Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 19.08.2013, Qupperneq 4
19. ágúst 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum UTANRÍKISMÁL Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það skýrt af hálfu forystu flokksins að efna skuli til þjóðar- atkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram viðræð- um við Evrópusambandið. „Ég er algjörlega ósammála orðum utanríkisráð- herra,“ segir Ragnheiður um þá skoðun Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, að ekkert sé í hendi um það hvort málið verði lagt í dóm þjóðarinnar að undangenginni úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun sambandsins. Á föstudag sagði Gunnar Bragi í viðtali við fréttastofu Ríkisút- varpsins að ekkert stæði um það í stjórnar sáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að það ætti að boða til þjóðar- atkvæðagreiðslu. Í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær sagði hann jafnframt að hann sæi það ekki fyrir sér að kosið yrði um málið samhliða sveitarstjórn- arkosningum í vor. Þar ítrekaði hann umbúðalaust þá skoðun sína að ekki eigi að kjósa um áframhald aðildar viðræðna. Ragnheiður telur ofsagt að risið sé erfitt deilumál innan stjórnarinnar. Spurð um texta stjórnarsáttmál- ans þar sem vikið er að framhaldinu í Evrópumálum, og hvort hann sé óskýr, segir Ragnheiður ekki svo vera í sínum huga og bætir við að í aðdraganda kosn- inga hafi verið talað um að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin á fyrri hluta kjörtímabilsins. Í viðtölum við Fréttablaðið 24. apríl lýstu oddvitar ríkisstjórnarinnar, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra, yfir þessari skoðun. Þá sagði Bjarni að hluti af stefnu Sjálfstæðisflokksins væri „að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það“. Á þeim tíma játuðu Bjarni og Sigmundur því báðir að það væri engin kjörstaða ef þjóðin samþykkti fram- hald ef Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu stjórn, ef það væri skoðun flokkanna beggja að Íslandi væri betur borgið utan sambandsins. svavar@frettabladid.is Orð utanríkisráðherra þvert á stefnu samstarfsflokksins Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það skýrt að forysta flokksins vilji að efnt verði til þjóðar- atkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Utanríkisráðherra hafnar þeirri leið. RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR SJÁVARÚTVEGUR Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, segir að ekki sé verið að brjóta lög með nýju frum- varpi um úthafsrækjuveiðar. Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ segir að samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða beri ráðherra að úthluta aflamarki í úthafsrækju samkvæmt núgildandi aflahlut- deildum fyrir næsta fiskveiðiár sem hefst 1. september. Annað sé skýrt lögbrot. Sigurður segir að þegar Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- ráðherra, ákvað að gefa veiðarnar á úthafsrækju frjálsar árið 2010 hafi skort á að skera úr um hvernig yrði farið með réttindi þeirra sem fyrir réðu yfir aflahlutdeild í tegundinni, og hins vegar rétti þeirra sem veið- arnar stunduðu undir frjálsa fyrir- komulaginu. „Í ljósi þess að við byggjum okkar sjálfbæru og ábyrgu veiðar upp á aflahlutdeildarkerfi, og þess að veiðar hafa farið langt fram úr ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, er mikilvægt að veiðarnar lúti stjórn á ný,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður segir ráðuneytið hafa aflað sér álits á því hvaða leið- ir væru lagalega færar í þessum efnum. „Niðurstaðan er að hefja vinnu við frumvarp þar sem eldri aflahlutdeildir ráði að 7/10 hlutum en veiðireynsla síðustu þriggja ára að 3/10 hlutum. Með þessu tel ég að litið sé til hagsmuna beggja hópa. Og tel ég það vera í samræmi við niðurstöður lagaálitanna.“ Sigurður tekur sérstaklega fram að um einstakt mál sé að ræða og það sé því ekki fordæmisgefandi. - shá Sjávarútvegsráðherra segir engin lög brotin með nýju frumvarpi um úthafsrækjuveiðar: Nauðsyn að ná aftur stjórn á rækjuveiði SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON ADOLF GUÐMUNDSSON GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON FORMAÐUR BETRI FRAMTÍÐAR Mér finnst mikil- vægt að ríkis- stjórnin skýri hvað hún ætlast fyrir. […] Alþingi er búið að taka afdráttarlausa ákvörðun um að sækja um. […] Nú stendur greinilega til að virða ekki vilja Alþingis – hvað þá? ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON FULLTRÚI VINSTRI GRÆNNA Í UTAN- RÍKISMÁLANEFND Ummæli frá for- manni Sjálf- stæðis- flokksins benda til þess að það sé ágreiningur um málið á milli stjórnarflokkana. Ég tel óumflýjanlegt að ríkis- stjórnin taki málið inn á Alþingi til umfjöllunar. BIRGITTA JÓNSDÓTTIR ÞINGMAÐUR PÍRATA Það blasir við að ríkis- stjórnin óttast vilja þjóðar- innar. En það sem truflar mig við þetta ferli er að þetta er algjör lögleysa. Þingið álykt- aði að sækja um aðild að ESB og enginn aðili annar en þingið sem getur dregið þá ályktun til baka.“ 18.972 innflytj-endur bjuggu á Íslandi árið 2012. Fyrir tíu árum voru þeir aðeins 8.817. „Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambands- ins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til um- fjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildar- viðræðum við Evrópu- sambandið nema að undangenginni þjóðar- atkvæðagreiðslu,“ segir í stjórnarsáttmálanum. ➜Þjóðaratkvæði er forsenda framhalds LÖGREGLUMÁL Brögð eru að því að erlendir glæpamenn reyni að svíkja fé út úr fólki með því að leigja því íbúðir sem ekki eru til. Ríkisútvarpið sagði frá málinu í gærkvöldi. Eins og er kunnugt er eftir- spurn eftir húsnæði mikil á höf- uðborgarsvæðinu, en framboðið lítið. Þetta nýta glæpamenn sér, segir í frétt RÚV. Til þess að auka trúverðug- leika sinn segja þeir að fyrir- tæki á borð við TNT hraðflutn- inga ábyrgist viðskiptin. Héðinn Gunnarsson, forstöðumaður TNT á Íslandi, segir að fjölmörg svona mál hafi komið inn á borð fyrir- tækisins að undanförnu. - shá Margir hafa tapað fé: Reyna fjársvik með leigubraski NOREGUR Norski rithöfundurinn Marit Christensen vinnur nú að því að gefa út bók um móður Anders Behring Breivik, Wenche Behring Brei- vik, og hennar sýn á voðaverk hans sem fram- in voru í júlí árið 2011. Móðir Brei- viks tjáði sig aldrei opinberlega í fjölmiðlum um atburðinn, en nú er komið í ljós að hún átti nán- ast í daglegum samskiptum við Christ ensen. Bókin á að koma út, nú í haust, en frú Breivik dó seint í mars á þessu ári. Nánast eng- inn vissi af því að konurnar tværi ynnu saman að verkefninu en nú hefur bókaforlagið Aschehoug staðfest að bókin komi út og muni bera titilinn „Móðirin“. - nej Bók að koma út í haust: Móðir Breiviks opnar sig MARIT CHRISTENSEN AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ LY K I L R I T SKOTVEIÐIMANNSINS Loksins fáanleg aftur! UPPFÆRÐ 3. ÚTGÁFA Fjallað er um veiðiaðferðir, bráð, siðfræði, lög og reglur Fjöldi skýringarmynda, korta, teikninga og ljósmynda Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Þriðjudagur 6-15 m/s, hvassast vestantil. KAFLASKIPT Það skiptast á skin og skúrir næstu daga. Í dag eru horfur á vætu með köflum í flestum landshlutum, á morgun léttir til sunnan og vestantil og norðantil síðdegis og á miðvikudaginn þykknar upp á nýjan leik SV- og V-til með rigningu. 5° 7 m/s 8° 5 m/s 11° 5 m/s 12° 11 m/s Á morgun 10-15 m/s NA- og A-til, annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 11° 10° 12° 11° 12° Alicante Aþena Basel 30° 32° 29° Berlín Billund Frankfurt 23° 22° 22° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 24° 21° 21° Las Palmas London Mallorca 26° 22° 32° New York Orlando Ósló 27° 31° 22° París San Francisco Stokkhólmur 24° 21° 21° 11° 8 m/s 10° 13 m/s 12° 5 m/s 9° 8 m/s 10° 6 m/s 7° 5 m/s 5° 7 m/s 12° 9° 11° 8° 8° FUNDAÐ UM FRAMHALDIÐ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra átti fund með Štefan Füle stækkunarstjóra ESB í júní. Það kynnti Gunnar vilja nýrrar ríkisstjórnar. MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.