Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 22
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur verið mikið í umræðunni upp á síð- kastið en hann hefur vald- ið uppnámi um allan heim eftir að hann greindi frá umfangsmiklum njósn- um bandarískra yfirvalda einkum í Evrópu. Menn spyrja sig hvort Snow- den sé hetja eða skúrk- ur? Hann hefur sannar- lega brotið lög og brugðist trúnaði, en hann segist gera það til þess að koma upp um alvarleg brot stjórnvalda á friðhelgi einka- lífsins, mikil vægasta rétti hvers einstaklings. Að kvöldi á síðasta degi Alþing- is greindu Píratar frá því að þeim hefði borist tölvupóstur frá Edward Snowden þar sem hann óskaði eftir því að fá íslenskan ríkisborgararétt. Í kjölfarið ósk- uðu þingmenn Pírata og fleiri eftir að leggja fram lagafrumvarp um ríkisborgararétt til handa Snow- den. Ef þetta hefði verið samþykkt hefði málið farið til nefndar sam- kvæmt þingsköpum og tekið til umræðu í september þegar Alþingi kemur saman á ný. Án fordæma Mikill hiti var í mönnum á Alþingi vegna málsins þetta kvöld. Minnt- ust menn þess þegar Bobby Fischer fékk ríkisborgararétt með samþykki Alþingis árið 2005. Það mál bar að með allt öðrum hætti og var ekki sambærilegt að mínu áliti. Lítið barn sem íslensk hjón höfðu eignast með hjálp staðgöngumóður í Indlandi en var meinað að yfir- gefa Indland fékk íslenskan ríkis- borgararétt árið 2011. Það mál var heldur ekki sambærilegt. Fylgjendur frumvarpsins fyrir Snowden sögðu að nú væri komið að því að Íslendingar sýndu kjark og þor og hættu að bogna í hnjá- liðunum þegar stórveldið Banda- ríkin væru annars vegar. Furðu- legt hvað sumir þingmenn eru hatrammir út í Bandaríkin, sem íslenska þjóðin hefur notið margs góðs af í gegnum tíðina. Þeir sem voru á móti Snowden- frumvarpinu sögðu hins vegar að málsmeðferðin væri afar óvönduð og án fordæma. Atkvæða- greiðsla fór fram og málið var fellt. Ég var ánægð með þá niður- stöðu. Annað hefði verið til þess fallið að senda afar misvísandi skilaboð og skapað enn frekari óvissu um stöðu Snowdens, sem var fastur á flugvelli í Moskvu. Mikilvægi persónuverndar Málið snýst ekki um það að þora ekki að mótmæla framferði banda- rískra yfirvalda, eins og sumir hafa haldið fram. Ekki þarf annað en að lesa virta bandaríska fjöl- miðla til að sjá að stjórnvöld þar í landi sæta harðri og vaxandi gagn- rýni vegna þessa máls. Hins vegar eru margir Bandaríkjamenn þeirr- ar skoðunar að stjórnvöld séu að gera rétt og eru tilbúnir til að færa fórnir á sviði friðhelgi einkalífs til að tryggja öryggi borgaranna. Að mínum dómi er slík þróun afar óskynsamleg og hættuleg lýð- ræðinu. Við Íslendingar verðum að vera raunsæir og horfast í augu við það að við höfum ekkert bolmagn til í að skerast í leikinn í máli af þessari stærðargráðu. Hins vegar er nauðsynlegt að ræða almennt stöðu íslenskra borgara í ljósi Snowden-málsins með áherslu á stjórnarskrárvarinn rétt til frið- helgi einkalífs og meðferð hins opinbera á persónuupplýsingum. Sérhver Íslendingur skilur eftir sig urmul af persónuupplýsingum á hverjum einasta degi, í gegnum farsíma, tölvur og greiðslukort. Í raun og veru er einkalíf fólks í dag eins og opin bók, ef fyllstu varúðar er ekki gætt. Snowden á Alþingi Helgi Magnússon (fram- kvæmdastjóri) skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið laugardag- inn 8. júní þar sem hann finnur fráfarandi ríkis- stjórn allt til foráttu. Tónninn er strax sleg- inn með því að draga þá ályktun að jákvæð- ar umsagnir erlendra matsaðila á endur- reisn íslensks efnahags á síðasta kjörtímabili séu marklausar vegna þess að stjórnin fékk slæma útkomu í alþingiskosningunum í apríl – sem verður að teljast mögnuð röksemdafærsla. Helgi lætur ekki þar við sitja og kvartar sáran undan því að hafa þurft að láta mistök frá- farandi stjórnar yfir sig ganga og er sannfærður um að sagan muni fara hörðum höndum um það vonda fólk sem tók við stjórn landsins eftir hrun – og sem nú reyni að falsa söguna til að fegra eigin ímynd. Þar á eftir fylgir herhvöt til nýrra stjórnvalda um að „taka til óspilltra málanna hratt og markvisst“, sem vekur óneitanlega hugrenningatengsl við ekki svo löngu liðna atburði. Eftir því sem á líður færist Helgi í aukana og minnir þar um margt á krummana á Hrafna- þingi ÍNN sem jafnan magnast upp í aðdáun hver á annars skoð- un eftir því sem á þingið líður. „Ferill síðustu ríkisstjórnar var slys. Nú er björgunarliðið komið á slysstað og þá verður að láta hendur standa fram úr ermum.“ Þar höfum við það. Hér er öllu snúið á hvolf því Helgi virðist engan greinarmun gera á „slysinu“ og „björgunar- leiðangrinum“ vegna slyssins. Því næst er komið að merkilegri upptalningu; lítill hagvöxtur, mikið atvinnuleysi, litlar fjár- festingar, skattpíning, landflótti og illdeilur. Að ógleymdri þeirri ósvífni að láta sér detta í hug að ætla að rukka sjávarútveginn fyrir aðgang að auðlindinni eða að ætlast til að stóriðjan greiði markaðsverð fyrir raforkuna. Sleginn blindu? En getur verið að Helgi sé sleginn blindu vegna andúðar sinnar á fráfarandi stjórn? Lítum á nokkrar fyrirsagnir í Fréttablaðinu og hjá Greiningu Íslandsbanka í apríl og maí: Kaupmáttur eykst; Verðbólga hjaðnar; Krónan styrkist; Dreg- ur úr atvinnuleysi; Staða jafn- réttismála hvergi betri í heim- inum en á Íslandi; Kaupmáttur hefur tekið við sér; OECD telur að aðhald peningastefnunnar og bætt staða krónunnar leiði áfram til lægri verðbólgu og minna atvinnuleysis; Afkoma ríkissjóðs betri en áætlað var; Jákvæð þróun utanríkisviðskipta, óvenju hagstæð byrjun á árinu hvað viðskiptajöfnuð varðar; Könnun Capacent sýnir mikla ferða- gleði, ekki verið fleiri Íslend- ingar á faraldsfæti frá því fyrir hrun; Stórkostlegur árangur í markaðs setningu landsins sem ferðamannastaðar allt árið; Ísland friðsælasta land í heimi. Nýleg tveggja vikna rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var á sömu lund. Í ljósi þess sem á undan fer er ákallið um sáttastjórnmál í loka greinar Helga, sem greinilega er beint til núverandi stjórnar- andstöðu, nánast súrrealískt því hvergi vottar fyrir sátt eða sanngirni í hans málflutningi. Vitað er að stjórnarandstaðan á síðasta kjörtímabili vann kerfis- bundið að því að eyðileggja öll mál þáverandi stjórnar, jafnvel mál sem þjóðin hafði lýst stuðn- ingi sínum við í þjóðaratkvæða- greiðslu. Ekki mikill sáttahugur á ferðinni þar. Reynum að komast upp úr sandkassanum. Engin ríkisstjórn er alvond eða algóð. Látum því stjórnvöld á hverjum tíma nóta sannmælis. Það væri skref í átt að bættri stjórnmálamenningu. Helgi mættur á slysstað Ég heiti Ingibjörg Íris og er 21 árs háskólanemi. Síðastliðin ár hef ég glímt við þunglyndi. Í dag er ég í bata, en leið mín í rétta átt hefur ekki verið ein- föld. Meginástæða þess var sú að ég átti erfitt með að viðurkenna ástand mitt og frestaði því að leita mér hjálpar. Samkvæmt tölum land- læknis þjást 12-15 þúsund manns af þunglyndi á hverjum tíma. Mig grunar sterklega að sú tala sé í raun mun hærri. Þrátt fyrir að vera algengur sjúkdóm- ur mætir þunglyndi miklum for- dómum í okkar samfélagi. Það er löngu sannað að fordómar verða til vegna fáfræði. Það er enginn einn þáttur sem orsakar þung- lyndi og að mínu mati ýtir sú óvissa undir ranghugmyndir. Algengasta ranghugmyndin er ef til vill sú að þunglyndi stafi af leti og aumingjaskap, dugleysi eða ónægum viljastyrk. Þetta gæti ekki verið fjær sannleikan- um. Það er samspil af erfðum, líf- fræðilegum orsökum og sálræn- um þáttum sem ráða því hvort einstaklingur veikist. Afleiðing- ar sjúkdómsins eru hins vegar minni lífsgleði og lítil framtaks- semi. Fólk sem þekkir ekki til aðstæðna gæti túlkað þetta sem leti eða dugleysi. Latur einstaklingur vaknar ekki einn daginn og er allt í einu orðinn þunglyndur. Það velur eng- inn þunglyndi. Fólk einfaldlega veikist rétt eins og með alla aðra sjúkdóma. Þú ert kannski að hugsa með þér að þetta sé ekki algilt og að sumir séu lausir við þessa for- dóma og það er sem betur fer hár- rétt. En ég vil samt biðja þig að velta því fyrir þér hversu oft þú hefur heyrt setninguna: „Nei, því miður, ég kemst ekki, ég á bók- aðan tíma hjá lækni.“ Skiptu svo læknisheimsókninni út fyrir tíma hjá sálfræðingi. Staðreyndin er sú að okkur skortir opinskáa umræðu um þunglyndi sem og aðra geðsjúk- dóma. Skömmin sem margir upp- lifa út frá hugmyndum samfélags- ins leiðir til sjálfsfordóma, sem er ein helsta hindrun bata. Einstak- lingurinn fer sjálfur að trúa því að þetta sé sjálfskapað ástand og óbreytanlegt ástand og leitar sér ekki hjálpar. Samfélagið þarf að sýna aukinn skilning og stuðning. Því það eina sem þarf til að hefja bataferlið er að einstaklingur fái von um að breyting sé möguleg. Bati er möguleiki fyrir alla. Fordómar sem nauð- synlegt er að uppræta STJÓRNMÁL Guðmundur Árnason landvörður/ leiðsögumaður ➜ Vitað er að stjórnar- andstaðan á síðasta kjör- tímabili vann kerfi sbundið að því að eyðileggja öll mál þáverandi stjórnar, jafnvel mál sem þjóðin hafði lýst stuðningi sínum við í þjóðar- atkvæðagreiðslu. SAMFÉLAG Ingibjörg Íris Þorvaldsdóttir háskólanemi ➜ Algengasta rang- hugmyndin er ef til vill sú að þunglyndi stafi af leti og aum- ingjaskap, dugleysi eða ónægum vilja- styrk. Þetta gæti ekki verið fjær sannleik- anum. PERSÓNU- NJÓSNIR Elín Hirst alþingismaður ➜ Við Íslendingar verðum að vera raunsæir og horfast í augu við það að við höfum ekkert bol- magn til í að skerast í leikinn í máli af þess- ari stærðargráðu. Ræktun og notagildi orkujurta á Íslandi Sökum aukinnar losun- ar á koltvísýringi (CO2) hefur hitastig um allan heim breyst mikið með ýmsum ófyrirsjáan- legum afleiðingum hvað varðar veðurfar og sjávar borð sem ósjálf- rátt mun leiða til gríðar- legra áhrifa á efnahags- líf alls heimsins. Ísland er engin undan tekning hvað varðar þessi mál þrátt fyrir að 85% af innlend- um orkugjöfum séu frá endurnýjanlegum orku- gjöfum. Afgangurinn, eða um 15%, er í formi innfluttrar olíu sem að langmestu leyti er nýtt í samgöngur eða fiskiskip. Hér er hægt að gera betur án þess að breyta þurfi uppbyggingu dreifikerfis fyrir olíu né breyta þurfi vélum í bílum eða bátum og þar af leiðandi minnka notk- un á svokölluðum mengandi orkugjöfum eins og jarðefna- eldsneyti. Repjuræktun á Íslandi Undanfarin ár hefur verk- efninu „Umhverfisvænir orku- gjafar“ verið stýrt af Siglinga- stofnun Íslands í forsvari Jóns Bernódussonar verkfræðings en verkefnið er hluti af sam- gönguáætlun stjórnvalda. Verk- efnið hefur falist í samstarfi bænda, Landbúnaðar háskólans, N1 og Siglingastofnunar þar sem markmiðið hefur verið að gera sér grein fyrir hvaða möguleikar eru til staðar inn- anlands varðandi ræktun orku- jurta til framleiðslu á vistvænu eldsneyti fyrir bíla og skip. Við ræktun á einum hektara af repju bindast í jarðveginn um sex tonn af koltvísýringi. Einn hektari gefur um þrjú tonn af hálmi og þrjú tonn af fræjum sem eru pressuð í sérstakri olíupressu. Við olíu pressunina myndast tæp tvö tonn af fóður- mjöli (hrati) og um 1.200 lítrar af repju- olíu. Við brennslu repju- olíu í dísil vél af einum hektara lands losna um þrjú tonn af koltvísýr- ingi út í andrúmsloftið. Því er hægt að segja að kolefnisjöfnunin sé tvöföld. Notkunarmögu- leikar repjuolíunnar eru margir, m.a. er hún ein hollasta matarolía sem fyrir finnst. Einnig hefur hún m.a. verið notuð sem hráefni í nuddolíu- og sápugerð hérlendis. Í dag er Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, í farar- broddi þeirra bænda sem standa í repjurækt. Lang stærstur hluti framleiðslunnar er nýttur í mat- arolíuframleiðslu, enda er Ólaf- ur eini íslenski framleiðandinn á matarolíu sem framleidd er úr íslensku hráefni og markaður því ómettaður og möguleikarnir miklir. Lífdísill í stað jarðdísils Vegna nauðsynjar þess að uppfylla alþjóðlega staðla er varða eiginleika eldsneytis er nauðsynlegt að repjuolían fari í gegnum ferli sem kallast umestrun (transestrification) þar sem útkoman er lífdísill. Lífdísill mun aldrei leysa jarð- dísil af sem fyrsti valkostur sem orkugjafi í samgöngum. Kostir lífdísils fram yfir jarð- dísil er samt sá að hann eykur smurningu dísilvélar, minnkar slit á legum og minnkar losun eiturefna. Orkuinnihaldið er rétt um 9% minna en í hefð- bundinni jarðolíu sem jafnast nánast út þar sem lífdísill er yfirleitt notaður sem íblöndun við hefðbundna olíu í hlutfall- inu 5-7% (B5-B7) í flestum löndum Evrópu. Hérlendis selur N1 dísil blandaðan með lífdísil (B5) á fjórum stöðum á höfuð- borgarsvæðinu. Höldum verkefninu áfram Fyrir tveimur árum vann undir ritaður að verkefni sem tengdist hagkvæmni þess að nota lífdísil (framleiddur úr repjuolíu) á íslensk fiskiskip. Niðurstaða þess verkefnis sýndi að notkun lífdísils væri á marg- an hátt fjárhagslega hagkvæmt fyrir útgerðina. Í dag eru aðstæður jafnvel enn hagkvæm- ari þar sem olíuverð hefur hækkað um 124% á tímabilinu 2007-2012, samkvæmt frétt RÚV um mitt ár 2012. Einnig hefur verð á hrati (fóðurmjöli) hækkað mikið á síðustu tveimur árum sem leiðir til hærri arð- semi við ræktun repjunnar. Eins og staðan er í dag stend- ur Ísland tiltölulega vel miðað við önnur Evrópulönd er varðar aðstæður til repjuræktunar og þar af leiðandi til framleiðslu á lífdísil. Framleiðsla á lífdísil er viðleitni til þess að auka orku- öryggi hérlendis þar sem Ísland er algjörlega háð innfluttri olíu. Með lífdísilframleiðslu sparast gjaldeyrir og lífdísillinn er mun umhverfisvænni en hefð bundin jarðolía. Nýsköpun eykst og fleiri störf verða til. Ræktun orkujurta hérlendis er góð við- bót við þá möguleika sem felast í landbúnaði á Íslandi. ORKUJURTIR Sævar Birgisson MSc í alþjóðaviðskiptum og MSc í orku- vísindum (REYST) frá Háskólanum í Reykjavík ➜ Eins og staðan er í dag stendur Ísland tiltölulega vel miðað við önnur Evrópu lönd er varðar aðstæður til repju ræktunar og þar af leiðandi til fram- leiðslu á lífdísil. Fram- leiðsla á lífdísil er viðleitni til þess að auka orkuöryggi hérlendis þar sem Ísland er algjörlega háð innfl uttri olíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.