Fréttablaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 34
FRÉTTABLAÐIÐ Hera Hilmarsdóttir. Heilsudrykkir Hildar. Snyrtibuddan. Götutískan og innblástur. Spjörunum úr og Helgarmaturinn.
6 • LÍFIÐ 6. SEPTEMBER 2013
ALDUR 24
STARF Leikkona
HJÚSKAPARSTAÐA
Í sambúð
Eins og svo margar aðrar stúlkur
dreymdi Heru Hilmarsdóttur um
að verða búðarkona, tann læknir
eða tónlistarkona. Í æsku var þó
lagður grunnur að framtíð hennar
þar sem leiklistin var allsráðandi
í lífi hennar frá blautu barnsbeini.
Foreldrar hennar, Þórey Sigþórs-
dóttir og Hilmar Oddsson, starfa
bæði innan leiklistarbransans
en móðir hennar eignaðist hana
í jólafríinu í leiklistarskólanum.
Hera er aðeins 24 ára gömul og er
á hraðri uppleið í bransanum. Hlut-
verkin koma hvert á fætur öðru
en hún er einstaklega hógvær og
segist hafa verið heppin. Eitt er
víst, hvort sem heppnin er með
henni eða ekki þá verður spenn-
andi að fylgjast með Heru fóta sig í
leiklistinni á komandi árum.
Ertu á Íslandi núna í fríi eða
ertu að vinna að einhverju verk-
efni? „Ég er í tökum á kvikmynd-
inni Sumarbörn sem Guðrún
Ragnars dóttir leikstýrir og Ljós-
band ehf. framleiðir, sem saman-
stendur af þeim Önnu Maríu
Karlsdóttur og Hrönn Kristins-
dóttur. Þetta er falleg en dimm
saga og mjög spennandi verkefni.
Þær eru ekki margar myndirnar
þar sem jafn margar konur eru við
stjórnvölinn og því er gaman að
vera partur af svoleiðis verkefni.“
Fór út fyrir þægindahringinn
Þú fórst út til London í leiklistar-
nám í London Academy of Music
and Dramatic Arts. Hvað varð til
þess? „Mig langaði að prófa að búa
í útlöndum og stækka sjóndeildar-
hringinn. Að sjálfsögðu vissi ég
ekki nákvæmlega hvað ég var að
fara út í. Ég valdi erfiðustu leiðina
sem ég sá á þeirri stundu og vildi
kanna hvert það myndi leiða mig.
Foreldrar mínir voru báðir viðloð-
andi leiklistarskólann hér heima
svo mér fannst ég þurfa að fara
mína eigin leið. Þegar ég komst inn
í LAMDA varð ekki aftur snúið. Ég
vissi að orðspor skólans var gott og
vinur minn var þar í námi svo það
var mjög hvetjandi. Maður getur
endalaust fundið ástæður til að
gera ekki hitt og þetta en mín innri
rödd sagði mér að kýla á þetta.“
Þú landaðir strax stóru hlut-
verki í World Without End eftir
námið. Þú sagðir eitt sinn að þú
hefðir verið heppin. Myndir þú
segja það í dag? „Já, algjörlega.
Aftur á móti myndi ég kannski
bæta við að auðvitað skipta milljón
aðrir hlutir máli, en jú, heppni er
bókað einn af þessum milljón.
Ég útskrifaðist í júlí og bauðst
alls konar tækifæri hér heima
en ég ákvað að halda mig úti og
fara strax í prufur þar sem ég var
komin með umboðsmann. Það er
ótrúlega styrkjandi að fá strax
vinnu eftir skólann. Ég fékk hlut-
verkið í miðaldaseríunni World
without End eftir Ken Follet met-
söluhöfund en missti svo af út-
skriftinni í kjölfarið. Ég lék eigin-
konu Peters Firth, sem var í aðal-
hlutverki. Leikstjórinn hafði orð
á því að honum fyndist útlit mitt
henta svo vel inn í þennan tíma.
Hann vissi reyndar ekki að ég var
íslensk þegar hann réði mig en svo
fannst honum það bara æðislegt
því hann er svo hrifinn af Íslandi.“
Leikarar eru kannski ekki allt-
af í fastri vinnu. Þarftu að fara
reglulega í „casting“ fyrir ný verk-
efni? „Já, þetta reynir mikið á
manns innri styrk. Eftir seríuna í
janúar fékk ég örlitla tómleikatil-
finningu og vissi ekkert hvað var
að fara að gerast. Ég er núna að
reyna að nýta þennan tíma sem ég
hef og það krefst mikils sjálfsaga.
Stundum hefur maður þrjá daga
til að undirbúa sig og stundum
bara eitt kvöld. Maður þarf að ná
tökum á alls konar hreim út frá
þeim leiðum sem maður hefur. Oft
er ég bara að redda sjálfri mér
og skoða Youtube. Maður veit
aldrei hvað gerist og því leggur
maður allt sitt í verkefnið því að
það gæti verið starfið sem mann
dreymir um. Svo fer maður að
þekkja betur þá sem sjá um leik-
aravalið og þeir mann, sem gerir
starf þeirra og mitt léttara.“
Aðdáendahópurinn
Hera segir að hún þurfi að venj-
ast athyglinni sem beinist að
Vanessu sem hún leikur í Da
Vinci ś demons- þáttunum því
ýmsir aðdáendaklúbbar, tumblr-
síður og myndbönd hafa komið
upp á yfirborðið, henni til
heiðurs.
Getur þú lýst hlutverki þínu í
nýju þáttaröðinni Da Vinci´s de-
mons? „Ég leik stúlku sem Da
Vinci kynnist í klaustri Sankti
Antons í Flórens og hún verður
eins konar andagyðja hans, situr
fyrir hjá honum og verður ein af
hans bestu vinum. Hún kemur frá
mjög fátæku heimili og var því
tekin frá fjölskyldu sinni og send
í klaustrið sem barn til að eignast
möguleika á betra lífi. Klaustrið
hefur aldrei átt vel við hana og
því umbreytir það gjörsamlega
öllu í hennar heimi þegar hún
kynnist Leonardo og hann frels-
ar hana úr viðjum klaustursins.
Útlitið á karakternum er svo
tekið frá málverkum þess tíma,
svo ég segi ekki of mikið, bæði
blöndu frá Leonardo og Botti-
celli svo dæmi sé nefnt. Fæðing
Venusar spilar þar sterkt inn í og
kemur rauði háraliturinn þaðan.“
Hvaða hlutverk hefur verið
mest gefandi að leika? „Ég held
ég geti ekki valið eitt hlutverk
fram yfir önnur. Mér þykir mjög
vænt um Loga ljósamann úr Fjöl-
skyldusirkusnum sem við sett-
um upp í MH undir leikstjórn
Sigrúnar Sólar Ólafsdóttur. Líka
Dísu úr Veðramótum sem Guðný
Halldórsdóttir leikstýrði. Svo
fékk ég tækifæri til að leika eldri
persónur í LAMDA og held þaðan
mikið upp á Maggie úr Dans-
að á Lughnasa eftir Brian Friel
og Ravneskya úr Kirsuberja-
garðinum eftir Chekhov. Einnig
þykir mér mjög vænt um Eik úr
Vonarstræti, sem Baldvin Z leik-
stýrði og verður frumsýnd núna í
byrjun næsta árs.“
Nektin partur af vinnunni
Hefur þú þurft að vera nakin
í einhverjum hlutverkum eða
vera í mikilli nánd við mótleik-
ara þinn? „Já, það getur náttúru-
lega verið partur af vinnu leik-
ara að koma fram nakinn. Maður
sækist kannski ekki beint eftir
því en stundum hefur það veiga-
mikla þýðingu fyrir söguþráðinn.
Svo fer þetta bara eftir því hvernig
sögu þú ert að segja og hvaða til-
gang nektin hefur. Ég hef hingað
til þurft að fækka fötum í nokkrum
hlutverkum og í öllum tilvikum
var fullgild ástæða fyrir senunum,
þó þær hafi verið ólíkar inn byrðis.
Svo skiptir líka miklu máli að þú
vitir nákvæmlega hvað er verið
Í London tube-inu. Svona viðheldur maður rauða háralitnum. Hera og Tom Riley, sem leikur Da Vinci, á frumsýningu í Bretlandi.
Myndaalbúmið
HERA ÉG HEF VERIÐ HEPPIN
Hera Hilmarsdóttir leikur stórt hlutverk í ævintýra þáttaseríunni Da Vinci´s demons sem fengið hefur mikið lof í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrir að-
eins tveimur árum útskrifaðist hún úr LAMDA-leiklistarskólanum í London. Hera er ekki á heimleið þar sem hún hefur í nógu að snúast og segir tæki-
færin vera til staðar fyrir sig erlendis. Lífi ð ræddi við Heru um leiklistina, búsetuna í London og frægðina sem hún hefur fundið smjörþefi nn af.
Daginn eftir sá ég
að það stóð Keira
Knightley á hurð-
inni og þá var
þetta búningsher-
bergið hennar. Ég
sagði nú reyndar
aldrei frá þessu.