Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 62
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50 „Mamma hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í tískunni og virðist alltaf vera á undan straumnum. Yngsta systir mín sem er grafísk- ur hönnuður fékk hugmyndina að blogginu eftir að hafa séð síðu sem heitir What Ali wore og við ákváð- um að byrja á þessu verkefni,“ segir Jóhanna Helga Þorkelsdóttir myndlistarkona, sem ásamt systk- inum sínum, Birnu Bryndísi, Frið- rikku Björk og Guðbrandi Ágústi, setti á laggirnar tískublogg tileink- að móður þeirra Mögnu Fríði Birnir. Bloggið heitir What Magna wore og sýnir myndir af Mögnu klædda upp eins og henni er lagið. Síðan hefur fengið talsverða athygli frá því hún var stofnuð og segir Jóhanna að yfir 300 IP-tölur hafi skoðað hana fyrsta sólar- hringinn. „Við tókum mynd af mömmu í hvert skipti þegar við hittum hana og í fyrstu vissi hún ekkert af þessu verkefni. Þegar hún sá bloggið fannst henni það æðislegt og er núna aðeins farin að spila með og klæða sig sérstaklega upp á þegar hún hittir okkur.“ Jóhanna Helga segir takmarkið að taka 100 myndir og gefa síðan út bók. „Við höfum öll svo gaman af þessu og takmarkið er að þetta endi sem bók. Mamma á heilu skipsfarmana af fötum heima hjá sér þannig að við eigum ekki eftir að verða uppiskroppa með mynd- efni.“ Jóhanna segir að þegar hún og systk- ini hennar voru ung- lingar hafi þeim oft þótt klæðnaður móður þeirra vandræðalegur. „Okkur fannst þetta oft óþægilegt þegar við vorum ungling- ar en núna finnst okkur þetta æðis- legt. Hún hugsar út fyrir kassann og oft sér maður hana í einhverju sem manni finnst alls ekki smart en síðan er það komið í tísku stuttu seinna og maður biður um að fá það lánað hjá henni,“ segir Jóhanna kímin. Magna Fríður er menntaður hjúkrunarfræðingur og starf- aði lengi sem slíkur. Í dag starfar hún sem dáleiðari og rekur hún sína eigin stofu. „Mamma er mikill lista- maður í sér þó að hún starfi ekki sem slík- ur og þetta er henn- ar leið til þessa að fá útrás fyrir sköpunar- kraftinn. Hún er ekk- ert feimin við athygl- ina sem hún fær enda myndi hún ekki klæðast svona fötum ef svo væri.“ Fyrir áhugasama má skoða bloggið á síðunni WhatMagnaWore. tumblr.com/ hannarut@365.is Stofnuðu tískublogg tileinkað mömmu Systkinin setja inn myndir af móður sinni sem fer sínar eigin leiðir í tískunni „Við erum í mjög stóru rými nú þegar en það er svo gríðarlega mikil aðsókn að við ætlum að bæta við okkur nýjum sal sem verður til- búinn í september. Við vitum ekki til að það sé í boði annað „bardaga- gym“ af þessari stærðargráðu í allri Evrópu,“ segir Jón Viðar Arn- þórsson, formaður Mjölnis. Í hverj- um mánuði hefjast ný námskeið í Mjölni og segir Jón Viðar að það séu margir þættir sem spila inn í þenn- an mikla áhuga. „Þetta er ótrúlega skemmtileg hreyfing og svo hefur Gunnar Nelson fengið gott umtal. Nú erum við með um þúsund með- limi og bætum því við mörgum tímum og förum upp í að kenna 85 tíma á viku,“ segir Jón Viðar og bætir við að konur séu duglegar að sækja tíma í víkingaþreki þrátt fyrir að meirihluti meðlima sé karl- menn. Jafnframt segir Jón Viðar að margir útlendingar og ferðamenn séu farnir að sækja æfingar hjá Mjölni og skemmtilegt þyki að sjá viðbrögðin. - mmm Húsnæðið springur utan af Mjölni Bardagaíþróttaklúbburinn Mjölnir er svo vinsæll að stækka þarf húsnæðið til að anna eft irspurninni ÁNÆGÐUR MEÐ EFTIRSPURNINA Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. ➜ Mjölnir hefur verið starfandi í 10 ár. Um 1.000 meðlimir æfa í klúbbnum en boðið er upp á Kick Box, Glímu og Víkingaþrek. „Það hefur gengið vel og fólk virðist mjög hrifið af hugmynd- inni,“ segir myndlistarkonan Helga Birgis dóttir, eða Gegga, sem hannar hálsmenin Smiler. Hálsmenin eru þannig gerð að sá sem þau kaupir getur stung- ið þeim á milli munnvikanna og þar með búið til bros. „Hugmyndin kviknaði þegar ég var við nám í Listaháskóla Íslands um aldamótin. Þá fór ég að vinna mikið í sjálfri mér og skoða mín eigin gildi, og byrjaði svo að hanna þennan grip,“ segir Gegga, sem er lærð ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur og starfar á geðdeild Landspítalans. Hún segir Smiler eigi að fá menn til að hugsa um andleg gildi sem henni finnst vanta í þjóð- félagsumræðuna. Mikið hefur verið fjallað um hrottafengnar sýruárásir gegn konum í Indlandi undanfarna mánuði. Gegga ákvað því að láta hluta af sölunni á Smiler renna til góðgerðar- samtakanna Stop Acid Attacks í takmarkaðan tíma, en samtökin berjast einmitt gegn árásum sem þessum. Fjölmargir Íslend- ingar hafa sýnt hugmyndafræði Smiler áhuga. „Það er virkilega margt gott og kraftmikið fólk í þjóðfélaginu sem vill hreykið telja sig í hópi „Smilera“,“ segir Gegga. Hægt er að skoða háls- menin og hugmyndafræðina inn á vefsíðunni Smiler.is - ka Hálsmenin fá fólk til að brosa Myndlistarkonan Gegga hannar hálsmenin Smiler. Í takmarkaðan tíma rennur ágóði sölunnar á Smiler til samtaka sem berjast gegn sýruárásum gegn konum. „Óreiða á striga og Karitas án titils eru uppáhaldsbækur mínar í dag. Enda er rithöfundurinn fæddur í Hafnarfirði.“ Margrét Gauja Magnúsdóttir, forseti bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar. UPPÁHALDSBÓKIN ALLIR EIGA AÐ BROSA Myndlistarkonan Gegga hannar hálsmenin Smiler. MYND/BJARNEY LÚÐVÍKSDÓTTIR FJÖLSKYLDAN Magna Fríður og Birnir ásamt börnum sínum Friðrikku Björk, Birnu Bryndísi, Jóhönnu Helgu og Guðbrandi Ágústi sem stofnuðu tískublogg til heiðurs henni og gera bók þegar 100 myndum af henni er náð. MYND/ARNÞÓR Mamma á heilu skipsfarmana af fötum heima hjá sér þannig að við eigum ekki eftir að verða uppiskroppa með myndefni. DY NA M O RE YK JA VÍ K 1. SÆTI BÓKSÖLULISTIN N ALLAR BÆKUR 3. - 9. JÚLÍ „Á SKILIÐ AÐ VERÐA SUMAR- SMELLUR!“ ★★★★★ „Stórkostleg saga. Hún grætir og kætir.“ – Kristjana Guðbrandsdóttir, DV „Ekki láta sumarið líða án þess að lesa Maður sem heitir Ove ... í senn hrífandi og fyndin.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Morgunblaðinu „Einfaldlega hrein dásemd“ – Kolbr ún Berg þórsdó ttir, Morgu nblaðin u – Kolbrún Bergþórsdóttir, Mbl. „Feykiskemmtileg “ – FRIÐRIK A BENÓN ÝS, FRÉTTAB LAÐINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.