Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 33
Aflvélar ehf. er fjölskyldufyrirtæki í eigu feðganna Friðriks Inga Friðriks- sonar og Friðriks Hróbjartssonar. „Aflvélar hefur í fjölmörg ár sérhæft sig í sölu vinnuvéla og aukabúnaðar á vinnuvélar fyrir viðhald þjóðvega og gatnakerfa,“ segir Halldór Kr. Jóns- son framkvæmdastjóri, og bætir við að Aflvélar séu auk þess með stórt og fullkomið eigið verkstæði sem geti tekið við tækjum af öllum stærðum. Aflvélar starfa fyrst og fremst á fyrirtækjamarkaði en meðal viðskiptavina eru ríkisstofnanir, bæjar- félög og verktakar. „Við erum með umboð fyrir nokkur gæðamerki. Til að mynda fyrir ASH, Aebi Schmidt International, sem er stórfyrirtæki í sumar- og vetrartækjum,“ upplýsir Halldór en hundruð tækja frá ASH Aebi Schmidt til snjóruðnings og sumar- starfa eru í notkun á Íslandi í dag. „Við erum einnig með umboð fyrir veghefla frá Veekmas Oy í Finnlandi, ásamt fleiri umboðum á borð við snjótennur og undirtenn- ur frá GMI í Noregi og Monroe í Bandaríkjunum, slitblöðum frá Scana steel í Noregi ásamt efni í sópa og tilbúna bursta fyrir sópbíla,“ segir Halldór. Nýlega tóku Aflvélar við umboði fyrir ruslabíla frá Faun Viatec í Þýskalandi. „En nýjasta umboðið er fyrir fjölnota vinnuvél frá Holder. Þar er á ferðinni tæki sem hefur fjölmarga notkunarmöguleika,“ segir Halldór en með lítilli fyrirhöfn er hægt að tengja tækið við sóp, snjóplóg, snjóblásara, sanddreifara og sláttuvél, svo fátt eitt sé nefnt. „Þetta er tæki sem hentar mjög vel bæjarfélögum og litlum verktökum fyrir öll verkefni sem tengjast daglegri þjónustu bæjar- félags,“ segir hann og býður fólk velkomið í húsnæði Aflvéla að Vestur- hrauni 3 í Garðabæ. Nánari upplýsingar má finna á www.aflvelar.is Allt fyrir viðhald þjóðvega og gatnakerfa Halldór Kr. Jónsson framkvæmdastjóri Aflvéla, Vesturhrauni 3 í Garðabæ. MYND/ARNÞÓR Vélfang ehf. selur og þjón-ustar jafnt nýjar sem notað-ar vélar og tæki fyrir land- búnað, vélaverktaka, f lutninga- fyrirtæki og sveitarfélög. Markmið fyrirtækisins er að veita bestu þjónustu sem völ er á á markaðn- um með þarfir viðskiptavinanna í fyrirrúmi. Sigurjón P. Stefánsson, sölu- stjóri JCB hjá Vélfangi, segir sölu nýrra véla að mestu leyti hafa legið niðri frá hruni, en nú sé aftur að færast líf í markaðinn. „Menn eru að horfa fram á betri tíð, svo framkvæmdir og verkefni eru að fara aftur í gang,“ segir Sigur jón og bætir við að viðskiptavinir séu einstaklingar, fyrir tæki og sveitar- félög. „Við bjóðum upp á allar vinnuvélar. Stórar og smáar gröf- ur, margar stærðir af skotbómu- lyfturum, valtara í mörgum stærðum, allt frá litlum plötu- þjöppum og upp í stóra jarðvegs- og malbiks valtara. Svo býður JCB- fyrirtækið upp á dísilrafstöðvar í mörgum stærðum og útfærslum. Eins er mikið úrval af hjóla- skóflum,“ segir Sigurjón. Helstu söluvörurnar segir Sigur- jón hafa verið traktors gröfurnar frá JCB, skotbómu lyftara, stórar beltagröfur, hjólaskóflur og smá- vélar. Hann segir vöruúrvalið sí- fellt fara vaxandi og nú séu breyt- ingar í gangi hjá JCB. „Á þessu ári er lögð mikil áhersla á þróun í dísil vélum, til að lækka eldsneytis- eyðslu í vélum og draga úr meng- un. Eins er unnið að því að gera umhverfi stjórnandans þægilegra, bæði með innréttingum og með því að draga úr allri hljóðmengun inni í stjórnunarklefanum,“ út- skýrir hann. „Vélarnar eru því að verða ódýrari í rekstri vegna minni eldsneytis eyðslu.“ Vélfang ehf. rekur einnig vara- hlutaþjónustu sem sinnt er á landsvísu. „Við erum með full- komna varahlutaþjónustu fyrir JCB-vélarnar og útvegum allt sem þarf,“ segir Sigurjón. „Við rekum líka eigin verkstæði, bæði í Reykja- vík og á Akureyri.“ JCB-vélarnar eru ódýrari í rekstri Vélfang ehf. er umboðsaðili JCB-vinnuvélanna. Hjá JCB er sífellt unnið að því að auka þægindi notandans og hagkvæmni í rekstri, bæði hvað varðar eldsneytisneyslu, hljóðmengun og almenn þægindi. Sigurjón P. Stefánsson, sölustjóri JCB hjá Vélfangi, segir að líf sé nú að færast í markaðinn á ný eftir hrun og framkvæmdir að fara í gang. MYND/ VALLI KYNNING − AUGLÝSING Vinnuvélar11. JÚLÍ 2013 FIMMTUDAGUR 3 Nú eru liðin 40 ár síðan TD-15 C-Series kom í Svarfaðardal, en það var þann 17. júní árið 1973. „Þetta er jarðýta sem var notuð hjá Ræktunarsambandi Svarf- dæla í mörg ár,“ segir Hallur Steingrímsson hjá Ýtumanninum ehf. „Hún fór svo í eigu annars aðila áður en við keyptum hana, ég og sonur minn.“ Formlegur eigandi vélarinnar er Vélaverk ehf., dótturfélag Dexta orkutæknilausna, í eigu Gauta Hallssonar frá Skáldalæk. Faðir hans, Hallur Steingrímsson hjá Ýtumanninum ehf., leigir vélina til framkvæmda á Hólmsheiði við fangelsisgerð. Hallur segir ekki óvanalegt að vél af þessu tagi endist svo lengi. „Verðum við ekki öll gömul?“ spyr hann og hlær. „Hún var bara gerð upp. Það er hægt að gera alla hluti upp og þá verða þeir eins og nýir. Hún er nýsprautuð með Nallalitnum, gula litnum sem var framleiddur fyrir þessar vélar.“ Vélar af þessu tagi eru enn framleiddar, en undir vörumerkinu Dressta. Ætlunin er að koma vélinni aftur heim í Svarfaðardal. „Ég er Svarfdælingur og ég myndi helst vilja taka hana heim með mér einn daginn,“ segir Hallur brosandi. Allt er fertugum fært Hallur Steingrímsson segir gömlu jarðýtuna alveg eins og nýja. MYND/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.