Fréttablaðið - 06.09.2013, Síða 8

Fréttablaðið - 06.09.2013, Síða 8
6. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn NOREGUR Allt stefnir í að vinstri stjórn Jens Stoltenbergs missi þing- meirihluta í kosningum á mánudag. Hægri flokkunum fjórum er spáð ríflega 55 prósentum atkvæða, en „rauðgrænu“ flokkunum þremur er spáð innan við 40 prósentum. Hinn umdeildi Framfara flokkur, sem aldrei hefur náð að komast í ríkisstjórn þrátt fyrir vinsældir meðal kjósenda, virðist nú í fyrsta sinn eiga góða möguleika á þátttöku í stjórn með hægri flokkunum. Framfaraflokkurinn var lengi helst þekktur fyrir stóryrtar yfir- lýsingar Carls I. Hagen, þáver- andi leiðtoga flokksins, sem óspart reyndi að veiða atkvæði út á ótta almennings við útlendinga og glæpi. Siv Jensen, sem tók við for- mennsku í flokknum árið 2006, hefur reynt að breyta ímynd flokks- ins og leggur áherslu á hefðbundna frjálshyggjustefnu, sem gengur út á að draga úr umsvifum ríkisins og efla frelsi einstaklingsins. Þetta hefur borið þann árangur að Erna Solberg, leiðtogi Hægri- flokksins, hefur nú ekkert lengur að athuga við samstarf við Fram- faraflokkinn. Stoltenberg, sem er formaður Verkamannaflokksins, varar hins vegar eindregið við miklum sam- drætti í ríkisútgjöldum og hefur enn ekki gefið upp vonina um að vera áfram í stjórn, jafnvel þótt það verði minnihlutastjórn. gudsteinn@frettabladid.is Hægri flokkunum er spáð stórsigri Rauðgræna stjórnin í Noregi hangir á bláþræði. Þingkosningar verða á mánudaginn og allt bendir til þess að þá missi stjórn Jens Stolten- berg meirihluta sinn. Erna Solberg verður líklega næsti forsætisráðherra. Hinn umdeildi Framfaraflokkur gæti verið á leið í ríkisstjórn. Nokkuð uppnám varð í Noregi í gær þegar Carl I. Hagen, fyrrverandi formaður Framfaraflokksins, tjáði sig óvænt á Facebook-síðu sinni og sagði stjórn Stoltenbergs bera ábyrgð á morði á rúmlega tvítugri stúlku. Hann eyddi færslunni stuttu síðar eftir hörð viðbrögð og athugasemdir, meðal annars frá félögum í Framfaraflokknum. Hann sagðist fallast á að færslan hefði verið dálítið harkalega orðuð, en að hann stæði samt enn við meginatriðið, sem væri að vægar refsingar og langar biðraðir eftir fangelsisplássi byðu heim hættunni á að dæmdir afbrotamenn sem ganga lausir fremdu alvarlega glæpi. Hagen sýnir gamalkunna takta Fylgi norsku flokkanna í skoðanakönnunum JENS STOLTEN- BERG Verkamanna- flokknum hefur verið spáð um eða innan við 30 pró- sentum atkvæða, sem hefði í för með sér að stjórnarflokk- arnir misstu meiri- hlutann. ERNA SOLBERG Leiðtogi Hægri- flokksins þykir eiga góða möguleika á að verða næsti forsætisráðherra Noregs. SIV JENSEN Tók við formennsku af Carl I. Hagen fyrir tæpum áratug og hefur reynt að losa flokkinn við ímynd lýðskrums og útlendingahaturs. ➜ Hægri flokkunum er spáð ríflega 55 prósentum atkvæða, en „rauðgrænu“ flokkunum er spáð innan við 40 prósentum. FERÐAÞJÓNUSTA „Aðsóknin er til marks um að ferðamannatíma- bilið er að lengjast, sem er afar jákvæð þróun ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Magnea Guð- mundsdóttir, kynningarfulltrúi Bláa lónsins, þar sem tekið var á móti um tvö þúsund gestum í gær. Magnea segir að á góðum degi um hásumar komi mest um þrjú þúsund manns í Bláa lónið. Í gær hafi verið gestir af skemmti- ferðaskipunum Caribbean Prin- cess og Adventure of the Seas, auk annars hóps sem átti bókað. Svipaður fjöldi hafi mætt á einum degi í Bláa lónið í septem- ber í fyrra. Allt árið 2012 voru gestirnir 585 þúsund. Að sögn Magneu gekk allt vel fyrir sig þrátt fyrir mannfjöld- ann sem fyllti alla ganga. „Nokkrir gestir áttu ekki von á að þurfa að bíða. En starfs- fólk okkar gerir sitt besta til að gestum líði vel og var þeim sem þurftu að bíða sem lengst, það er í um klukkustund, boðið upp á ís og kaffi,“ segir Magnea. - gar Mikill straumur frá skemmtiferðarskipum í gær: Örtröð í Bláa lóninu Í BLÁA LÓNINU Gestir voru ekki að flýta sér í blíðviðrinu í Bláa lóninu í gær. MYND/ATLI KRISTJÁNSSON NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Þinglýstum kaupsamn- ingum um fasteignir á höfuð- borgar svæðinu fækkaði um 14,8 prósent milli mánaða í ágúst og velta minnkaði um 24,3 prósent. Miðað við ágúst í fyrra fjölgaði þeim hins vegar um 9,4 prósent og velta jókst um 16,9 prósent. Á vef Þjóðskrár kemur fram að í ágúst hafi kaupsamningar verið 476 talsins. „Heildarvelta nam 14,7 milljörðum króna og meðalupp- hæð á hvern kaupsamning var 30,9 milljónir króna.“ - óká Samdráttur milli mánaða: Færri keyptu eignir en í júlí DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Ingvar Dór Birgisson, 28 ára, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli unglingsstúlku í apríl árið 2010. Ingvar kynntist stúlkunni á samskipta- miðlum og þau mæltu sér mót í kjölfarið í fleira en eitt sinn. Í eitt skiptið áreitti hann hana kynferðislega með því að kyssa hana, strjúka líkama hennar innanklæða og leita eftir kynferðislegu samneyti við hana. Í seinni skiptið þröngvaði hann henni til samræðis og hætti ekki þrátt fyrir að stúlkan bæði hann ítrekað um það og segði honum að hann væri að meiða hana. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Ingvar hafi ekki sætt refsingu áður. „Brot ákærða eru alvarleg. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að hann braut gegn mjög ungri stúlku, á viðkvæmu þroskaskeiði hennar.“ Hann eigi sér engar málsbætur. - sh Ingvar Dór Birgisson dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur: Nauðgaði fjórtán ára gamalli stúlku Eftir þingfestingu málsins síðasta sumar fór Ingvar af landi brott og til Cayman-eyja, að því er segir í dómnum. Hann kom jafnframt þeim boðum áleiðis til dómsins að hann væri ekki á leið til landsins í bráð. Gefin var út handtöku- skipun á hendur honum í október í fyrra. Hann mætti svo í dóminn 10. júní síðastliðinn. Þetta bættist við tafir á málinu í meðförum lögreglu. Stakk af til Cayman-eyja ➜ Rauðgræna ríkisstjórnin VERKAMANNAFLOKKURINN Leiðtogi: Jens Stoltenberg MIÐFLOKKURINN Leiðtogi: Liv Signe Navarsete SÓSÍALÍSKI VINSTRIFL. Leiðtogi: Audun Lysbakken í síðustu þingkosningum í síðustu þingkosningum spáð nú spáð nú 35,4% 6,2% 6,2% 28- 29% 4% 5% Rauðgræna ríkisstjórnin hefur verið við völd síðan 2005 en Miðflokkurinn hefur áður setið í miðjustjórnum með Kristilega þjóðarflokknum og Venstre. FRAMFARAFLOKKURINN Leiðtogi: Siv Jensen HÆGRIFL. VENSTRE Leiðtogi: Trine Skei Grande HÆGRIFLOKKURINN HØJRE Leiðtogi: Erna Solberg KRISTILEGI ÞJÓÐARFL. Leiðtogi: Knut Arild Hareide 5,5% 5% 22,9% 3,9% 17,2% 15- 16% 5% 30%➜ Borgaraleguflokkarnir HÉRAÐSDÓMUR Ingvar Dór Birgisson var í gær dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.