Fréttablaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 38
KYNNING − AUGLÝSINGBólstrun FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 20134 Pamela Anderson Fyrirsætan og kynbomban Pamela Ander- son sagði eitt sinn í viðtali að það sem róaði hana hvað mest væri að bólstra. „Ég eyði löngum stundum í búðum sem selja gamalt drasl og kaupi léleg hús- gögn. Síðan bólstra ég þau sjálf. Það er eins og góð meðferð.“ John Schneider Schneider er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Bo Duke í þáttunum The Dukes of Haz- ard, sem voru vin sælir á átt- unda og níunda áratugnum. Sem ungur maður vann Schneider hjá föður sínum sem rak fyrir- tæki sem sá um bólstrun í flugvélum og bílum. Hann hefur lagt bólstrunina á hilluna en heldur áfram að safna bílum. Jack White Jack White er þekktastur fyrir að vera söngvari og gítar- isti rokkbandanna The White Stripes og The Raconteurs. Færri vita að áður en tónlistar- ferillinn komst á flug starfaði White við bólstrun húsgagna. Hann starfaði í nokkrum bólstrunarfyrirtækjum í Detroit í Bandaríkjunum og opnaði loks sitt eigið verkstæði, Third Man Upholstery, en þess má geta að White rekur í dag plötu- merki sem heitir Third Man Re- cords. Gaman er að segja frá því að White spilaði eitt sinn í hljómsveit sem kallaðist The Upholsterers, eða bólstrararnir. White dundar sér enn við bólstrun þegar hann hefur tíma. Sigurjón Kristensen, eigandi Bólstur smiðjunnar, hefur víðtæka og langa reynslu af bólstrun sem endurspeglast í verkefnum verkstæðisins. „Við höfum til dæmis sinnt flugvélum talsvert og sjáum um allt viðhald á innanlandsvélum Flugfélags Ís- lands, fyrir Mýflug og fleiri. Þá gerum við einnig við bílsæti, saumum blæjur yfir báta, erum með antík- bólstrun, þjónustum veitingahús og hótel og sinnum allri almennri bólstrunarvinnu,“ upplýsir Sigurjón. Hann bendir á að Bólstursmiðjan bjóði upp á mikið úrval af vönduðu áklæði og leðri. „Við erum til dæmis með sérhæfð og vottuð áklæði fyrir flugvélar.“ Framleiðir íslensk húsgögn Hin síðari ár hefur Bólstursmiðjan sérhæft sig í fram- leiðslu á húsgögnum eftir íslenska hönnuði, auk ný- smíði fyrir hótel og veitingastaði. „Ég er í góðu samstarfi við Reyni Sýrusson hjá Sýrusson hönnunarhúsi, sem er einmitt hér við hlið- ina á okkur í Síðumúlanum,“ upplýsir Sigurjón, sem hefur einnig unnið með öðrum hönnuðum á borð við Pétur Lúthersson og Erlu Sólveigu Óskarsdóttur. Framtíðarsýn Sigurjóns snýst um að Bólstur- smiðjan verði framleiðslufyrirtæki og að sérsmíði verði í minnihluta verkefna. Tveir fastir bólstrarar eru í vinnu hjá Bólstur- smiðjunni. Þegar stór pöntun berst á húsgögnum fær Sigur jón fleiri bólstrara til liðs við sig. „Við erum fimm þegar mest er,“ segir hann glaðlega. Bólstursmiðjan býr til Hangover Bólstursmiðjan í Síðumúla 33 sérhæfir sig í framleiðslu á húsgögnum eftir íslenska hönnuði. Hún tekur einnig að sér flest önnur verkefni sem snúa að bólstrun og er með mikið úrval af vönduðu áklæði sem er vottað. Bólstursmiðjan framleiðir húsgögn úr smiðju húsgagnahönnuð- arins Reynis Sýrussonar. Hér má sjá glænýjan stól úr sófasettalínu sem er afrakstur samstarfsins. Sigurjón Kristensen við vínrekkann Hangover og blaðastandinn Wallpaper. „Þessir munir eru mjög vinsælir og við framleiðum talsvert af þeim,“ segir Sigurjón. Reynir Sýrusson hannaði en Bólstursmiðjan kemur að framleiðslu. MYND/PJETUR Hugmyndaflugi hönnuða eru engin takmörk sett og reglulega ögra þeir hefðbundnum aðferðum og viðteknum venjum. Við tókum saman fjögur dæmi þar sem óhefðbundin bólstrun leikur aðalhlutverk í útliti stóla og sófa. 1Bouquet-stóllinn eftir Tokujin Yoshioka líkist helst blóma-beði, eins og nafnið gefur til kynna. Áklæðið er alsett lausum „rósablöðum“ og hvergi er að sjá sauma né hnappa. 2Antibodi eftir spænska hönnuðinn Patriciu Urquiola er dæmi um óhefðbundna bólstun en bólstrunin er látin móta munstrið á stólnum. 3Doodle-sofa eftir sænska hönnunarteymið FRONT hefur vakið athygli en munstrið í bólstruninni var unnið upp úr teikningum og kroti hönnuðanna þegar þeir sátu fundi. 4The Princess bed frá Moroso er óhefðbundið rúm. Inn-blásturinn kemur rakleitt frá ævintýrinu um prinsessuna á bauninni og er dýnan samsett úr mörgum lögum sem öll eru sérstaklega bólstruð. Óhefðbundnar aðferðir Fræga fólkinu er oft meira til lista lagt en margir gætu haldið. Bólstrun er kannski ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar fólkið hér að neðan er nefnt á nafn. Frægir einstaklingar sem bólstra 2 1 3 4 Með áherslu á eldri húsgögn Bólstrun -Öll almenn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.