Fréttablaðið - 28.09.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.09.2013, Blaðsíða 16
28. september 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Þ að eru óskiljanleg mistök af hálfu Seðlabankans að halda ekki kynningarfundinn um nýja tíuþúsundkallinn í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Eða að minnsta kosti í Þjóðmenningarhúsinu. Þessi fallegi nýi seðill sameinar nefnilega svo áreynslulaust og tígulega ávexti séríslenzks gjaldmiðils og peningastefnu annars vegar og þjóðmenningarinnar hins vegar. Fyrir það fyrsta eru fjögur núll á seðlinum. Og baráttan fyrir fleiri núllum aftan á gjald- miðilinn hefur lengst af verið markmið peningastefnunnar. Það hefur gengið vonum framar að rýra verðgildi krónunnar, fella gengið og ýta undir verðbólguna. Þegar Ísland sleit myntbanda- lagi sínu við Danmörku 1918 var ein íslenzk króna jafngild einni danskri. Núna er ein dönsk króna jafngild 2.200 gömlum íslenzkum krónum (árið 1981 var tekin sú óþjóðlega ákvörðun að skera tvö núll aftan af krónunni). Þetta þýðir að íslenzka krónan hefur rýrnað um 99,55% frá upphafi. Við getum verið stolt af því. Ef myntbreytingin 1981 hefði ekki verið gerð væri nýi seðillinn milljónkall. Það væri mun glæsilegri vottur um árangur peninga- stefnunnar, með sex núllum. En fjögur núll er samt ekkert til að skammast sín fyrir. Árið 1981 var stærsti seðillinn fimmhundruð kall. Ef amma var í stuði gátu menn fengið svoleiðis í afmælisgjöf. Fylgifiskur glæsi- legrar þróunar gengis krónunnar undanfarin ár hefur verið að afmælisbörn hafa farið lítillega halloka; fimmþúsundkallinn hefur ekki verið hálfdrættingur á við fimmhundruðkallinn þegar hann leit fyrst dagsins ljós. En núna, þegar aðeins tæpur tuttugasti er eftir af verðgildi krónunnar eins og það var árið 1981, eru afmælis- börn næstum því jafnvel sett með tíuþúsundkallinn. Og svo er það þjóðmenningarlegi parturinn. Jónas og verk hans eru eiginlega kórónan á þjóðmenningunni. Hann og félagarnir í Fjölnismönnum blésu mönnum líka einna fyrstir þann anda í brjóst að berjast fyrir sjálfstæði landsins. Framkvæmd peninga- stefnunnar er þáttur í þeirri baráttu, sem aldrei lýkur. Hún er sömuleiðis undir klárum áhrifum frá Jónasi, enda var hann alltaf blankur. Við megum aldrei láta deigan síga í þeirri stöðugu viðleitni að bæta við fleiri núllum. Svo má ekki gleyma lóunni. Menn hafa eitthvað verið að æsa sig yfir því að hún hafi verið valin á seðilinn með Jónasi; hann hafi haldið miklu meira upp á þresti. Það er fallega þjóðmenningarleg deila. En valið er augljóslega úthugsað. Lóan er sá farfugl sem er bezt til þess fallinn að minna okkur á rétta og þjóðlega afstöðu til útlendinga: Þeir hafa rangt fyrir sér, við höfum rétt fyrir okkur. Við skiljum ekki útlendinga sem færa fram alls konar tilfinninga- rök gegn því að við skulum skjóta og borða hvali, sem eru bara syndandi matur. Og við skiljum heldur alls ekki útlendinga eins og Breta og Frakka sem skjóta og borða lóuna, þennan yndislega vor- boða. Í báðum tilvikum höfum við rétta afstöðu en útlendingarnir ranga. Þess vegna hefði líka mátt hafa hval á tíuþúsundkallinum. Það verður gaman að handleika nýja seðilinn, skynja hvernig peningastefnan beinlínis rennur saman við þjóðmenninguna og sjálfstæði gjaldmiðillinn okkar verður þjóðargersemi sem við eigum að kappkosta að varðveita. Peningastefnan rennur saman við þjóðmenninguna: Baráttan fyrir fleiri núllum Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Innifalið 1 vika ók eypis aðgangur í alla opn a tíma Nord ica Spa, gufu og h eita potta Búinn er úr bálastorku / bergkastali frjálsri þjóð.“ Þessar ljóðlínur er að finna í kvæði Jónas- ar, Fjallið Skjaldbreiður. Tómas sagði um Jónas að hann hefði verið vegsögumaður þjóðar sinn- ar á leiðinni til meiri fegurðar og frelsis. Haft er eftir Sigurði Nor- dal að íslenska sé það sem Jónas skrifaði og Konráð samþykkti. Varla er unnt að lyfta einum manni til meiri vegs. Á miðviku- dag í þessari viku tilkynntu hand- hafar fullveldisins í peningamál- um að gefinn verði út tíu þúsund króna seðill tileinkaður Jónasi og með tilvitnun í ljóðið Fjallið Skjaldbreiður. En nú er hún Snorrabúð stekk- ur. Verðgildi nýja seðilsins er helmingi lægra en það var þegar undir búningur útgáfunnar hófst. Seðillinn minnir ekki á bergkastala frjálsrar þjóðar. Þvert á móti er hann tákn um haftamúr og skert frelsi. Það er ekki í mannlegu valdi að minnka listaskáldið. En fremur er það þó fallið til að létta pund Jónasar en hitt að gera hann, að öllu án tilefnis, að helstu sýnilegu ímynd þeirrar skerðingar á frelsi fólksins í landinu sem krónan er nú um stundir. Í síðustu viku talaði forsætis- ráðherra til erlendra fjárfesta á fundi í London og lagði á það allan þann þunga sem hann mátti að íslenska krónan myndi um fyrirsjáanlega framtíð gilda í viðskiptum milli Íslands og umheimsins. Þar var ekki talað ofan af bergkastala frjálsrar þjóð- ar því að allir vita að í þeim boð- skap felst að höftin verða áfram ríkjandi eða hraðahindranir í gjaldeyrisyfirfærslum eins og farið er að kalla þau í fegurðar- skyni eða tálsýnartilgangi. Pund Jónasar Það eru ekki aðeins útlending-ar sem þurfa að sæta því að viðskipti við Íslendinga fari fram með gjaldmiðli sem ekki er gjaldgengur. Launafólk þarf að semja um kaup og kjör með þessum sama óræða mælikvarða. Þetta er helsta ástæðan fyrir því að endur reisnin gengur hægar en óskir flestra standa til. Sama dag og Seðlabankinn til- kynnti um nýja Jónasarseðilinn, sem rýrnaði um helming meðan hann var í vinnslu, gerðu Samtök atvinnulífsins grein fyrir stefnu sinni í komandi kjarasamningum. Markmið þeirra eru svipuð þeim sem Alþýðusambandið hefur lýst þó að nálgunin sé ekki sú sama: Kaupmátturinn þarf að byggjast á verðmætasköpun og stöðugleika. Allir vilja forðast lausnir verð- bólgufroðunnar. Í vor sem leið var það sam- dóma álit aðila vinnumarkaðar- ins að ekki væri forsenda fyrir gerð kjarasamninga til langs tíma vegna óvissu um stjórnarstefnuna. Það yrði að bíða haustsins þegar fjárlagafrumvarpið lægi fyrir. Þetta var aðvörun fremur en áfell- isdómur um nýja ríkisstjórn. En sennilega lýsti þessi afstaða helst bjartsýni með fyrirvara. Von er á fjárlagafrumvarpinu á þriðjudag. Án þess að efni þess hafi verið kynnt er það enn álit aðila vinnumarkaðarins að for- sendur skorti til að gera kjara- samninga til langs tíma. Þeir telja nú að heildarstefna ríkisstjórnar- innar í ríkisfjármálum og peninga- málum verði ekki orðin nægjan- lega skýr fyrr en að ári. Þessi ítrekaða frestun á skil- yrðum til langtímasamninga þarf ekki sjálfkrafa að leiða til óskyn- samlegrar niðurstöðu eða verð- bólgu. En þetta segir þá sögu að ríkisstjórnin hefur ekki áunnið sér það traust sem hún þarf til að ná víðtækri samstöðu um nýja efnahagsáætlun sem varðað getur langa og torsótta leið til endur- reisnar. Ekki er unnt að loka aug- unum fyrir þeirri þungu aðvörun sem í þessu felst. Að semja með ógjaldgengan gjaldmiðil Samtök atv i nnul í fsi ns , Alþýðusambandið og Við-skiptaráð sendu forsætis- ráðherra erindi um aðild að þeirri úttekt á aðildarsamning- unum við Evrópusambandið sem boðuð hefur verið. Það mál veit að ýmsum þeim lykilatriðum sem verðmætasköpun og stöðugleiki byggist á. Ekkert er því eðlilegra en að ríkisstjórnin eigi samvinnu við vinnumarkaðinn um þessa skýrslu. Samvinna af þessu tagi gæti falið í sér að skýrslan yrði víð- tækari en áformað var og þar yrði svarað fleiri spurningum. Það getur aðeins leitt til þess að hún verði gagnlegri og trúverð- ugri. Markmiðið hlýtur að vera það eitt að auðvelda mönnum að draga ályktanir og taka ákvarð- anir. Margir héldu að ríkisstjórnin hefði notað sumarið til þess að vinna á bak við tjöldin með aðilum vinnumarkaðarins að gerð nýrr- ar efnahagsáætlunar til lengri tíma. Það reyndist ekki vera. Aftur á móti hafa verið sagðar fréttir af nánu samráði forsætis- ráðherra við formann Verkalýðs- félags Akraness. Það virkar eins og Obama hefði kallað formann fjárlaganefndar til samráðsfund- ar við sig í Stokkhólmi á dögunum í stað forsætisráðherra. Svarið við þessu erindi um sam- eiginlega skýrslu er fyrsti próf- steinninn sem sýnir hvers vænta má í samvinnu ríkisstjórnarinnar við launafólk og atvinnulíf. Prófsteinn á samstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.