Fréttablaðið - 28.09.2013, Síða 71

Fréttablaðið - 28.09.2013, Síða 71
mikil ánægja með veitingarnar enda ekki margir staðir sem bjóða upp á svo glæsilegt og fjölbreytt villibráðarhlaðborð. „Veitingarnar vekja alltaf jafn mikla lukku enda mikið í þær lagt. Ég sé sjálfur um að setja matseðilinn saman og elda með kokkunum á hótelinu. Við erum búin að sanka að okkur hráefni í langan tíma og gestir geta því búist við stórkost- legum kræsingum í október.” Einungis tvö villi bráðarkvöld eru fyrirhuguð en ef aðsóknin verður góð verður hugsanlega þriðja kvöldinu bætt við að sögn Úlfars. Gera má ráð fyrir mörgum spennandi og gómsætum rétt- um á hlaðborðinu. Úlfar segir þó ómögulegt að greina frá endanlegum matseðli strax enda ráðist hann af því hráefni sem sé í húsi hverju sinni. „Við munum bjóða upp á nær alla villibráð sem veiða má hér á landi ásamt úrvali af erlendri villibráð. Þetta verða því um 20-30 kaldir réttir og 6-8 heitir réttir. Í raun er erfitt að birta matseðilinn fyrr en nokkrum dögum fyrir stóra daginn.“ Rómantíkin svífur yfir vötnum á Grand Hótel Reykja- vík í október og nóvember þar sem ástfangin pör fá að njóta aðeins þess besta. Hver vill ekki eiga notalega stund af í heillandi hótelheimi með ástinni sinni, sofa út í dýrindis dúnmjúku hótelrúmi og eiga rómantíska helgi með tilheyrandi dekri og sælkerafæði? Grand rómantík er sérstaklega hugsuð fyrir Íslendinga í rómantískum hugleiðingum og það er hægt að láta draum- ana rætast. Innifalið í Grand rómantík er gisting fyrir parið í svokölluðu superior-herbergi, fjögurra rétta máltíð undi r lifandi rómantískri tónlist, morgunverður og aðgang- ur að heilsulindinni í Reykjavík Spa. Allt þetta á aðeins 33.700 krónur fyrir parið. Villibráðarhlaðborðið á Grand Hótel Reykjavík hefu r á skömmum tíma skipað sér sess sem ein glæsi- legasta veisla landsins. Boðið verður upp á úrval villibráðarétta undir stjórn Úlfars Finnbjörnssonar matreiðslumeistara. Þriðja árið í röð býður hótelið til stórglæsilegrar villibráðar- veislu í samvinnu við meistarakokkinn Úlfar Finnbjörnsson. Góð aðsókn hefur verið undanfarin tvö ár að sögn Úlfars og GRAND RÓMANTÍK FYRIR ÍSLENSK HJÖRTU Superior-herbergin eru glæsileg og nýuppgerð, rúmgóð og fallega innréttuð í norrænum, nýtískulegum stíl og útbúin flatskjá, skrifborði, baðkari og steypibaði. Mikill metnað ur er lagður í þægindi og glæsileika til þess eins að gestum líði sem best. Þá er dásamlegt fyrir par að klæðast baðslopp og inni- skóm til að eiga dekurstund í Reykjavík Spa. Aðgangur felur einnig í sér handklæði og afnot af heitum potti, gufubaði, infrarauðum saunaklefa og annarri aðstöðu. Gestir á Grand rómantík fá 15 prósenta afslátt af þjónustu í Spa-inu sem panta þarf með fyrirvara. Á matseðli Grand rómantíkur er forrétturinn appelsínu- og kanilgrafin önd með fennelsalati og rauðlaukssultu, humar og hörpuskel með vatnakarsa, dillsósu og límónu sem milliréttur. Aðalrétturinn er svo nautalund með rós- marínkartöflu, rauðrófum, villisveppum og madeirasósu, og eftirrétturinn er unaðsleg rjómasúkkulaðimús með hind- berjum og karamellusósu. Vilji gestir gista auka rómantíska nótt kostar hún aðeins 16.700 krónur. Einnig er hægt að koma í róman tískan kvöldverð og sleppa gistingu. Ef gist er á laugar degi til EIN GLÆSILEGASTA VEISLA ÁRSINS HOLL OG FITUSNAUÐ VILLIBRÁÐ Meðlætið verður að venju fjölbreytt og gott. „Við munum bjóða upp á ýmis konar salöt, bakað og soðið grænmeti og úrval af sósum. Ég hef einnig verið að týna villta sveppi síðustu vikurnar sem ég nýti í margs konar meðlæti.“ Að sögn Úlfars er alls konar fólk sem sækir villibráðar- hlaðborðið. „Hingað kemur fólk á öllum aldri. Í raun er þetta hópur fólks sem hefur gaman af mat og hefur dálæti á villibráð. Enda er íslensk villibráð einn hollasti matur sem völ er á, bæði næringarríkur og fitusnauður og inniheldur auðvitað engin viðbótarefni. Það mun ekkert toppa þetta í ár, þetta verður sko hlaðborðið með stóru H-i.“ Villibráðarhlaðborðið verður dagana 4.-5. október og hefst kvöldið á fordrykk. sunnudags er dásamlegt að njóta þess að sofa út og fá sér ljúffengan „brunch“ í stað morgunverðar fyrir aðeins 2.500 krónur á mann. Mörg pör hafa fengið Grand róman tík sem gjafabréf og hefur það vakið mikla lukku. Grand rómantík verður á föstudags- og laugar dags - kvöldum frá 18. október til 9. nóvember. Bókið á www.grand.i s eða í síma 514 8000.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.