Fréttablaðið - 01.11.2013, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 01.11.2013, Blaðsíða 66
1. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 42 Black Francis, forsprakki banda- rísku rokksveitarinnar Pixies, vill fara í tónleikaferð með David Bowie. Bowie gaf út plötuna The Next Day fyrr á árinu en hefur ekk- ert fylgt henni eftir með tón- leikahaldi. „Við ættum að fara í tónleikaferð með David Bowie,“ sagði Francis við Radio.com. „Við getum verið hljómsveitin hans, það væri svalt. Við getum hitað upp með því að spila okkar lög og svo kemur hann á svið og þá myndum við spila undir hjá honum.“ Fyrr í mánuðinum sagði trommari Pixies, Dave Lovering, að Kim Deal bassaleikari væri velkomin aftur í bandið hvenær sem hún vildi. Vill spila með David Bowie DAVID BOWIE Black Francis vill spila með David Bowie á tónleikaferð. NORDICPHOTOS/GETTY Nicole Kidman, fyrrverandi eig- inkona Toms Cruise, segist aldrei hafa verið almennilega ástfang- in af leikaranum. Hún segir að aðeins Brad Pitt og Angelina Jolie séu í aðstöðu til að skilja Holly- wood-hjónaband þeirra. „Svona tilvera er sérstök. Þið einbeitið ykkur mjög hvort að öðru og eruð inni í sápukúlu,“ sagði leikkonan við Vanity Fair. „Með fullri virðingu fyrir því sem ég átti með Tom þá hef ég núna hitt mína einu, sönnu ást,“ sagði hún og átti við sveitasöngv- arann Keith Urban. „Ég vissi ekki hvort ég myndi finna þessa ást. Mig langaði að finna hana en ekki á tímabili. Þá vildi ég ekki hoppa úr einu sambandi í annað.“ Ekki sönn ást með Cruise NICOLE KIDMAN Leikkonan hefur núna hitt sína einu, sönnu ást. NORDICPHOTOS/GETTY „Þetta er virkilega ánægjulegt því það var mikið óvissuverkefni að þýða plötuna á ensku þó svo það hafi alltaf verið planið að gera það,“ segir María Rut Reynisdótt- ir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, en plata hans In The Silence hefur fengið frábæra dóma í fjölmiðl- um erlendis. Platan er komin út í Danmörku og Hollandi og kemur út í Bretlandi og víðar í Evrópu 27. janúar. Þá kemur hún út 4. febrúar í Bandaríkjunum. „Tímarit á borð við The Line Of Best Fit, Uncut og dagblaðið The Independent hafa öll gefið plötunni prýðis dóma,“ útskýrir María Rut. Tvær fyrstu smáskífur Ásgeirs af plötunni hafa hlotið góða dóma og hafa til dæmis náð inn á vin- sældalista Hypem, og hafa einnig verið talsvert spilaðar í útvarpi víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Á miðvikudagskvöld kom Ásgeir fram á sínum fyrstu tónleikum í London sem aðalnúmer. „Hann hefur oft komið fram í London sem upphitunaratriði en nú var hann í fyrsta sinn aðalnúmerið. „Þegar Ásgeir byrjar túrinn sinn sem byrjar í nóvember, í Köben, verða það aðrir tónleikarnir sem hann selur upp á, á skömmum tíma. Tónleikarnir eru í Koncerthuset sem er Harpa þeirra Dana,“ bætir María Rut við. Ásgeir kemur fram á Airwaves off-venue á Kexi, á föstudagskvöld klukkan 20.30 en þeir verða í beinni á KEXP í Seattle í Bandaríkjunum. Þá kemur hann fram í Silfurbergi í Hörpu á laugardagskvöld klukkan 22.00. - glp Útlitið er bjart hjá Ásgeiri á erlendri grundu In The Silence með Ásgeiri Trausta hefur fengið frábæra dóma erlendis þar sem platan verður gefi n út. ÚTLITIÐ BJART Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti fær prýðis dóma í erlendum miðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI The Independent gaf plötunni fj órar stjörnur af fi mm mögulegum The Line Of Best Fit gaf plötunni 8,5 af 10 Uncut gaf plötunni 8 af 10 Bitcandy gaf plötunni 9,4 af 10 Dæmi um dóma í erlendum miðlum REYKJANESBÆAKUREYRISELFOSSISMÁRATORGIKRINGLUNNILÁGMÚLALAUGAVEGI ÍS LE N SK A S IA .IS H LS 6 61 95 1 0/ 13 Solaray Sea Buckthorn hylki Omega 7 fitusýra fyrir húðina. Happy People súkkulaðistafur & KOKO kókosmjólk Dásamlegt heitt kakó í kósíheitum. VIVANI lífrænt lúxussúkkulaði Þú kaupir þrjú en borgar fyrir tvö. Bedtime & positive energy te Fyrsta „góða nótt“ teið frá Yogi. Hárkúr & þaratöflur Guli miðinn Styrkir húð, hár og neglur. Ótrúlegur árangur! Triphala hylki, olía og Neti Pot Himalyan Institute. Frábær hreinsun! D-vítamínbókin Ný bók, full af fróðleik um gagnsemi D-vítamíns. Frábært verð! Nature Plus bætiefnalínan Frábær bætiefni fyrir alla. Dularfullt og seiðandi baðsalt Aubrey lífræn andlitslína Hreinasta húðlínan á markaðnum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.