Fréttablaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 22
6. september 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Að undanförnu hafa stjórnarliðar fært fyrir því kostuleg rök að auð- legðarskattur hljóti nú að leggjast af. Þeir telja að sökum þess að laga- ákvæði þar um hafi ekki ótímabundið gildi verði skatturinn að hverfa. Ekki er nú hátt risið á sl íkum málf lutningi þegar betur er að gáð. Nægur tími er til stefnu út þetta ár að gera fullnægjandi ráðstafanir hvað tekjuöflun á þessum forsendum eins og öðrum varðar, samhliða afgreiðslu fjár- laga fyrir árið 2014. Ekki hef ég heldur frétt af því að nýja rík- isstjórn skorti þingstyrk til að koma þeim málum fram sem hún vill og tengjast hag ríkisins. Vilj- inn til þess er allt annað mál og hann virðist skorta í þessu tilviki. Annaðhvort vilja menn eða vilja ekki framlengja það fyrirkomu- lag að nokkur þúsund efnuðustu einstaklingar og fjölskyldur sam- félagsins leggi lítils háttar auka- lega af mörkum á þessum erfiðu tímum og í samræmi við auð sinn. Ekki skorti þingstyrk þegar stjórnin kom þeim til hjálpar sl. vor sem hún augljóslega mat í mestri þörf fyrir íviln- andi ráðstafanir, sem eins og kunnugt er voru sjáv- arútvegurinn og ferða- þjónustan. Eins má spyrja hvort til standi að beita sömu röksemdum víðar og þannig t.d. ekki upp- færa til verðlags ýmsa tekjupósta bundna föst- um krónutölum í lögum til árs í senn? Vonandi ekki og þar með hrynur málsvörnin. Ríkisstjórnin mun væntanlega leggja til við Alþingi í ráðstöfunarfrumvörpum eða í bandormi margs konar upp- færslur til verðlags, framleng- ingu ráðstafana með tímabundið gildi o.s.frv. Ábyrgðin á slíkum ráðstöfunum og meðferð ríkis- fjármála í heild liggur hjá sitjandi ríkisstjórn og meirihluta hennar hverju sinni og hvergi annars staðar. Margs konar ráðstafanir með tímabundið gildi Auðlegðarskattar, stóreigna- eða eignaskattar eru vel þekkt fyrir- bæri að gömlu og nýju. Skattand- lagið er auður, þ.e. yfirleitt hrein- ar eignir fólks umfram skuldir, samkvæmt nánari skilgreiningu. Hér var valin sú leið að taka upp raunverulegan auðlegðar- eða stóreignaskatt þar sem einungis yrði greitt af hreinni eign ofan við tiltölulega há fjárhæðarmörk á íslenskan mælikvarða, enda greiðendurnir aðeins nokkur þúsund auðugustu einstakling- ar og fjölskyldur landsins eins og áður sagði. Tiltölulega hlið- stæður skattur er við lýði í Nor- egi svo dæmi sé tekið og nefnist þar „formue“-skattur. Í mörgum öðrum löndum þar sem glímt hefur verið við efnahagserfið- leika hafa menn að undanförnu ýmist tekið upp einhverjar hlið- stæður eða áforma að gera það. Auðlegðarskatturinn var inn- leiddur sem liður í fjölþættum og viðamiklum aðgerðum til að forða ríkissjóði Íslands frá gjaldþroti. Mjög margar þessara ráðstafana voru, a.m.k. í fyrstu, innleiddar til eins eða nokkurra ára í senn. Gilti það bæði um tekjuöflunaraðgerð- ir, sparnaðarráðstafanir og íviln- andi eða hvetjandi ráðstafanir. Má í þeim hópi nefna; kolefnisgjald (sem seinna var gert ótímabund- ið), auðlindagjald á orku, fjár- sýsluskatt á fjármálaþjónustu, 100% endurgreiðslu virðisauka- skatts vegna viðhalds og endur- bóta á íbúðarhúsnæði og húsnæði sveitarfélaga („allir vinna“ átak- ið), heimild til úttektar séreigna- sparnaðar, minni frádráttarbærni vegna inngreiðslna í séreignar- sjóði og þannig mætti áfram telja. Ýmsar ástæður voru fyrir þessu. Sumar voru nýmæli og því líklegt að einhverjar breytingar kynnu að vera gerðar samhliða fram- lengingu. Stundum var verið að innleiða breytingar í áföngum. Í öðrum tilvikum þótti með tíma- bundnu gildi ástæða til að und- irstrika að viðkomandi ráðstöf- unum væri ekki endilega ætlað að standa óbreyttum að eilífu og allt þetta auðvitað háð framvindu efnahags- og ríkisfjármálanna. Afnám auðlegðarskatts = 8 til 9 milljarða niðurskurður? Aðalatriði málsins er þó að allar þessar víðtæku aðgerðir voru og eru hluti af áætlun í ríkisfjár- málum til meðallangs tíma. Fyrst áætlun í ríkisfjármálum 2009- 2013, svo 2012-2015 (Herðubreið) og loks 2013-2016 (Keilir). Í þess- um áætlunum eða ritum, sem og í greinargerðum með fjárlagafrum- vörpum og víðar, hefur alltaf verið gerð grein fyrir því að viðkomandi ráðstafanir séu hluti af forsendum ríkisfjármálaáætlunarinnar. Með öðrum orðum, taki þær breyting- um til lækkunar eða hverfi, þurfa aðrar jafngildar ráðstafanir að koma til á móti svo forsendur áætl- unarinnar haldi. Það er undan þessum veruleika sem núverandi ríkisstjórn kemst ekki með útúrsnúningum. Ef mikil- vægur tekjupóstur eins og auðlegð- arskatturinn hverfur á einu bretti, tekjur upp á átta til níu milljarða króna, er stórt skarð höggvið í ríkisfjármálaáætlun næstu ára í viðbót við það sem fór fyrir borð í vor. Með því að breyta einu ein- asta ártali í lögum um tekju- og eignaskatt má framlengja auð- legðarskattinn til eins eða fleiri ára í senn. Ef stjórnarmeirihlut- inn ræður ekki við það tæknilega má vera honum innan handar. Pólitíska ábyrgðin er meirihlutans hvernig sem fer. En hér er fyrst og fremst lýst eftir ábyrgð almennt. Ábyrgð og aftur ábyrgð í ríkisfjár- málum er það sem gildir. Annað er landinu stórhættulegt. Auglýst eftir ábyrgð! Það er góður og sem betur fer útbreiddur siður að foreldrar lesi fyrir börnin sín áður en þau sofna á kvöldin. Sögustundin er einn dýrmætasti tími dagsins hjá önnum köfnum foreldrum og útkeyrðum fjörkálfum. Hún styrk- ir tengsl foreldra og barna, skap- ar kyrrð og ró og kastar töfrum slunginni værð yfir börnin. Um leið örvar hún ímyndunarafl og málþroska barnanna, veitir þeim innsýn í önnur lönd og ævintýra- heima; kennir þeim að setja sig í spor annarra og skipta um sjónar- hól. Börn og unglingar sem alast upp við reglubundinn lestur eru lánsöm, þau munu búa að því alla ævi. Einhvern tímann munu þau taka börnin sín, frændsystkini eða barnabörn í fangið, segja þeim sögur og lesa fyrir þau og halda þannig hefðinni áfram. Börn hafa alltaf notið þess að hlusta á sögur og þau munu njóta þess áfram, hvar sem þau eru í heiminum. Við njótum þess reynd- ar öll að hlusta á vel sagða sögu eða áhugaverðan upplestur, hvort sem við erum lítil eða stór. Hús- lestur hafði ofan af fyrir þjóðinni öldum saman. Einn úr hópnum las upphátt fyrir hina eða sagði sögur og skipti þá engu hvort áheyrend- ur voru börn, unglingar eða full- orðnir. Fólk naut þess að hlusta saman og ræða saman um söguna. Ósjaldan voru það afi eða amma sem sögðu sögur; gjarnan þjóð- sögur, ævintýri eða minningar úr eigin æsku. Með minnkandi sam- skiptum kynslóðanna gefast börn- um æ sjaldnar tækifæri til að biðja ömmu og afa að segja sér sögu og upplifa með þeim þá ró og ánægju sem fylgir því. Það er því mikils virði að nýta þau tækifæri sem gefast til að styrkja tengsl milli kynslóða með lestri, frásögnum, samræðum og samveru. Dagur læsis Sunnudagurinn 8. september er alþjóðlegur dagur læsis. Í þetta sinn er dagurinn hér á landi helg- aður lestri yngri og eldri kynslóð- anna. Í tilefni dagsins viljum við minna á gildi gamla góða húslestr- arins; að kynslóðirnar sameinist yfir góðu lesefni og njóti þess að ferðast saman á sagnaslóðir. Það er svo mikilvægt að lesið sé fyrir börn og með börnum, að börn fái lestraruppeldi, læri að njóta lestrar og leggja við hlustir. Afi og amma tekið þátt í að kenna það. Með eldri börnum eykst fjölbreytileiki les- efnis í takti við áhugasvið þeirra og fjölskyldumeðlimir geta allt eins lesið upphátt hver fyrir annan af spjaldtölvum, snjallsímum eða úr fréttablöðum og tímaritum. Leggj- um ekki sögustundirnar af þó að börnin séu orðin læs. Þau þurfa á þeim að halda. Notum bækur til að brúa kynslóðabilið, hvort sem þær eru úr pappír eða birtast á skjáum. Fáum unglingana til að kenna afa og ömmu að nota lesbretti, spjald- tölvur og hljóðbækur. Það er öldr- uðum mikils virði að geta áfram notið bókmennta og lesið fréttablöð þó að erfiðara sé orðið að lesa af prenti. Umfram allt, njótum lestrar og samvista á degi læsis. Dagskrá alþjóðadags læsis má finna á síðunni: http://www.unak.is/ bokasafn/moya/page/dagur-laesis Lestur brúar kynslóðabil Í fyrri grein fjallaði ég um hlutfallslega háan kostnað við grunnskóla á Íslandi og góðan náms- árangur nemenda. Hér á eftir mun ég benda á hvað fleira við berum úr býtum en góðan námsár- angur. HBSC-könnunin sýnir að íslenski grunnskólinn er í fremstu röð þegar nemendur eru spurðir hvernig þeim líkar í skól- anum (sjá t.d. www.hbsc. is). Sem foreldri finnst mér það ómetanlegt og sem fag- manni er mér það keppikefli. Um þetta atriði hefur enda ríkt samhljómur í samfélaginu; bæði skólafólk, foreldrar og mennta- yfirvöld hafa líðan nemenda í forgangi. Vonandi særi ég hér engan, því vitaskuld gengur sam- veran ekki hnökralaust fyrir sig í íslenskum skólum. OECD leggur mikið upp úr jöfnuði í samanburði á gæðum menntakerfa. PISA-niðurstöð- urnar segja íslenska grunnskól- ann í fremstu röð þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms og jöfnuði í skólakerfinu almennt. Sem dæmi hefur efnahagsstaða foreldra lítið forspárgildi fyrir námsárangur og búseta nem- enda sömuleiðis. Ekki þarf að fara langt til að sjá miklu dapur- legri mynd. Við skerum okkur einnig úr varðandi blöndun nem- enda. Víða virðist algengt að nemendum í skyldunámi sé gert að skipta um skóla ef námsár- angri eða hegðun er ábótavant, eða ef nemandinn þarf sérstakan stuðning í námi. Á Íslandi í dag þekkjast ekki flutningar af þessu tagi og OECD bendir sértaklega á að minni flutningar ýti undir betri námsárangur. Mjög víða erlendis er jafnöldrum sundrað eftir prófaniðurstöðum snemma á skólagöngunni, þeim dreift í ólíka skóla og ólíka árganga. Hér leggjum við áherslu á félagslega blöndun, blessunarlega. Árangur Íslands er einkar athyglisverður í ljósi þess að íslenski grunnskólinn er ungur skóli. Átta ára dóttir mín fær tvöfalt fleiri kennslustundir en ég fékk á hennar aldri. Eftir skóladaginn tekur við frábær menntun í frístundaheimili og tónlistar skóla. Átta ára fékk ég þrjár kennslustundir í bítið hvern dag og kom heim áður en birti af degi. Þá stóðum við langt að baki nágrannalöndun- um tel ég víst. Í skýrslu OECD segir að nemendur sem hafa sótt leikskóla nái betri námsárangri á unglinga- stigi grunnskóla. Lengri leikskóli kallar einnig á betri námsárang- ur sem og lágt hlutfall barna á hvern leikskólakennara. OECD segir beint út að auknir fjár- munir á leikskólastigi skili betri námsárangri á unglingsárum. Íslenski leikskólinn er talinn frá- bær í öllum samanburði en við getum enn lengt hann í mörgum sveitarfélögum. En eins og ég sagði hér áður eru sóknarfærin líka mörg, það er margt sem má bæta. Í alþjóð- legum samanburði náum við t.d. ekki góðum árangri með nýjum Íslendingum – nýbúum – sem vonandi er öllum áhyggjuefni. Hvernig menntun viljum við? Varast þarf ofureinfaldanir í allri umræðu um flókin fyrirbæri eins og skólakerfi. Þessar tvær grein- ar eru einnig einföldun á veru- leikanum, því þrátt fyrir að hér sé engu logið er samhengið flók- ið. Fyrir okkur á Íslandi er mik- ilvægt að taka áfram þátt í enn fleiri alþjóðlegum rannsóknum og skoða hlutina í víðu samhengi áður en stórar ákvarðanir eru teknar. Vonandi er sem flestum ljóst að sú fullyrðing að enn megi skera niður án þess að það komi niður á gæðum er afar illa grund- uð, jafn illa og að stórfættir geti troðið sér í meðalskó. Mikilvægast af öllu er þó að ræða vel hvernig æsku og hvernig menntun við viljum fyrir börnin okkar. Sú umræða kallar síðan á spurninguna um hvernig árangri við viljum ná. Á þeim grunni getum við síðan vegið og metið árangurinn og hagtölurnar líka. Við eigum eitt albesta grunnskóla- kerfi í heiminum og ungmennin sem útskrifast eru mjög hæf. Ef við viljum – og erum þolinmóð – mun skólinn enn vaxa og dafna. Gleðilegt nýtt skólaár. Af gæðum grunnskólans FJÁRMÁL Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður ➜ Auðlegðarskattar, stór- eigna- eða eignaskattar eru vel þekkt fyrirbæri að gömlu og nýju. ➜ Mikilvægast af öllu er þó að ræða vel hvernig æsku og hvernig menntun við viljum fyrir börnin okkar. ➜ Notum bækur til að brúa kynslóðabilið, hvort sem þær eru úr pappír eða birtast á skjáum. Fáum unglingana til að kenna afa og ömmu að nota lesbretti, spjaldtölvur og hljóðbækur. MENNTUN Jón Páll Haraldsson aðstoðarskólastjóri Laugalækjarskóla í Reykjavík Seinni grein MENNING Brynhildur Þórarinsdóttir dósent við Háskólann á Akureyri Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir sérfræðingur á Miðstöð skólaþró- unar við Háskólann á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.