Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 11.07.2013, Blaðsíða 52
11. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 40 Óskar Ófeigur Jónsson ooj@frettabladid.is Skrifar frá Svíþjóð EM KVENNA 2013 0 DAGAR Í FYRSTA LEIK ÍSLANDS Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er einn af fimm þjálfurum á EM í Svíþjóð 2013 sem voru einnig með lið sitt í Finnlandi fyrir fjórum árum. Hinir eru Kenneth Heiner-Möller (Danmörku), Silvia Neid (Þýskalandi), Hope Powell (Englandi) og Bruno Bini (Frakk- landi). Hope Powell er sú eina í hópnum sem er komin með lið sitt á þriðju úrslitakeppni EM í röð. Sigurður Ragnar í fámennum hópi SPORT BRUGÐIÐ Á LEIK Það var létt yfir leikmönnum íslenska landsliðsins á hótelinu í gær. Hér eru Katrín Ómarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir að fara yfir málin eftir spennandi borðtennisviðureign. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKARÓ FÓTBOLTI Tvö jafntefli litu dags- ins ljós á opnunardegi EM í Sví- þjóð en heimamenn gerðu 1-1 jafntefli við Dani í opnunarleikn- um. Stine Petersen, markvörður Dana, var hetja sinna manna en hún varði tvær vítaspyrnur í síð- ari hálfleik. Ítalía og Finnland gerðu markalaust jafntefli í hinni viður eign dagsins. - esá Varði tvö víti HETJA Samherjar Stine Petersen fagna henni eftir að 1-1 jafntefli gegn Svíum var í höfn í gær. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Þær eru reynslunni ríkari frá því í Finnlandi fyrir fjórum árum og í hefndarhug eftir ósann- gjarnt tap í síðasta leik á móti Noregi. Stelpurnar okkar hefja leik á EM í Svíþjóð í kvöld og nú á spennustigið að vera rétt. Lands- liðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir, markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir og landsliðsþjálfar- inn Sigurður Ragnar Eyjólfsson sjá mikinn mun á íslenska liðinu frá því á fyrsta Evrópumótinu árið 2009. „Það var frábær upplifun að hafa fengið að fara á það mót. Við erum íþróttamenn og við setjum ákveðn- ar kröfur á okkur sjálfar. Við vilj- um fá aðeins meira út úr þessu móti en bara ánægjuna af því að fá að vera með. Við ætlum okkur að fara upp úr riðlinum, það er yfir- lýst markmið okkar og við erum ekkert hræddar við að sýna það og segja,“ segir Margrét Lára Viðars- dóttir. Hún náði ekki að skora á EM í Finnlandi en er nú laus við meiðslin og tilbúin í slaginn. Bara venjulegur fótboltaleikur Katrín Jónsdóttir fyrirliði rifjar upp stressið sem var erfiður and- stæðingur þegar liðið steig sín fyrstu spor á stórmóti. „Við vorum margar svolítið stressaðar fyrir fyrsta leikinn og það var hátt spennustig í liðinu. Það er rosa- lega gott að svona margar í liðinu hafa upplifað þetta áður og geta um leið miðlað þeirri reynslu til hinna. Þótt þetta sé rosalega stórt mót og miklir leikir þá er þetta samt sem áður bara venjulegur fótboltaleikur. Maður má ekki láta það draga orku frá sér heldur nýta alla orkuna í fótboltann inni á vell- inum,“ segir Katrín. Margrét Lára efast ekki um að íslenska liðið sé betra í dag. „Það er rosalega mikill munur. Þá vorum við að koma á okkar fyrsta stórmót og nánast enginn leikmað- ur liðsins hafði reynslu af því að spila erlendis. Núna erum við allar reynslunni ríkari þegar við spilum á þessum háa standard sem er spil- aður erlendis. Ég tel okkur vera með mikið betri leikmenn og betra lið,“ segir hún og bætir við: „Það var svolítið spennufall að komast inn á mótið fyrir fjórum árum en núna finnst mér rosaleg yfirvegun í hópnum. Þetta er bara eins og hver annar landsleikur þó að við séum að fara inn á stórmót á morgun. Gæsahúðin og þjóðarstolt- ið eru alltaf til staðar en þetta er bara eins og hver annar leikur. Það er nefnilega mjög mikilvægt að við höldum spennustiginu réttu,“ sagði Margrét Lára. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson valdi marga leikmenn í hópinn núna sem voru með á EM 2009. „Við höfum þrett- án leikmenn sem voru með í Finn- landi fyrir fjórum árum. Þær hafa reynsluna og það er ekki alveg eins mikið stress hjá þeim,“ segir Sigurður Ragnar og hann viður- kennir að það sé erfiðara að velja byrjunar liðið núna en fyrir fjórum árum. Mun nota fleiri leikmenn „Já, ég held það. Fyrir síðasta mót þá vorum við nánast búnir að velja byrjunarliðið í fyrsta undir- búningsleik á árinu og keyrðum á því liði alla undirbúningsleikina og síðan í mótinu. Þetta er öðru- vísi núna því við munum sjá fleiri leikmenn taka þátt í þessum leikj- um. Ég mun spila á aðeins fleiri leikmönnum því við höfum meiri breidd. Við höfum þróað leik okkar mikið áfram sóknarlega síðan þá. Við spiluðum fyrst og fremst mjög þétta vörn í mótinu síðast og gátum lítið fram á við í því móti,“ segir Sigurður Ragnar. Hefur beðið í fjögur ár Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði strax á sjöundu mínútu í fyrsta leik á EM 2009 en íslensku stelp- unum tókst ekki að bæta við marki þær 263 mínútur sem eftir lifðu af mótinu. „Ég er nánast búin að vera að bíða eftir þessari keppni frá því á síðasta leik á EM 2009. Vonandi náum við að skora meira en eitt mark í þessari keppni. Ég er viss um að við náum að skapa okkur einhver færi. Það er bara að nýta þau,“ sagði Hólmfríður og það er hægt að taka undir þau orð. Fimmtudag 11. júlí kl. 20:00 STJARNAN – FH PEPSI–DEILDIN EINN AF LYKIL LEIKJUM ÁRSINS! ALLIR Á VÖLLINN! Rosalegur munur á liðunum Fyrir fj órum árum fór kvennalandslið Íslands á sitt fyrsta stórmót. Síðan hafa þær margar talað um að þær geti ekki beðið eft ir að fá annað tækifæri. Það kemur í kvöld þegar Ísland mætir Noregi á EM í Svíþjóð. FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari segir það greinilegt á æfingum liðsins að það ætla margar sér að vera í hópi þeirra ellefu sem byrja á móti Noregi í kvöld. „Það er eftir- vænting í hópnum og við sáum það á æfingunni í gær þar sem það var hart barist og vel tekið á því. Þær vilja allar vera í liðinu,“ segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið hefur tapað sex af sjö leikjum ársins og hefur mátt þola meiri gagnrýni en áður. Sigurður Ragnar gerir sér fulla grein fyrir því að liðið hefur valdið mörgum vonbrigðum. „Fólk er farið að gera miklar kröfur til liðsins og hefur kannski ekki mikla þolinmæði fyrir því ef við náum ekki árangri á hverju ári og erum alltaf að bæta okkur. Þetta ár hefur verið eitt skref til baka frá því sem hefur verið undanfarin ár. Við höfum fengið gagnrýni og það er þroskandi ef maður tekur rétt á henni og reynir að gera betur. Það höfum við gert sem hópur og gagnrýni verður maður að svara inni á vellinum,“ segir Sigurður Ragnar. En má líta á þennan leik í kvöld sem úrslitaleik? „Það eru þrír leikir í riðlinum og það getur allt gerst en þetta er gríðarlega mikilvægur leikur. Það að ná að byrja mótið vel og ég tala ekki um að ná í þrjú stig. Þá værum við komin í mjög góða stöðu. Eitt stig væri ekki heimsendir en núll stig væri mjög, mjög slæmt. Þessi leikur er gríðarlega mikilvægur,“ sagði Sigurður Ragnar. - óój Eitt stig væri enginn heimsendir FÓTBOLTI Katrín Jónsdóttir, fyrir- liði íslenska liðsins, er ekki að fara að spila fyrsta leikinn við Noreg á ferlinum. Hún er með það á hreinu hvað íslenska liðið þarf að gera í Kalmar í kvöld. „Við þurfum að koma vel skipulagðar inn í leikinn, sérstaklega í vörn. Það er rosalega mikilvægt að halda markinu okkar hreinu því ég er alveg viss um að við munum fá færi. Stemn- ing og barátta er samt það mikilvægasta,“ segir Katrín og bætir við: „Auðvitað er taktík líka mikil- væg en í svona jöfnum leik eins og þessir leikir við Norðmenn hafa verið, þá hefur það verið dags- formið sem réði úrslitum. Það lið sem vill þetta meira vinnur þenn- an leik,“ sagði Katrín. Ísland og Noregur eru bæði lið sem vilja láta finna fyrir sér inni á vell- inum. „Ég held að það verði alveg rosaleg harka í þessum leik. Við getum alveg verið vinkonur utan vallar en inni á vellinum á morgun (í kvöld) þá verður þetta bara stríð,“ sagði Katrín. - óój Mikil harka í kvöld Katrín Jónsdóttir spáir stríðsástandi í Kalmar. FÓTBOLTI Ísland tapaði 1-2 á móti Noregi þegar liðin mættust síð- ast. Norðmenn voru þá á heima- velli í úrslitaleik um sigurinn í riðlinum. Íslenska liðið spilaði vel í leiknum og átti skilið að fá eitt- hvað út úr honum en tapið þýddi að íslenska liðið þurfti að fara á EM í gegnum umspilið. „Það var svolítið skrítinn leik- ur. Við vorum að spila fínan bolta og mér fannst við betri en Norð- mennirnir í þeim leik. Þær voru klókar, beittu skyndisóknum og notuðu þau svæði sem opnuðust þegar við vorum að sækja. Það er alltaf hættulegt,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoraði mark íslenska liðsins. „Við eigum að þekkja norska liðið og við teljum okkur alveg geta unnið þær. Við teljum okkur vera með betri leikmenn í öllum stöðum en við þurfum bara að sýna það inni á vellinum,“ sagði Margrét Lára full sjálfstrausts. - óój Við erum betri í öllum stöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.