Fréttablaðið - 28.09.2013, Síða 40

Fréttablaðið - 28.09.2013, Síða 40
Hæðin er krefjandi Flestir sem ganga á Kilimanjaro fara svo- kallaða Kókakólaleið að sögn Atla. Þar eru skálar á leiðinni og tiltölulega góður stígur. „Við völdum aðra leið sem er kölluð Viskí- leiðin. Hún er eins og drykkurinn aðeins hrjúfari, brattari og kaldari. En þaðan er betra útsýni,“ segir Atli. Hann segir göng- una sem slíka ekki tæknilega erfiða. „Það eru mörg fjöll á Íslandi sem eru erfiðari en Kilimanjaro. Það er hæðin og lengd göng- unnar sem er áskorunin.“ Ellefu ungir menn Atli segir Tansaníumenn skynsama þar sem þeir kunni að taka peninga af ferða mönnum. Þar þurfi að borga mjög hátt gjald bara fyrir að fara inn í Kilimanjaro-þjóðgarðinn. Svo sé fólk skyldað til að ráða sér ákveðinn fjölda af leiðsögu- og burðarmönnum. „Við vorum með ellefu unga menn með okkur; tvo leiðsögumenn og níu burðar- menn,“ upplýsir Atli, en algert lágmark er að vera með tvo leiðsögumenn hvort sem ferðast er einn eða fleiri í hópi. Farangur göngumanna er takmarkað- ur þrátt fyrir fjölda burðarmanna. „Hvert okkar þriggja mátti vera með tólf kíló fyrir utan mat og tjöld,“ segir Atli en á daginn báru þau sjálf dagspoka með nesti og auka- fötum en burðarmennirnir tóku rest. „Leiðsögumennirnir gengu alltaf með okkur en burðarmennirnir urðu eftir þegar við gengum af stað á morgnana og tóku niður búðirnar. Síðan tóku þeir fram úr okkur og settu niður búðirnar ofar í fjall- inu. Þeir eru svo vanir þessari hæð og mun- aði ekkert um að hlaupa upp fjallið meðan við gengum andstutt í hænuskrefum,“ segir Atli hlæjandi. Full þjónusta Það var skrítin lífsreynsla fyrir fjölskylduna að láta ungu mennina stjana við sig. „Við höfum aldrei á ævinni haft neina þjónustu í fjallaferðum okkar og ekki einu sinni farið í ferð með leiðsögumönnum. Þeir hins vegar elduðu fyrir okkur og sáu um alla tiltekt. „Ég var stundum farinn að hjálpa þeim að taka niður tjöldin, sem er víst ekki til siðs,“ segir hann glettinn. Fjölskyldan náði góðu sambandi við ungu mennina. „Þeir tala hrafl í ensku og þar sem við höfum verið mikið til fjalla áttum við margt sameiginlegt með þeim. Við lögðum okkur einnig eftir því að vera í þeirra félagsskap og þeir í okkar,“ segir Atli og minnist þess hlæjandi að vinir þeirra hafi kallað hann Father Christmas út af skegginu og Katrínu kölluðu þeir Mama. Illa búnir burðarmenn Starf burðarmannsins er erfitt og illa borg- að. Það stakk Atla, Katrínu og Almar hve illa útbúnir hinir nýju vinir þeirra voru til fjallaferða. „Það var hræðilegt að sjá hvernig þeir voru búnir, í götóttum skóm og í léleg- um leppum. Þeim var oft kalt enda sveifl- ast hitinn frá 30 gráðum og í mínus 20 gráð- ur og oft og tíðum geisa mikil hvassviðri á toppi fjallsins. Þó vorum við búin að lána þeim allt aukadótið okkar.“ Atli segir að þau hafi ekki gert sér grein fyrir fátæktinni áður en þau héldu af stað. „Okkur langaði að skilja vel við vini okkar ellefu og vildum hjálpa þeim á einhvern máta. Þeir komu með þá hugmynd að við gætum gefið þeim föt,“ segir Atli, en erf- itt getur verið að nálgast kuldafatnað við miðbaug. „Auk þess hafa þeir ekki efni á honum.“ Atli var formaður hjálparsveitar til margra ára og fjölskyldan á marga vini og fé- laga sem stunda útivist. „Því ákváðum við að láta nærumhverfi okkar vita að við værum að safna svona búnaði. Vonandi náum við að fylla nokkra kassa til að senda til vina okkar til að létta þeim lífið.“ Atli og höfðingjaráð Masai-stríðsmannanna spá í framtíðina. Almar með leiðsögu- og burðarmönnunum ellefu sem fylgdu fjöl- skyldunni upp fjallið. Hér var komið að kveðjustund. Almar, Katrín og Atli með toppinn í augsýn. MYND/ÚR EINKASAFNI Syndaborgin Las Vegas úir og grúir af líflegum og mannmörgum spilavítum. Þar freistar fólk gæfunnar við ýmis fjárhættuspil á borð við rúllettu, blackjack og spilakassa. Líklega gera flestir sér grein fyrir að líkurnar á sigri eru litlar en færri gera sér grein fyrir að spilavítin eru hönnuð með það í huga að alltaf halli á viðskipta- vininn. Þetta er gert með með ýmsum hætti. Fríum áfengum drykkjum er haldið að gestum spila- vítisins. Þetta er gert til að skerða dómgreind þeirra og láta þá spila verr en ella. Spilagjafarar eru vel þjálfaðir til að gera fólki erfiðara fyrir. Þeir eru snöggir í hreyfingum og rugla fólk í ríminu. Spilavíti eru einnig hönnuð með það í huga að gera fólk áttavillt. Sumum finnst erfitt að rata í rangölum þess. Hugmyndin er að fólk gefist hálfpartinn upp og setjist við eitthvert spilaborðanna og blæði peningum. Klukkur eru aldrei sjáanlegar í spilavíti. Þannig getur fólk ekki litið upp, séð hvað klukkan er og haft þá afsökun að nú sé hún orðin margt og tími til kominn að hætta og hátta. Besta ráðið sem fólk getur tekið í spilavítum er að hætta þegar leik ber hæst. Líkurnar á vinningi eru afar dræmar. Ef stór pottur lendir í skauti spilarans er um að gera að hætta því enn minni líkur eru á að slíkt gerist aftur. Víti að varast í spilavíti Rúlletta er vinsæll leikur í spilavítum. Vinningslíkur eru þó afar litlar. NORDICPHOTOS/GETTY Spilavíti eru hönnuð til að vera ruglandi. KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 20132 Fararstjóri: Pavel Manásek Aðventa 3 29. nóvember - 6. desember Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Aðventuferðir okkar hafa svo sannarlega slegið í gegn og í þessari ferð kynnumst við einstakri aðventustemningu þriggja landa, Þýskalands, Frakklands og Sviss. Förum í spennandi og áhugaverðar skoðunarferðir. Verð: 169.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Franskir og þýskir aðventutöfrar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.