11 16 EPIC 2D ÍSL.TAL KL. 3.20 L EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 3.20 L THE HEAT KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 THIS IS THE END KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 WHITE HOUSE DOWN KL. 8 - 10.50 16 THE PURGE KL. 10.35 16 THE INTERNSHIP KL. 5.25 - 8 7 EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 5.45 L THE HEAT KL. 5.40 - 8 - 10.10 12 THIS IS THE END KL. 5.40 16 WHITE HOUSE DOWN KL. 8 - 10.10 16 Miðasala á: og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.