Fréttablaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 6. september 2013 | MENNING | 31
ÁSTRALÍA USA KANADA ENGLAND
Á KILROY Live gefst þér
tækifæri á að kynnast 11
mismunandi háskólum
víðsvegar að úr heiminum.
skráðu þig á kilroy.is
VILTU LÆRA ERLENDIS?
Íslenska óperan hefur tryggt sér
sýningarrétt á Ragnheiði, hinni
nýju óperu Gunnars Þórðarsonar
og Friðriks Erlingssonar, sem var
flutt í tónleikaformi í Skálholti
fyrir skemmstu.
Ragnheiður verður vorverk-
efni Íslensku óperunnar 2014. Hún
fer á svið í Eldborg og er stefnt
að frumsýningu 1. mars. Hljóm-
sveitarstjóri verður Petri Sakari
og með titilhlutverkið fer Þóra
Einars dóttir.
Tónleikaflutningurinn í Skál-
holti vakti mikla athygli bæði
almennra áhorfenda og gagn-
rýnenda. Jónas Sen gaf henni til
dæmis fimm stjörnur í Frétta-
blaðinu.
Óperan fjallar um hádramatíska
atburði sem gerðust í Skálholti á
17. öld, um Ragnheiði Brynjólfs-
dóttur biskupsdóttur, ástarsam-
band hennar við lærimeistara
sinn, Daða Halldórsson, og for-
dæmingu föður hennar, Brynjólfs
biskups Sveinssonar, á því sam-
bandi. Ragnheiður var neydd til
þess að sverja eið þess efnis að hún
hefði ekki átt í holdlegu sambandi
við Daða né nokkurn annan mann.
Níu mánuðum eftir eiðtökuna ól
hún svo sveinbarn þeirra Daða og
aldrei verður sannað hvort eiður-
inn var rangur eða réttur. - gun
Ragnheiður í
óperunni í vor
Dagskráin Ásmundur Sveinsson: Meistarahendur heldur
áfram sunnudaginn 8. september í Ásmundarsafni en hún er
haldin í tilefni af því að í ár eru 120 ár frá fæðingu mynd-
höggvarans.
Listfræðingurinn og myndhöfundurinn Guðrún Erla
Geirsdóttir (GERLA) mun fjalla um konur í verkum
Ásmundar. Konan og kvenlíkaminn voru Ásmundi hug leikin,
eins og sjá má í mörgum af hans þekktustu verkum, og iðu-
lega tengir hann kvenlíkamann við túlkun sína á náttúrunni.
Í verkum hans má sjá mikla virðingu fyrir konunni, móður-
hlutverkinu og því sem á hans tíma voru hefðbundin kvenna-
störf.
Dagskráin hefst klukkan 15. Aðgangur er kr. 1.200 og
gildir aðgöngumiðinn einnig samdægurs í Hafnarhús og á
Kjarvalsstaði. Frítt er fyrir handhafa Menningarkorta.
Kvenlíkaminn og náttúran
GERLA fj allar á sunnudag um konur í verkum Ásmundar Sveinssonar í Ásmundarsafni.
KVEN-
SKÖRUNGUR
Stytta
Ás mundar af
Guðríði Þor-
bjarn ardóttur.
LYKILFÓLK Þóra Einarsdóttir, Friðrik
Erlingsson og Gunnar Þórðarson.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Evrópska kvikmyndahátíðin verður
haldin í annað sinn í Bíói Paradís
dagana 19. til 29. september. Hátíð-
inni er ætlað að gefa þverskurð af
því besta sem álfan hefur upp á
að bjóða innan kvikmynda gerðar.
Boðið verður upp á tólf nýjar og
nýlegar myndir frá Evrópu, auk
eldri mynda í leikstjórn Agniezsku
Holland, sem er heiðursgestur
hátíðarinnar.
Þann 19. september verður öllum
boðið frítt í bíó og að sýningum
loknum verður efnt til fjörugra blá-
gresistónleika.
Bíó og blágresi
Agniezska Holland heiðursgestur í Bíói Paradís.
HEIÐURSGESTUR Agniezska Holland er
einn virtasti kvikmyndaleikstjóri Evrópu.
Sýningin Gott báðum megin
verður opnuð í dag klukkan þrjú
í sýningarsal myndlistar deildar
Listaháskólans, Kubbnum, að
Laugarnesvegi 91.
Sýnendur eru átta nemendur
Listaháskólans úr ýmsum deildum,
sem eiga það sameiginlegt að
hafa dvalið erlendis vegna skipti-
náms eða starfsnáms á síðustu
önn. Verkin eru innblásin af þeirri
reynslu og eru unnin í ýmsa miðla.
Sýningin er opin alla virka daga
frá kl. 9 til 16 og stendur til föstu-
dagsins 13. september.
Gott báðum
megin
EITT VERKANNA Sýnendur eru átta
talsins og hafa miklu að miðla.