Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2013, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 28.09.2013, Qupperneq 8
28. september 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 NÝ BÓK Í NEON! FÓLKIÐ FRÁ ÖNDVERÐU ÓTTAST EKKI FYRSTA ÁSTIN OG FYRSTA BYSSAN Magnað verk um fáránleika lífsins og ástarinnar á heljarþröm ofbeldis „Dökk og ógnvænleg innsýn í hugarheim ungu kynslóðarinnar í Ísrael“ WALL STREET JOURNAL D Y N A M O R E Y K JA V ÍK DÓMSMÁL Fulltrúar Vegagerðarinnar, Garðabæjar og náttúruverndarsamtaka hittu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan- ríkisráðherra á fundi í gær. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að Vegagerðin ætli ekki að gera hlé á framkvæmdum við Álftanesveg næstu sjö til tíu daga, fram- kvæmdir haldi áfram eftir helgi. Verktak- inn muni hins vegar ekki vinna í ósnertu hrauni á þessum tíma heldur einbeita sér að vinnu við aðra verkþætti. G. Pétur segir að ráðherra hafi falið Vegagerðinni að ræða breytingu á tilhögun framkvæmdarinnar við verktakann og kynna fyrir fulltrúum náttúruverndar- samtaka í næstu viku. Skúli Bjarnason, lögmaður Náttúru- verndarsamtakanna, segir að niðurstað- an hafi verið að gera vopnahlé í viku til tíu daga. „Við túlkum það á þann hátt að það hafi að einhverju leyti verið hlustað á okkur,“ segir Skúli. „Áfram stendur þó óhögguð sú krafa Náttúruverndarsamtakanna að ekki verði hróflað við hrauninu fyrr en að minnsta kosti endanleg niðurstaða í lög- bannsmálinu liggur fyrir.“ - jme Halda áfram lagningu nýs vegar út á Álftanes en vinna þó ekki næstu daga í ósnertu hrauni: Segir að samið hafi verið vopnahlé í viku FRAMKVÆMDIR Vegna frétta af lagningu nýs Álftanesvegar og deilum eigenda jarðarinnar Sel- skarðs við Vegagerðina vill Jón Snæbjörnsson hjá Vegagerðinni árétta að vegstæðið um land Sel- skarðs er óbreytt frá því sem það er í dag. „Vegagerðin er ekki að breyta vegstæðinu í gegnum land Sel- skarðs. Vegsvæðið, sem veginum tilheyrir í dag, verður óbreytt eftir lagningu nýs Álftanes- vegar,“ segir Jón. - jme Vegagerðin áréttar: Vegstæðinu ekki breytt EFNAHAGSMÁL Lítil arðsemi og framleiðni í íslensku atvinnulífi kallar á sérstaka árvekni að mati Samkeppniseftirlitsins. „Sú hætta er fyrir hendi að þetta ástand leiði til meiri aðgangshindr- ana fyrir nýja aðila, innlenda sem erlenda, undir því yfirskyni að vernda þurfi þau félög sem nú eru starfandi hér á landi,“ segir í sam- antekt Samkeppniseftirlitsins, sem í gær stóð fyrir alþjóðlegri ráð- stefnu undir yfirskriftinni „The future ain‘t what it used to be“. Um leið var gefin út skýrslan „Er týndi áratugurinn framundan? Öflug samkeppni læknar stöðnun.“ Fram kom í framsögu Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Sam- keppniseftirlitsins, á ráðstefnunni að talin væri hætta á að stöðnunin sem nú ríki, og rakin sé að hluta til mikillar skuldsetningar fyrir- tækja, leiði til ástands sem varð í Japan eftir kreppuna 1990 og nefnt hefur verið „týndi áratugurinn“. Frummælendur á ráðstefnunni voru sammála um að samkeppni væri leiðin til betri tíðar. Þann- ig sagði Páll Gunnar tvær leið- ir standa til boða. Annars vegar væri leið virkrar samkeppni eða leið verndarstefnunnar sem myndi lengja kreppuna. Í pallborðsumræðum, tók meðal annars þátt Angel Gurría, fram- kvæmdastjóri Efnahags- og fram- farastofnunarinnar, OECD, en hann var að auki einn frummæl- enda á ráðstefnunni. Gurría lagði áherslu á mikilvægi samstarfs samkeppnis eftirlita til þess að tak- ast mætti á við samráð alþjóðlegra stórfyrirtækja. Hann sagði algengt að verð á mörkuðum þar sem sam- keppni væri takmörkuð væri um fjörutíu prósentum hærra en ella. Þá áréttaði hann í pallborðs- umræðum mikilvægi heilbrigðrar samkeppni fyrir vöxt og viðhald heilbrigðs hagkerfis. Þannig gæti engin nýsköpun orðið í hagkerfi þar sem enginn hvati væri til þess að gera betur. Eftirspurnin gæfi upp andann í umhverfi stöðnunar. Vegna þessa væri mjög mikilvægt að eftirlitsstofnanir hefðu þau verk- færi sem þyrfti og dygðu til þess að halda fyrirtækjum á beinu braut- inni. „Fyrirtæki ganga eins langt og við hleypum þeim,“ sagði Gurría. Refsing eins fyrirtækis fyrir brot á samkeppnisreglum gæti orðið og yrði öðrum víti til varnaðar. „Sam- keppniseftirlit þarf að bíta.“ Ragnheiður Elín Árna dóttir iðnaðar ráðherra sagðist í um- ræðunum vilja draga lærdóm af barnauppeldi þegar kæmi að því að því að byggja upp heilbrigt sam- keppnisumhverfi. „Börn ganga eins langt og þeim er hleypt,“ sagði hún og bætti við að fengist væri við óstýrilát börn með því að leiðbeina þeim og kenna. „Og með refsingu ef allt annað þrýtur,“ bætti hún við. Páll Gunnar sagðist hins vegar ekki geta tekið undir samlíkingu barna og fyrirtækja. „Börnum er hægt að umbuna með ís og viðlíka meðölum til að kenna rétta hegðan, en ekkert slíkt er hægt með fyrir- tæki,“ sagði hann. „Við þurfum tenn- ur sem bíta. Annars hlustar enginn.“ Páll Gunnar sagði hugarfars- breytingar þörf, sér í lagi hjá hinu opinbera um að heilbrigð samkeppni væri það sem þyrfti til. „Við verðum að gera samkeppni að grundvallar- hugsun á ferð okkar fram á veginn og hvernig nota má hana til þess að opna nýja markaði. Á Íslandi erum við að loka mörkuðum, einum af öðrum.“ olikr@frettabladid.is FRUMMÆLENDUR OG GESTIR Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppnis- eftirlitsins, er fremstur. Á hans hægri hönd er Angel Gurría og svo Ragnheiður Elín Árnadóttir og Ari Kristinn Jónsson frá Háskólanum í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óttast að stöðnun verði langvarandi Öflug samkeppni er sögð lykillinn að því að því að lækna stöðnun efnahagslífsins. Samkeppniseftirlitið stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um samkeppnisumhverfið á Íslandi. Í nýrri skýrslu er talin hætta á að hér verði ástand svipað og varð í Japan. „Reynsla okkar er klárlega að eftir því sem ríki eru opnari verður ábatinn meiri, jafnvel hliðarábatar sem ekki höfðu verið ráðgerðir,“ segir Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, þegar hann er inntur eftir áliti sínu á stöðu Íslands og íslensks samkeppnisumhverfis innan gjaldeyrishafta. Gurría segir ljóst að landið hafi þurft að bregðast við hruni bankanna, sem hafi verið hliðarverkan fjár- málakreppunnar sem reið yfir heiminn og enn sé verið að fást við. Ríkið hafi aldrei haft burði til þess að bjarga bönkunum eða ganga í ábyrgðir fyrir skuldum sem námu margfaldri þjóðarframleiðslu Íslendinga. „Því varð fyrir valinu markaðslausn sem enn er verið að vinna úr.“ OECD segir Gurría að vinni eftir samþykktum um frjálst flæði fjármagns. „Ísland skráði ákvörðun sína um setningu hafta hjá okkur og fallist var á röksemdir um nauðsyn þeirra. En þetta eru náttúrlega aðgerðir sem í eðli sínu eru tímabundnar og þarf á endanum að leggja af.“ Það segir hann ekki bara nauðsynlegt vegna þess að samþykktir eða nefnd kveði á um frelsi fjármagnsflutninga. „Heldur vegna þess að það er skynsamlegt og gott fyrir Ísland að komast aftur í eðlilegt ástand. Spurningin um hvenær það geti orðið stendur eftir og reglan er, því fyrr því betra. En auð- vitað þurfa aðstæður að vera réttar þannig að ekki taki við önnur umferð óstöðugleika og upplausnar.“ Smæð gjaldmiðilsins kalli á að Ísland verði á ný þátttakandi í alþjóðamörkuðum, auk þess sem smæð landsins þýði að ríkið geti aldrei varið gjaldmiðilinn áföllum. „Hinn valkosturinn er mikil einangrun og hún er líka kostnaðarsöm.“ ANGEL GURRÍA Framkvæmdastóri OECD segir að það versta sem stjórnvöld geti gert til að treysta samkeppni sé að gera ekki neitt. Samkeppni sé neytendum mikilvæg, stuðli að bættri framleiðslu og lægra vöruverði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kostnaðarsöm einangrun fylgir viðvarandi gjaldeyrishöftum BANDARÍKIN Repúblikaninn John Boehner, forseti fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings, segist ætla að senda nýsamþykkt fjárlaga- frumvarp öldungadeildar aftur til föðurhúsanna. Þar með eru hverfandi mögu- leikar á að þingið nái að afgreiða frumvarpið fyrir mánaða mót, þegar frestur til þess rennur út. Hópur repúblikana neitar að samþykkja fjárlögin nema þeim fylgi lög um afnám laga um heil- brigðistryggingar, sem Obama fékk þingið til að samþykkja eftir langa baráttu. Renni fresturinn út, þá yrði ríkissjóður gjaldþrota um miðjan október. - gb Fjárlög bandaríska ríkisins enn í uppnámi: Frestur að renna út HRAUNVINIR Mótmælendur skoða sig um í Gálgahrauni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JOHN BOEHNER Ætlar að senda frumvarpið aftur til öldungadeildar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.