Fréttablaðið - 01.11.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.11.2013, Blaðsíða 12
1. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | Í Pfaff laugardaginn 2. nóvember frá kl. 11–16 Huskylock S-15 – verð kr. 79.900 Tilboð kr. 64.900 Singer – verð kr. 69.900 Tilboð kr. 54.900 Frábær tilboð á saumavélum og overlockvélum • Sýnikennsla – Hvernig á að sauma barnaföt – jólaföt fyrir stelpur og stráka. • Nýjasta nýtt – Snið og ný efni frá Föndru sýnd. Husqvarna Emerald 116 – verð kr. 54.900 Tilboð kr. 44.900 Husqvarna Emerald 118 – verð kr. 64.900 Tilboð kr. 54.900 Husqvarna Opal 650 – verð kr. 109900 Tilboð kr. 89.900 Saumum saman barnaföt 25% afsláttur af fylgihlutum fyrir saumavélar Pfaff Grensásvegi 13 Sími 414 0400 www.pfaff.is ÖRYGGISMÁL Íslensk stjórnvöld hafa innt Bandaríkin eftir form- legum svörum varðandi njósna- starfsemi hér á landi. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra á Alþingi í gær þegar rætt var um það sem fram kom í spænska dagblaðinu El Mundo. Þar kemur meðal annars fram að Ísland sé á meðal þeirra ríkja sem verið hafa í samstarfi við bandarísku Þjóðaröryggisstofn- unina (NSA) um upplýsingaöflun. Sendiherra Bandaríkjanna var kallaður á teppið hjá skrif- stofustjóra í utanríkisráðuneyt- inu vegna málsins og hefur skila- boðum íslenskra stjórnvalda verið komið áfram til Washington. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Össur Skarphéðinsson, fyrr- verandi utanríkisráðherra, að íslensk stjórnvöld hefðu ekki átt í nánu samstarfi við NSA. Frétt El Mundo er unnin af blaðamanninum Glenn Greenwald, upp úr gögnum uppljóstrarans Edwards Snowden. Þar er Ísland sett í hóp með ríkjum sem hafa átt í hnitmiðuðu samstarfi við stofn- anirnar. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í sam- tali við fréttastofu RÚV að hann hygðist óska eftir svari um það af hverju Ísland væri yfirleitt á umræddum lista. Fleiri ríki eru á þessum lista, þar á meðal Danmörk – en forsætisráð- herra Danmerkur, Helle Thorn- ing-Schmidt, sá í gær enga ástæðu til að afneita slíku samstarfi: „Að sjálfsögðu erum við í samstarfi við aðrar leyniþjónustur,“ var haft eftir henni á vefsíðu Jótlandspóstsins. Netþjónustufyrirtækin Google og Yahoo brugðust hins vegar ókvæða við þegar fréttist af því – einnig upp úr gögnum frá þeim Snowden og Greenwald – að NSA hafi brotist inn í tölvukerfi þeirra og náð sér þar í upplýsingar um netnotkun milljóna manna. „Við erum hneyksluð á því hve langt ríkisstjórnin virðist hafa gengið til að komast yfir gögn úr persónulegum ljósleiðaranet- um okkar,“ segir í yfirlýsingu frá David Drummond, yfirmanni lög- fræðisviðs Google. Bandarísk stjórnvöld hafa brugðist við með því að boða endur skoðun á starfseminni. gudsteinn@frettabladid.is, thorgils@frettabladid.is Óska skýringa á veru Íslands á lista NSA Íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri ósk til Bandaríkjanna um formleg svör vegna fregna af því að Ísland sé á lista yfir samstarfslönd öryggisstofnana vestra. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að ekki hafi verið unnið náið með NSA. Í HÖFUÐSTÖÐVUM NSA Gögnum safnað í stórum stíl. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR Vegagerðin hefur á síðustu fimm árum varið tæpum milljarði í girðingar og viðhald þeirra við vegi landsins. Þetta kemur fram í svari Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur innanríkisráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Í svari ráðherra kemur fram að á árunum 2008- 2012 hefur Vegagerðin kostað 320 kílómetra af girð- ingum með eldri vegum og á sama tíma hafa komið fram óskir um 300 kílómetra af girðingum til við- bótar. Til þess að uppfylla fyrirliggjandi óskir um nýjar girðingar má áætla að þurfi um 350 milljónir króna. Samkvæmt reglugerð um girðingar meðfram vegum ber Vegagerðinni að „girða báðum megin vegar sem lagður er gegnum tún, ræktarland, engjar eða girt beitiland“, enda er vegurinn lagð- ur í gegnum land í einkaeigu. Viðhaldskostnaður girðinga meðfram stofn- og tengivegum greiðist að jöfnu af Vegagerðinni og landeiganda. Í ályktun á Búnaðarþingi 2013 er bent á að víða sé misbrestur á að viðhaldi girðinga meðfram vegum sé sinnt. Nauðsynlegt sé að bæta úr því og leiðin til þess sé að landeigendur, sveitarfélög og Vegagerðin efli samstarf um veggirðingar. - shá Vegagerðin skal girða meðfram vegi sem fer í gegnum land í einkaeigu: Milljarður í girðingar á 5 árum INNAN GIRÐINGAR Eins og gefur að skilja eiga girðingar að tryggja öryggi vegfarenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■ Í skjali, sem spænska dagblaðið El Mundo birti, er listi yfir þau ríki sem Þjóðaröryggisstofnun (NSA) og Öryggisþjónusta Bandaríkjanna (CSS) segjast hafa verið í samstarfi við: Víðtækt samstarf: Bretland, Ástralía, Kanada, Nýja-Sjáland Hnitmiðað samstarf: Austurríki, Belgía, Danmörk, Grikkland, Ísland, Ítalía, Japan, Lúxemborg, Holland, Noregur, Portúgal, Pólland, Spánn, Suður-Kórea, Svíþjóð, Sviss, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland, Þýskaland ■ Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden dvelur nú í Rússlandi á flótta undan bandarískum yfirvöldum. Hann er að sögn lögmanns hans, kominn með vinnu og hefur í dag störf hjá rússnesku fyrirtæki við að sinna og þróa vefsíðu. Samstarfslönd NSA og CSS KJARAMÁL „Það er ljóst að kjara- viðræður munu ráðast að veru- legu leyti af aðkomu stjórnvalda að þeim,“ segir Þorsteinn Víglunds- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Aðilar vinnumarkaðarins vilja vita eigi síðar en í næstu viku hvernig stjórn efnahagsmála verði háttað næstu misseri. Þeir bíða eftir svörum um hvernig ríkis- stjórnin ætlar að ná tökum á óstöð- ugu gengi krónunnar, þrálátri verðbólgu, hvernig afnámi gjald- eyrishafta verði háttað, aðgerðum í þágu skuldsettra heimila og svo framvegis. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði í fréttum Bylgjunnar að stjórnvöld þyrftu að koma með sitt innlegg í samningagerðina. Að þeirra mati er samflot hreyf- inganna í kjaraviðræðum í hættu ef stjórnvöld sýna ekki á spilin á næstu dögum. „Ef félögin fara að semja hvert í sínu lagi er ljóst að það verður erfiðara um vik að ná sameiginlegri niðurstöðu um kjara- samninga sem hafa það að mark- miði að vinna bug á verðbólgunni,“ segir Þorsteinn. - jme Aðilar vinnumarkaðarins bíða óþreyjufullir eftir svörum frá stjórnvöldum Samflot félaganna í hættu ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON GYLFI ARNBJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.