Fréttablaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 8
6. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn NOREGUR Allt stefnir í að vinstri stjórn Jens Stoltenbergs missi þing- meirihluta í kosningum á mánudag. Hægri flokkunum fjórum er spáð ríflega 55 prósentum atkvæða, en „rauðgrænu“ flokkunum þremur er spáð innan við 40 prósentum. Hinn umdeildi Framfara flokkur, sem aldrei hefur náð að komast í ríkisstjórn þrátt fyrir vinsældir meðal kjósenda, virðist nú í fyrsta sinn eiga góða möguleika á þátttöku í stjórn með hægri flokkunum. Framfaraflokkurinn var lengi helst þekktur fyrir stóryrtar yfir- lýsingar Carls I. Hagen, þáver- andi leiðtoga flokksins, sem óspart reyndi að veiða atkvæði út á ótta almennings við útlendinga og glæpi. Siv Jensen, sem tók við for- mennsku í flokknum árið 2006, hefur reynt að breyta ímynd flokks- ins og leggur áherslu á hefðbundna frjálshyggjustefnu, sem gengur út á að draga úr umsvifum ríkisins og efla frelsi einstaklingsins. Þetta hefur borið þann árangur að Erna Solberg, leiðtogi Hægri- flokksins, hefur nú ekkert lengur að athuga við samstarf við Fram- faraflokkinn. Stoltenberg, sem er formaður Verkamannaflokksins, varar hins vegar eindregið við miklum sam- drætti í ríkisútgjöldum og hefur enn ekki gefið upp vonina um að vera áfram í stjórn, jafnvel þótt það verði minnihlutastjórn. gudsteinn@frettabladid.is Hægri flokkunum er spáð stórsigri Rauðgræna stjórnin í Noregi hangir á bláþræði. Þingkosningar verða á mánudaginn og allt bendir til þess að þá missi stjórn Jens Stolten- berg meirihluta sinn. Erna Solberg verður líklega næsti forsætisráðherra. Hinn umdeildi Framfaraflokkur gæti verið á leið í ríkisstjórn. Nokkuð uppnám varð í Noregi í gær þegar Carl I. Hagen, fyrrverandi formaður Framfaraflokksins, tjáði sig óvænt á Facebook-síðu sinni og sagði stjórn Stoltenbergs bera ábyrgð á morði á rúmlega tvítugri stúlku. Hann eyddi færslunni stuttu síðar eftir hörð viðbrögð og athugasemdir, meðal annars frá félögum í Framfaraflokknum. Hann sagðist fallast á að færslan hefði verið dálítið harkalega orðuð, en að hann stæði samt enn við meginatriðið, sem væri að vægar refsingar og langar biðraðir eftir fangelsisplássi byðu heim hættunni á að dæmdir afbrotamenn sem ganga lausir fremdu alvarlega glæpi. Hagen sýnir gamalkunna takta Fylgi norsku flokkanna í skoðanakönnunum JENS STOLTEN- BERG Verkamanna- flokknum hefur verið spáð um eða innan við 30 pró- sentum atkvæða, sem hefði í för með sér að stjórnarflokk- arnir misstu meiri- hlutann. ERNA SOLBERG Leiðtogi Hægri- flokksins þykir eiga góða möguleika á að verða næsti forsætisráðherra Noregs. SIV JENSEN Tók við formennsku af Carl I. Hagen fyrir tæpum áratug og hefur reynt að losa flokkinn við ímynd lýðskrums og útlendingahaturs. ➜ Hægri flokkunum er spáð ríflega 55 prósentum atkvæða, en „rauðgrænu“ flokkunum er spáð innan við 40 prósentum. FERÐAÞJÓNUSTA „Aðsóknin er til marks um að ferðamannatíma- bilið er að lengjast, sem er afar jákvæð þróun ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Magnea Guð- mundsdóttir, kynningarfulltrúi Bláa lónsins, þar sem tekið var á móti um tvö þúsund gestum í gær. Magnea segir að á góðum degi um hásumar komi mest um þrjú þúsund manns í Bláa lónið. Í gær hafi verið gestir af skemmti- ferðaskipunum Caribbean Prin- cess og Adventure of the Seas, auk annars hóps sem átti bókað. Svipaður fjöldi hafi mætt á einum degi í Bláa lónið í septem- ber í fyrra. Allt árið 2012 voru gestirnir 585 þúsund. Að sögn Magneu gekk allt vel fyrir sig þrátt fyrir mannfjöld- ann sem fyllti alla ganga. „Nokkrir gestir áttu ekki von á að þurfa að bíða. En starfs- fólk okkar gerir sitt besta til að gestum líði vel og var þeim sem þurftu að bíða sem lengst, það er í um klukkustund, boðið upp á ís og kaffi,“ segir Magnea. - gar Mikill straumur frá skemmtiferðarskipum í gær: Örtröð í Bláa lóninu Í BLÁA LÓNINU Gestir voru ekki að flýta sér í blíðviðrinu í Bláa lóninu í gær. MYND/ATLI KRISTJÁNSSON NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Þinglýstum kaupsamn- ingum um fasteignir á höfuð- borgar svæðinu fækkaði um 14,8 prósent milli mánaða í ágúst og velta minnkaði um 24,3 prósent. Miðað við ágúst í fyrra fjölgaði þeim hins vegar um 9,4 prósent og velta jókst um 16,9 prósent. Á vef Þjóðskrár kemur fram að í ágúst hafi kaupsamningar verið 476 talsins. „Heildarvelta nam 14,7 milljörðum króna og meðalupp- hæð á hvern kaupsamning var 30,9 milljónir króna.“ - óká Samdráttur milli mánaða: Færri keyptu eignir en í júlí DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Ingvar Dór Birgisson, 28 ára, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli unglingsstúlku í apríl árið 2010. Ingvar kynntist stúlkunni á samskipta- miðlum og þau mæltu sér mót í kjölfarið í fleira en eitt sinn. Í eitt skiptið áreitti hann hana kynferðislega með því að kyssa hana, strjúka líkama hennar innanklæða og leita eftir kynferðislegu samneyti við hana. Í seinni skiptið þröngvaði hann henni til samræðis og hætti ekki þrátt fyrir að stúlkan bæði hann ítrekað um það og segði honum að hann væri að meiða hana. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Ingvar hafi ekki sætt refsingu áður. „Brot ákærða eru alvarleg. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að hann braut gegn mjög ungri stúlku, á viðkvæmu þroskaskeiði hennar.“ Hann eigi sér engar málsbætur. - sh Ingvar Dór Birgisson dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur: Nauðgaði fjórtán ára gamalli stúlku Eftir þingfestingu málsins síðasta sumar fór Ingvar af landi brott og til Cayman-eyja, að því er segir í dómnum. Hann kom jafnframt þeim boðum áleiðis til dómsins að hann væri ekki á leið til landsins í bráð. Gefin var út handtöku- skipun á hendur honum í október í fyrra. Hann mætti svo í dóminn 10. júní síðastliðinn. Þetta bættist við tafir á málinu í meðförum lögreglu. Stakk af til Cayman-eyja ➜ Rauðgræna ríkisstjórnin VERKAMANNAFLOKKURINN Leiðtogi: Jens Stoltenberg MIÐFLOKKURINN Leiðtogi: Liv Signe Navarsete SÓSÍALÍSKI VINSTRIFL. Leiðtogi: Audun Lysbakken í síðustu þingkosningum í síðustu þingkosningum spáð nú spáð nú 35,4% 6,2% 6,2% 28- 29% 4% 5% Rauðgræna ríkisstjórnin hefur verið við völd síðan 2005 en Miðflokkurinn hefur áður setið í miðjustjórnum með Kristilega þjóðarflokknum og Venstre. FRAMFARAFLOKKURINN Leiðtogi: Siv Jensen HÆGRIFL. VENSTRE Leiðtogi: Trine Skei Grande HÆGRIFLOKKURINN HØJRE Leiðtogi: Erna Solberg KRISTILEGI ÞJÓÐARFL. Leiðtogi: Knut Arild Hareide 5,5% 5% 22,9% 3,9% 17,2% 15- 16% 5% 30%➜ Borgaraleguflokkarnir HÉRAÐSDÓMUR Ingvar Dór Birgisson var í gær dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.