Fréttablaðið - 28.09.2013, Page 51
Framkvæmdastjóri
Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum framleiðir
þang- og þaramjöl í háum gæðaflokki. Sérstaða
fyrirtækisins er lífræn vottun framleiðslunnar
og öflun hráefnisins miðar að sjálfbærni nátt-
úrunnar. Fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu
FMC BioPolymer (71%) og Byggðastofnunar
(28%). Ársverk hjá fyrirtækinu s.l. ár voru 16 auk
starfa verktaka við þangslátt. Áætluð ársvelta
er 400 milljónir kr. Afurðirnar eru að langmestu
leyti fluttar út og m.a. nýttar til framleiðslu
alginats, fóðurbætis, áburðar og snyrtivara.
Rekstur Þörungaverksmiðjunnar hf. hefur
gengið vel s.l. ár og er fyrirhugað að efla hann
enn frekar á komandi árum. Rík áhersla er lögð
á öryggismál og velferð starfsmanna.
Á Reykhólum er mikil náttúrufegurð og þar m.a.
starfræktur gunnskóli, leikskóli, sundlaug og
bókasafn. Nánar á www.thorverk.is
Helstu verkefni Menntunar- og hæfniskröfur
Nánari upplýsingar um starfið veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Helga Rún Runólfsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 6. október n.k. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Farið verður með allar umsóknir og
fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf.
Intellecta, Síðumúla 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225
Í boði er áhugavert og krefjandi starf í fallegu umhverfi Reykhóla, með góðum kjörum og húsnæði.
Nánari upplýsingar um starfið veita Finnur Oddsson, forstjóri, og Dröfn Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri. Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2013.
Umsóknir skulu sendar á netfangið drofn@nyherji.is. Allar umsóknir og fyrirspurnir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Nýherji er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á sínu sviði og hefur afgerandi áhrif á
umhverfi upplýsingatækni á Íslandi með þróun þjónustu og lausna.
Á spennandi tímamótum leitum við að metnaðarfullum
leiðtoga til að veita fyrirtækjasviði Nýherja forystu.
Fyrirtækjasvið annast sölu lausna fyrir íslenskt atvinnulíf. Þar starfa framúrskarandi
sérfræðingar í viðskiptastjórnun, söluráðgjöf og lausnaþróun, sem hafa metnað til
að fara fram úr væntingum viðskiptavina.
Hjá Nýherja og dótturfélögum starfa samtals 520 starfsmenn — á Íslandi, í Danmörku og Svíþjóð. Sameiginlegt markmið þessa öfluga hóps er að hjálpa
viðskiptavinum Nýherja að nýta upplýsingatækni til að ná betri árangri.
Við leitum að einstaklingi
sem býr yfir:
Yfirgripsmikilli þekkingu á upplýsingatækni
og íslensku atvinnulífi.
Reynslu á sviði viðskiptastjórnunar og sölu.
Metnaði og hæfni til að byggja upp sterka liðsheild.
Frumkvæði, áræðni og lipurð í samskiptum.
Brennandi áhuga á þjónustu.
Leiðtogahæfileikum og skýrri framtíðarsýn.
Háskólaprófi sem nýtist í starfi.
Helstu verkefni:
Seta í framkvæmdastjórn og þátttaka í stefnumótun.
Ábyrgð á sölustarfi Nýherja á fyrirtækjamarkaði.
Daglegur rekstur fyrirtækjasviðs og stjórnun mannauðs.
Þátttaka í lausnaþróun.
Framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
Vilt þú móta framtíð
upplýsingatækni á Íslandi?
atvinna Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.isSÖLUFULLTRÚAR Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441