Fréttablaðið - 01.11.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.11.2013, Blaðsíða 4
1. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 206.000 reiðhjól voru flutt inn á árunum 2002 til 2011. Á þessu sama tímabili voru fluttar inn um 99.000 bifreiðar. SVÍÞJÓÐ Gestur á veitingastað í Malmö í Svíþjóð kærði veitinga- mann fyrir fordóma eftir að hafa séð rétt með nafninu „sígauna- súpa“ á matseðlinum. Eigandi veitingastaðarins, Slavko Rasic, sagði í viðtali á fréttavef Metro að honum fyndist hann ekki hafa verið með fordóma og benti á að pastasósan hans héti Elvis. Það að á matseðli komi fram að öll efnin í súpunni væru stolin var innanhússbrandari að hans sögn. - ibs Veitingamaður kærður: Sígaunasúpa á matseðlinum UMHVERFISMÁL „Nei, ég deili ekki áhyggjum fólks af því að síldar- skipin veiði síldina þetta nálægt landi. Ég hef allan skilning á þessu. Þetta hefur verið gert eins lengi og menn hafa sótt síld úr sjó við Ísland,“ segir Sævar Gunnars- son, formaður Sjómannasam- bands Íslands, um síldveiðar á Breiðafirði. „Ég treysti einfald- lega skipstjórunum og þeim góðu skipum sem nýtt eru til veiðanna.“ Í Fréttablaðinu í gær greindu bæði heimamenn og skipstjóri á einum síldarbátanna frá því að veiðar svo nálægt landi væru umdeilanlegar, og jafn- vel ástæða til að setja bann við því að bátarnir fari svo grunnt sem raun ber vitni. Bæði þyrfti að hafa í huga öryggi sjómann- anna og þeirra miklu verðmæta sem í skipi og búnaði þess felst. Þá er einnig bent á hina augljósu hættu af mengun því samfara að skip strandi eða veiðarfæri rifni full af síld – Breiðafjörður sé við- kvæm náttúruperla og er fuglalíf- ið í firðinum sérstaklega tiltekið. Sævar hefur skilning á því að menn veiði síldina núna; aldrei í sögunni hafi verið á vísan að róa þegar kemur að því að veiða síld við Ísland. Eins sé von um betra hráefni snemma á vertíðinni þar sem síldin horast mikið eftir því sem líður á haustið. „Þess utan eru betri aðstæður á Breiða- firði til veiðanna en víða annars staðar. Ekki síst vegna þess að landvar er þarna úr nær öllum áttum.“ Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi, segir að sveit- arstjórnarfólk deili áhyggjum með heimamönnum. „Við höfum bókað ítrekað í bæjarstjórn varð- andi þessar veiðar og höfum rætt áhyggjur okkar um hvað skipin eru nálægt við veiðarnar – hér allt í kring. Núna hafa þeir verið vestan megin við Hólminn, en á tímabili voru þeir að veiða mjög nálægt sjúkrahúsinu. Menn hafa alltaf áhyggjur af því að þetta fari í voða, það verður að segjast eins og er.“ Aðalsteinn Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Skinneyjar-Þinga- ness, segir erfitt að meta aðstæð- ur úr fjarlægð, en skýrt sé að skipstjórarnir bera ábyrgð á skipum sínum og til þess hafi þeir fullt traust. Eins séu veiðarnar ekki stundaðar með þessum hætti nema tímabundið – bæði í haust og almennt séð. „Við erum ekki að segja til um það úr landi hvar menn eiga að kasta og hvar ekki. Það er bara ekki hægt að stjórna veiðum þannig,“ segir Aðalsteinn. svavar@frettabladid.is Tvennar sögur af hættu við síldveiðar Bæjaryfirvöld í Stykkishólmi hafa áhyggjur af síldveiðum á Breiðafirði, bæði vegna slysahættu, umhverfisslysa og áhrifa á lífríki. Formaður Sjómannasam- bandsins deilir ekki þessum áhyggjum og segir sjómönnum vel treystandi. UTANRÍKISMÁL Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur útnefnt Robert Barber, lögfræðing frá Boston, til að taka við embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Bandarískir fréttamiðlar segja hann hafa verið öflugan við að safna fé í kosningasjóði forsetans eins og annar sem fær sömu upp- hefð. Mark Gilbert, fyrrverandi hafnaboltaleikmaður Chicago White Sox, sem verður sendiherra á Nýja-Sjálandi, að óbreyttu. Sendiherrar BNA í Suður- Afríku, Danmörku, á Spáni og í Þýskalandi unnu einnig allir að fjársöfnun fyrir framboð forset- ans. - shá Verðlaunaður fyrir söfnun: Nýr sendiherra BNA á Íslandi FÓLK Meðal efnis í helgarútgáfu Fréttablaðsins á laugardag er ítar- legt viðtal við Maríu Ellingsen. Hún ætlaði sér að verða læknir eða prestur en lét hjartað ráða för og gerðist leikari, leik- stjóri og höfund- ur. María var að ljúka við sviðs- verk um ástina og leikur í nýrri sjónvarpsseríu, auk þess að berjast með Hrauna- vinum og sinna krefjandi uppeldi. Einnig verður rætt við Lilju Sigurðardóttur um hennar fyrsta leikverk, Stóru börnin, hjónin Sóleyju Kaldal og Jakob Jakobs- son sem búa í mikilli snertingu við náttúruna á Grænlandi, stað- an tekin á komandi leiktímabili í NBA-deildinni í körfuknattleik og margt fleira. Helgarútgáfa Fréttablaðsins: María með lífið í höndunum MARÍA ELLINGSEN Á HOFSTAÐAVOGI Hér eru fimm bátar inni á voginum þar sem Lundey NS strandaði á dögunum. Hofstaðavogur er minni en Reykjavíkurtjörn. MYND/SÍMONSTURLUSON VIÐSKIPTI Verslunin Sports Direct mun næstkomandi laug- ardag opna nýja tvö þúsund fermetra verslun í Lindum í Kópavogi. Verslun fyrirtækisins á Smáratorgi verður lokað deg- inum áður. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gær segir að nýja verslunin verði stærsta íþrótta- verslun landsins og að við opnun hennar verði til tíu ný stöðugildi. - hag Skapar yfir tíu ný stöðugildi: Sports Direct í nýtt húsnæði DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt Styrmi Þór Bragason, fyrr- verandi forstjóra MP Banka, í eins árs fangelsi í svokölluðu Exeter- máli. Styrmir er fundinn sekur um hlutdeild í umboðssvikum Jóns Þorsteins Jónssonar og Ragnars Z. Guðjónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns og forstjóra Byrs sparisjóðs, sem áður höfðu hlotið fjögurra og hálfs árs fang- elsisdóma fyrir sinn þátt. Fjölskip- aður Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýkn- að Styrmi. Málið sner- ist um eins milljarðs lán- veitingar Byrs ti l félagsins Exeter Hold- ing til kaupa á stofnfjárbréf- um í Byr, meðal annars af MP banka, Jóni Þorsteini og félagi í eigu Ragnars. Hæstiréttur kemst að því að Styrmir hafi ekki síður átt þátt í að skipuleggja brotin en Jón Þorsteinn og Ragnar og því sé rétt að sakfella hann. Málið hefur velkst í kerfinu; héraðsdómur sýknaði fyrst alla þrjá, en tók ekki afstöðu til þátt- ar Styrmis, þar eð hann var ekki talinn hafa getað gerst sekur um hlutdeild í brotum sem ekki voru framin. Hæstiréttur vísaði því þætti Stymis aftur í hérað og þar var hann sýknaður. - sh Hæstiréttur snýr aftur dómi í Exeter-máli sérstaks saksóknara: Styrmir dæmdur í árs fangelsi STYRMIR ÞÓR BRAGASON SÝRLAND, AP Sýrlendingar hafa lokið við að eyða lykilbúnaði við efnavopnaframleiðslu og áfyll- ingu sprengihylkja. Þetta full- yrðir starfsmaður alþjóðlegu efnavopnastofnunarinnar, sem hefur fylgst með eyðingunni. Í dag rennur út sá frestur, sem Sýrlendingum var gefinn til þess að eyða eða gera ónothæfan allan þann búnað, sem nauðsyn- legur er til að framleiða efna- vopn, þar á meðal efnablöndun- arvélum og áfyllingarbúnaði. Enn er þó eftir að eyða þeim vopnabirgðum, sem fyrir eru í landinu. Stefnt er að því að búið verði að eyða þeim öllum fyrir mitt næsta ár. - gb Fresturinn runninn út: Sýrlendingar standa við sitt SPORTS DIRECT Nýtt húsnæði í Lind- um Kópavogi. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Elica háfar Veðurspá Sunnudagur Fremur hægur vindur RÓLEGUR SUNNUDAGUR en strekkingur eða allhvass vindur víða á laugardaginn. Snjókoma eða slydda N-til og NA-til í dag og á morgun en úrkomulítið á sunnudag. Hiti víða um og yfir frostmarki á morgun en kólnar fram á sunnudag. 1° 17 m/s 3° 14 m/s 4° 8 m/s 5° 4 m/s Á morgun 10-20 m/s, hvassast austan til. Gildistími korta er um hádegi -1° -2° 0° -1° -2° Alicante Basel Berlín 23° 16° 11° Billund Frankfurt Friedrichshafen 12° 11° 15° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 12° 12° 25° London Mallorca New York 15° 23° 21° Orlando Ósló París 30° 9° 11° San Francisco Stokkhólmur 19° 10° 2° 3 m/s 5° 7 m/s 3° 3 m/s 5° 9 m/s 3° 7 m/s 3° 12 m/s -3° 5 m/s 3° -2° 2° 2° 1° Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.