Fréttablaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 6. september 2013 | MENNING | 31 ÁSTRALÍA USA KANADA ENGLAND Á KILROY Live gefst þér tækifæri á að kynnast 11 mismunandi háskólum víðsvegar að úr heiminum. skráðu þig á kilroy.is VILTU LÆRA ERLENDIS? Íslenska óperan hefur tryggt sér sýningarrétt á Ragnheiði, hinni nýju óperu Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar, sem var flutt í tónleikaformi í Skálholti fyrir skemmstu. Ragnheiður verður vorverk- efni Íslensku óperunnar 2014. Hún fer á svið í Eldborg og er stefnt að frumsýningu 1. mars. Hljóm- sveitarstjóri verður Petri Sakari og með titilhlutverkið fer Þóra Einars dóttir. Tónleikaflutningurinn í Skál- holti vakti mikla athygli bæði almennra áhorfenda og gagn- rýnenda. Jónas Sen gaf henni til dæmis fimm stjörnur í Frétta- blaðinu. Óperan fjallar um hádramatíska atburði sem gerðust í Skálholti á 17. öld, um Ragnheiði Brynjólfs- dóttur biskupsdóttur, ástarsam- band hennar við lærimeistara sinn, Daða Halldórsson, og for- dæmingu föður hennar, Brynjólfs biskups Sveinssonar, á því sam- bandi. Ragnheiður var neydd til þess að sverja eið þess efnis að hún hefði ekki átt í holdlegu sambandi við Daða né nokkurn annan mann. Níu mánuðum eftir eiðtökuna ól hún svo sveinbarn þeirra Daða og aldrei verður sannað hvort eiður- inn var rangur eða réttur. - gun Ragnheiður í óperunni í vor Dagskráin Ásmundur Sveinsson: Meistarahendur heldur áfram sunnudaginn 8. september í Ásmundarsafni en hún er haldin í tilefni af því að í ár eru 120 ár frá fæðingu mynd- höggvarans. Listfræðingurinn og myndhöfundurinn Guðrún Erla Geirsdóttir (GERLA) mun fjalla um konur í verkum Ásmundar. Konan og kvenlíkaminn voru Ásmundi hug leikin, eins og sjá má í mörgum af hans þekktustu verkum, og iðu- lega tengir hann kvenlíkamann við túlkun sína á náttúrunni. Í verkum hans má sjá mikla virðingu fyrir konunni, móður- hlutverkinu og því sem á hans tíma voru hefðbundin kvenna- störf. Dagskráin hefst klukkan 15. Aðgangur er kr. 1.200 og gildir aðgöngumiðinn einnig samdægurs í Hafnarhús og á Kjarvalsstaði. Frítt er fyrir handhafa Menningarkorta. Kvenlíkaminn og náttúran GERLA fj allar á sunnudag um konur í verkum Ásmundar Sveinssonar í Ásmundarsafni. KVEN- SKÖRUNGUR Stytta Ás mundar af Guðríði Þor- bjarn ardóttur. LYKILFÓLK Þóra Einarsdóttir, Friðrik Erlingsson og Gunnar Þórðarson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Evrópska kvikmyndahátíðin verður haldin í annað sinn í Bíói Paradís dagana 19. til 29. september. Hátíð- inni er ætlað að gefa þverskurð af því besta sem álfan hefur upp á að bjóða innan kvikmynda gerðar. Boðið verður upp á tólf nýjar og nýlegar myndir frá Evrópu, auk eldri mynda í leikstjórn Agniezsku Holland, sem er heiðursgestur hátíðarinnar. Þann 19. september verður öllum boðið frítt í bíó og að sýningum loknum verður efnt til fjörugra blá- gresistónleika. Bíó og blágresi Agniezska Holland heiðursgestur í Bíói Paradís. HEIÐURSGESTUR Agniezska Holland er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri Evrópu. Sýningin Gott báðum megin verður opnuð í dag klukkan þrjú í sýningarsal myndlistar deildar Listaháskólans, Kubbnum, að Laugarnesvegi 91. Sýnendur eru átta nemendur Listaháskólans úr ýmsum deildum, sem eiga það sameiginlegt að hafa dvalið erlendis vegna skipti- náms eða starfsnáms á síðustu önn. Verkin eru innblásin af þeirri reynslu og eru unnin í ýmsa miðla. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9 til 16 og stendur til föstu- dagsins 13. september. Gott báðum megin EITT VERKANNA Sýnendur eru átta talsins og hafa miklu að miðla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.