Fréttablaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 6
6. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hver er að opna veitingastaðinn K-bar
á Laugavegi?
2. Hvað heitir safnstjóri Listasafns Ís-
lands?
3. Hvað hefur plata Ásgeirs Trausta, Dýrð
í dauðaþögn, selst í mörgum eintökum?
SVÖR
1. Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður. 2.
Halldór Björn Runólfsson. 3. Um 30 þúsund
einstökum.
Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn.
Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
NÝ OG BE
TRI
HÖNNUN
!
TANNBURSTAR OG
TANNKREM FYRIR
VIÐKVÆM SVÆÐI
VIÐSKIPTI „Björn og hans ágæta
kona, Hafdís, náðu samkomulagi
um að þau fengju fyrirtækið til
baka. Inni í því voru 70 milljónir,
skiptastjórinn tók hins vegar 50
milljónir,“ segir Sigurður G. Guð-
jónsson lögmaður en hann sakar
kollega sína um að maka krókinn
þegar kemur að þrotabúum.
Þrotabússtjóri Þreks höfðaði rift-
unarmál gegn Birni Leifssyni, eig-
anda World Class, sem kom upp í
kjölfar sölu á rekstri líkamsræktar-
stöðvarinnar eftir að eignarhalds-
félagið fór í þrot. Eftir að sam-
komulag náðist var niðurstaðan sú
að Björn leysti félagið aftur til sín.
„Mín tilfinning er sú að það er
verið að höfða helst til mikið af
málum og verið að reyna að búa til
mikið af málum sem eru algjörlega
tilgangslaus og engan pening út úr
þeim að fá, nema að það séu pen-
ingar í búinu. Þá geta menn lifað
sæmilegu lífi á meðan þeir eru með
búin,“ segir Sigurður.
Fréttablaðið hafði samband við
skiptastjórann, Sigurbjörn Þor-
bergsson, og bar undir hann upp-
hæðina. „Ég ætla ekki að tjá mig
um það,“ svaraði hann. -vg
Lögmaður segir skiptastjóra hafa tekið nær allt fé úr út þrotabúi:
Skiptastjórinn tók 50 milljónir
ALÞINGI Höskuldur Þórhallsson,
þingmaður Framsóknarflokksins
og formaður umhverfis- og sam-
göngunefndar Alþingis, hyggst á
haustþingi leggja fram frumvarp
þess efnis að skipulagsvald yfir
Reykjavíkurflugvelli færist frá
Reykjavíkurborg til ríkisins.
„Reykjavíkurflugvöllur er flug-
völlur allra landsmanna og landið
sem hann situr á er jafnt í eigu
Reykjavíkurborgar og íslenska
ríkisins. Það var
tekin ákvörðun
um það á sínum
tíma að skipu-
lagsvald yfir
Keflavíkurflug-
velli yrði hjá
ríkinu, og þar
með Alþingi. Að
sama skapi tel ég
eðlilegt að það sé
Alþingi Íslendinga sem fjallar um
skipulagsmál á Reykjavíkurflug-
velli,“ segir Höskuldur.
Frumvarpssmíðin er langt
komin og að sögn Höskuldar
ætlar hann að kynna það fyrir
þingflokkum stjórnarflokkanna á
næstu dögum. Þar vonast hann til
að afla meðflutningsmanna. „En
ég vonast fyrst og fremst til þess
að málið fái málefnalega og góða
umfjöllun inni á Alþingi og verði
rætt þar í rólegheitum.“
Höskuldur segir að það sé
skýrt í stjórnarskránni að sjálfs-
ákvörðunarvaldið sé hjá sveitarfé-
lögunum nema lög kveði á um
annað. „Þannig að það er hægt
að takmarka þetta vald með laga-
setningu og ég tel að fordæmin
séu mjög skýr.“
Auk Keflavíkurflugvallar
bendir hann á þjóðgarðinn á Þing-
völlum og sömuleiðis frumvarp
sem Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir lagði fram í mars síðast-
liðnum um að skipulagsvald á
alþingisreitnum við Austurvöll
flyttist til þingsins. Það komst þó
aldrei til umræðu.
„Ég set Reykjavíkurflugvöll
undir sama hatt og Keflavíkur-
flugvöll, þjóðgarðinn á Þing-
völlum og alþingisreitinn. Þetta
eru einfaldlega staðir sem snúa
að öllum landsmönnum, hvar sem
þeir búa. Þess vegna er eðlilegt
að það séu kjörnir fulltrúar alls
landsins sem hlutast til um það
hvernig skipulagsmálum er háttað
þar,“ segir Höskuldur Þórhallsson.
stigur@frettabladid.is
Ríkið ráði skipulagi
flugvallarsvæðisins
Stjórnarþingmaður undirbýr frumvarp um að skipulagsvald yfir flugvallar svæðinu
í Reykjavík flytjist frá borginni til ríkisins. Bendir á Keflavíkurflugvöll og Þingvalla-
þjóðgarð sem fordæmi. Kynnir frumvarpið fyrir stjórnarliðum á næstu dögum.
SVÍÞJÓÐ Starfsmenn Hilton-hótels-
ins við Slussen í Stokkhólmi fundu
nýlega hlaðna byssu á einu salerna
hótelsins.
Á vef sænska ríkisútvarpsins er
haft eftir upplýsingafulltrúa lög-
reglunnar að lögreglumaður hafi
gleymt skotvopni sínu.
Að sögn upplýsingafulltrúans
lítur lögreglan málið alvarlegum
augum. Greint var frá því að at-
vikið hafi ekki haft áhrif á öryggis-
gæslu vegna heimsóknar forseta
Bandaríkjanna til Stokkhólms. - ibs
Hilton-hótel í Svíþjóð:
Lögga gleymdi
byssu á salerni
SAMGÖNGUR Flugvélaframleið-
andinn Airbus og flugumferðar-
stjórn Kína hafa skrifað undir
viljayfirlýsingu um samstarf
við að nútímavæða flugum-
ferðarstjórn í Kína og innleiða
nýjustu tækni við flugumferðar-
stjórn.
Samkvæmt tilkynningu Air-
bus verður áhersla lögð á að
bæta flugumferð, auka bæði þol
og skilvirkni, um leið og sjálf-
bærniviðmið séu höfð að leiðar-
ljósi. Eins á að hjálpa til við að
samstilla flugumferðarstjórn í
Kína, bæði fyrir innan- og utan-
landsumferð.
Airbus ProSky, flugumferðar-
stjórnarfyrirtæki Airbus, annast
innleiðingu nýrrar tækni. - óká
Kína semur við Airbus:
Taka höndum
saman um flug-
umferðarstjórn
FINNLAND Petri Juurakko, bæjar-
fulltrúi Sannra Finna í Alavo í
Finnlandi, hefur verið dæmdur
fyrir atkvæðakaup. Er honum
gert að greiða 30 dagsektir upp á
1.350 evrur, jafngildi um 216 þús-
unda íslenskra króna.
Í prófkjöri í fyrrahaust hafði
Juurakko sett límmiða með fram-
boðsmynd af sér og listanúmer á
að minnsta kosti sjö vodka flöskur
og gefið þær, að því er kemur
fram á vef Hufvudstadsbladet.
Ljóst þótti að um ólöglega kosn-
ingabaráttu hefði verið að ræða.
Bæjarfulltrúinn lýsti því hins
vegar yfir að tiltækið með því að
skreyta flöskurnar með mynd og
listanúmeri hefði verið grín. - ibs
Ólögleg kosningabarátta:
Setti mynd af
sér á vínflöskur
UMDEILT SVÆÐI Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið umdeildur. Nú vill
Höskuldur Þórhallsson svipta Reykvíkinga forræði yfir skipulagsmálum á svæðinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
HÖSKULDUR
ÞÓRHALLSSON
VEISTU SVARIÐ?
Mín
tilfinning er
sú að það er
verið að
höfða helst til
mikið af
málum …
Sigurður G. Guðjónsson
Ég set Reykjavíkur-
flugvöll undir sama hatt og
Keflavíkurflugvöll, þjóð-
garðinn á Þingvöllum og
alþingisreitinn. Þetta eru
einfaldlega staðir sem snúa
að öllum lands mönnum,
hvar sem þeir búa.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður
Framsóknarflokksins
BRETLAND, AP Fornleifafræðingar
sem rannsakað hafa leifar Rík-
harðs þriðja Englandskonungs
segja hann hafa þjáðst af völdum
njálgs, þráðorma sem geta orðið
rúmlega þrjátíu sentimetrar að
lengd.
Beinagrind hans fannst í gröf
undir bílastæði í borginni Lei-
cester á síðasta ári. Töluvert af
eggjum þráðorma fannst í jarðveg-
inum við mjaðmir hans, en ekkert
nálægt hauskúpunni og sáralítið í
jarðveginum í kring, sem kannað-
ur var til samanburðar.
Stundum veldur njálgur alvar-
legum skaða á líkamanum en
mannfræðingurinn Piers Mitch-
ell segir að konungurinn hafi lifað
í vellystingum og það hafi verið
heppilegt: „Ríkharður fékk lík-
lega alveg nóg af mat sem hann
gat deilt með ormunum sínum.“
- gb
Beinagrindin rannsökuð:
Ríkharður III
var með njálg
REYKJAVÍKURBORG Kjartan Magn-
ússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, hefur enn lagt fram
fyrirspurn í borgarstjórn um heild-
arkostnað við byggingu Hörpu.
Kjartan segir að svar borgar-
stjóra í janúar við fyrirspurn
Kjartans frá því í september í
fyrra hafi eingöngu sýnt kostnað
frá því verkefnið var yfirtekið árið
2009. Viðhlítandi svör hafi ekki
enn fengist. „Um leið og furðu er
lýst yfir þessari undarlegu töf er
fyrirspurnin nú lögð lögð fram
í þriðja sinn,“ bókaði Kjartan í
borgar stjórn. - gar
Enn spurt í borgarstjórn:
Hvað kostaði að
byggja Hörpu?
KJARTAN MAGNÚSSON Lýsir furðu yfir
undarlegri töf. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI