Fréttablaðið - 06.09.2013, Blaðsíða 26
6. september 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 26TÍMAMÓT
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og útför okkar ástkæru
eiginkonu, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÁSGERÐAR INGIMARSDÓTTUR
Fróðengi 7 (áður Sigluvogur 3).
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
Landspítalans deild 11G.
Victor Ágústsson
Sólveig Victorsdóttir
Ágúst Victorsson Ólöf Alfreðsdóttir
Ingimar H. Victorsson Sonja Jónasdóttir
Victor Örn Victorsson Rúna Stína Ásgrímsdóttir
barnabörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu hlýju og samúð vegna veikinda,
andláts og útfarar okkar ástkæra
SVANBJÖRNS SIGURÐSSONAR
fyrrverandi rafveitustjóra,
Hringteigi 5, Akureyri.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki
Sjúkrahússins á Akureyri og starfsfólki
Heimahlynningar á Akureyri.
Reine Margareta Sigurðsson
Birna María Svanbjörnsdóttir Gunnar Þór Gunnarsson
Geir Kristján Svanbjörnsson Jakobína Guðmundsdóttir
Guðrún Nýbjörg Svanbjörnsdóttir
Oddný og Sóley Gunnarsdætur
Bríet Reine og Karvel Geirsbörn
Elskulegi eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
JÓHANN ANTONÍUSSON
fyrrverandi útgerðarmaður,
frá Fáskrúðsfirði,
lést á Landspítalanum Fossvogi miðviku-
daginn 4. september. Útförin verður auglýst
síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðný Kröyer
Bróðir okkar,
GUÐJÓN JÓNSSON
frá Fagurhólsmýri,
sem lést laugardaginn 31. ágúst, verður
jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn
9. september klukkan 15.00. Blóm og
kransar vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem
vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Guðrún Jónsdóttir
Þuríður Jónsdóttir
Sigurgeir Jónsson
Sigríður Jónsdóttir
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR AÐALHEIÐUR
JÓNSDÓTTIR
sjúkraliði,
hjúkrunarheimilinu Eir,
áður Ljósheimum 6,
lést miðvikudaginn 4. september. Jarðarförin
verður auglýst síðar.
Jóhann Jónasson Sigríður Bjarney Jónsdóttir
Benedikt Jónasson María Björk Jóhannsdóttir
Björk Elva Jónasdóttir Kjartan Kjartansson
Atli Viðar Jónasson Þórunn Brandsdóttir
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SIGRÚN Þ. MATHIESEN
Hjallabraut 33, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 3. september. Útförin fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 12. september kl. 13.00.
Árni M. Mathiesen Steinunn K. Friðjónsdóttir
Halldóra M. Mathiesen Frosti Bergsson
Þorgils Óttar Mathiesen
Matthías Árni, Bergur, Sigrún, Kristín Unnur,
Halla Sigrún, Einar Páll og Arna Steinunn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÉTUR FILIPPUSSON
Aðalstræti 9, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju
kl. 13.00 mánudaginn 9. september.
Guðjóna Guðjónsdóttir
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu við fráfall og útför
ástkærs föður, tengdaföður, afa og langafa,
AÐALSTEINS STEINDÓRSSONAR
Lækjarbrún 3, Hveragerði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
Dvalarheimilisins Bæjaráss í Hveragerði fyrir
elskusemi og umönnun Aðalsteins á ævikvöldi hans.
Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir
Kristín Aðalsteinsdóttir Kristinn Sigurjónsson
Auður Aðalsteinsdóttir
Þórkatla Aðalsteinsdóttir Hörður Lúðvíksson
Sveinn Aðalsteinsson Helga Pálmadóttir
og fjölskyldur þeirra.
Okkar ástkæra móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTA NÍNA SIGURÐARDÓTTIR
leiðsögumaður,
verður jarðsungin þann 9. september
frá Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð
en þeim sem vilja minnast hennar er bent
á minningarsjóð líknardeildar LSH í Kópavogi.
Börkur Helgi Sigurðsson
Ingólfur Torfason
Ellert Helgi Sigurðsson Díana Ármannsdóttir
Hlynur Helgi Sigurðsson Sari Maarit Cedergren
Auður Herdís Sigurðardóttir
Móðir mín,
ARNÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR
handavinnukennari,
Furugerði 1, Reykjavík,
lést á öldrunardeild Landspítalans
4. september. Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurveig Kristjánsdóttir
„Ég er allur að koma til, er á fyrsta
kaffibolla dagsins af mörgum í dag.
Maður þarf að drekka mjög marga
kaffibolla til að halda sér vakandi
hérna á klakanum,“ segir tónlistar-
maðurinn Sverrir Stormsker, sem
fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag.
„Það er ekki mér að kenna að ég sé
fimmtugur,“ bætir hann við þegar
blaðamaður minnir hann á stór-
afmælið og segist hreint ekki viss
hversu vel tímamótin leggist í hann.
„Þetta er nú í fyrsta sinn sem ég verð
fimmtugur, þótt ótrúlegt megi virð-
ast, og ætli ég verði ekki að venjast
því aðeins? Ég hélt nú alltaf að ég
yrði aldrei eldri en þrítugur, þannig
að þetta er ágætis áfangi.“
Aðspurður segist Sverrir ætla til
Portúgal á háhyrningaveiðar og svo
þaðan til Færeyja á ljónaveiðar í til-
efni dagsins. „Er það ekki ágætis
byrjun á góðum afmælisdegi? En að
öllu gríni slepptu þá verð ég með 1.200
manna veislu í Perlunni þar sem verð-
ur boðið upp á koníakslegna panda-
birni og marineraða sebrahesta með
kokteilsósu og hamstratólg. Í eftir-
rétt verður náttúrlega heilsteiktur
gullkryddaður nashyrningur. Og svo
ætla ég að fá Paul McCartney eða
einhvern svoleiðis dúdda til að spila
létta dinnermúsík á harmóníku til að
hafa á bak við. Þetta verður sem sagt
mjög látlaust og fínt,“ segir Sverrir
og útskýrir að hann hyggist bíða með
almennileg hátíðahöld fram á næsta
ár, en þá fagnar hann þrjátíu ára tón-
listarafmæli sínu. „Þá er ætlunin að
gefa út ferfaldan safndisk í hand-
hægum umbúðum, þótt auðvitað væri
betur við hæfi ef hann væri fimmfald-
ur, með um það bil áttatíu laga sýnis-
horni af ferlinum. Ég er að hugsa um
að kalla diskinn The Very Very Skást
of Greatest Shits.“
Tónlistarmaðurinn vinnur einnig að
nýrri plötu með frumsömdum jólalög-
um sem kemur þó ekki út fyrir næstu
jól. Á plötunni fær Sverrir ýmsa nafn-
togaða söngvara með sér í lið og nefn-
ir meðal annarra Ladda og Öldu Björk
Ólafsdóttur til sögunnar. „Svo er ég
búinn að tala við Eyþór Inga frænda
minn og hann er til í tuskið. Það væri
líka gaman að fá Björgvin Halldórs-
son til að syngja á jólaplötunni, því
hann er nú einu sinni sérfræðingur
á þessu sviði sem og mörgum öðrum.
Þetta verður mjög hátíðleg plata og
alls ekkert klám, femínistum eflaust
til mikillar gremju,“ segir Sverrir.
Spurður um minnisstæðasta stór-
afmælisdaginn nefnir Sverrir þrí-
tugsafmælið sitt. „En sá dagur er
aðallega minnisstæður eftir á vegna
þess að ég man ekkert eftir honum.
Ég hef greinilega tekið mjög kröftug-
lega á því, en svona er þetta stundum
í rokkinu.“
kjartan@frettabladid.is
Man ekki eft ir minnis-
stæðasta afmælinu
Tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker er fi mmtugur í dag. Hann býst ekki við að blása til
veislu í tilefni dagsins, enda segir hann að stórafmæli séu engar stórhátíðir.
STORMSKER Sverrir Stormsker vinnur að nýrri jólaplötu þar sem ýmsir söngvarar verða í
gestahlutverki. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR