Fréttablaðið - 01.11.2013, Blaðsíða 62
1. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 38
FÖSTUDAGURHVAÐ? HVENÆR? HVAR? EKKI MISSA AF
Opnanir
16.00 Sýning á verkum Önnu G. Torfadóttur
opnuð í Artóteki. Sýningin er á Reykjavíkurtorgi á
1. hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu
15. Sýningin stendur til 8. desember. Opið er
mánudaga til fimmtudaga klukkan 10 til 19,
föstudaga kl. 11 til 18 og um helgar kl. 13 til 17.
17.00 Sýning á verkum Steinunnar Þórarinsdóttur
verður opnuð í Tveimur hröfnum listhúsi, Baldurs-
götu 12 (gegnt veitingastaðnum Þremur frökkum).
Á sýningunni verða fígúratífir skúlptúrar og verk
unnin í gler.
Tónlist
12.15 Tónleikaröðin Klassík í hádeginu fer fram í
Gerðubergi í dag. Listrænn stjórnandi er Nína Mar-
grét Grímsdóttir. Aðgangur er ókeypis.
22.00 Páll Rósinkranz og hljómsveit koma fram á
Café Rosenberg.
23.00 Lifandi tónlist verður á Obladíoblada,
Frakkastíg 8.
Fyrirlestrar
15.00 Fyrirlestrar á haustdögum fara fram á
vegum Listnámsbrautar VMA og Sjónlistamiðstöðv-
arinnar. Skóhönnuðurinn Halldóra Eydís Jónsdóttir
verður með fyrirlestur í stofu M01 í VMA.
20.00 Bergsteinn Jónsson heldur fyrirlestur um
tengingu huga og líkama í gegnum orkustöðvarnar
í húsi Lífspekifélags Íslands, Ingólfsstræti 22.
Markaðir
12.00 Dreifingarfélagið Kongó stendur að tónlist-
armarkaði á Kexi Hosteli í tengslum við Airwaves-
hátíðina. Markaðurinn er opinn til 21 þá daga sem
hátíðin stendur yfir.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is
„Þessi staður er fínn fyrir fólk
sem vill koma og dansa af sér rass-
gatið,“ segir Össur Hafþórsson.
Hann opnar í kvöld skemmti-
staðinn Park á Hverfisgötu 20 þar
sem Hverfisbarinn var eitt sinn
til húsa. Þar verður elektrónísk
danstónlist í boði og ætti fólk því
að geta sleppt fram af sér beislinu
í trylltum dansi. Auk Össurar eru
kona hans Linda Mjöll Þorsteins-
dóttir og Eyvindur Eggertsson eig-
endur staðarins.
„Faktorý var með hliðarsal helg-
aðan raftónlist og sinnti því mjög
vel. Eftir að sá staður hætti vant-
aði góðan dansstað á þessu efra
svæði með alvöru hljóðkerfi,“
segir Össur um Park, sem býður
upp á kerfi af tegundinni Function
One frá Óla ofur.
Össur átti áður skemmtistað-
inn Sódómu en seldi hann árið
2010. Núna rekur hann Bar 11 á
Hverfis götu og Bar 7 á Frakka-
stígnum, auk húðflúrsstofunnar
Reykjavík Ink á Frakkastíg ásamt
Lindu Mjöll.
Fríar veitingar verða í boði
á Park í kvöld milli kl. 21 og 23
og er öllum boðið. „Það eru allir
velkomnir, ekkert VIP. Vonandi
sjáum við sem flesta,“ segir Össur.
freyr@frettabladid.is
Fólk getur dansað af
sér rassgatið á Park
Nýr skemmtistaður, Park, opnaður í kvöld. Elektrónísk tónlist verður í fyrirrúmi.
Arnar og Frímann úr Hugarástandi koma fram í kvöld, auk BenSol. Á
laugardaginn mætir Alex Session frá London. Hann hefur notið vinsælda
síðustu tíu ár og kom lengi fram undir nafninu Noisses. Sama kvöld kemur
plötusnúðurinn Margeir fram.
➜ Arnar og Frímann spila í kvöld
ÖSSUR Á PARK Össur Hafþórsson á nýjasta skemmtistað sínum, Park. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Anna á Artótek
Sýning opnar í dag.
Á sýningu Önnu G. Torfadóttur í
Artóteki verða sýnd grafíkþrykk,
dúkristur og ljósmyndagrafík.
Anna lærði myndlist í
Myndlistaskóla Reykjavíkur og
Myndlista- og handíðaskóla
Íslands þaðan sem hún lauk námi
frá grafíkdeild árið 1987. Hún
hefur haldið einkasýningar og
tekið þátt í fj ölmörgum samsýnin-
gum bæði á Íslandi og erlendis.
Hugleikur Dagsson flytur uppistand sitt, Djókaín, í Háskólabíói þann 29.
nóvember. Miðasala á viðburðinn hefst í dag.
Hugleikur hóf uppistandstúr sinn á Höfn í Hornafirði í byrjun septem-
ber. Hann hefur einnig komið fram á Egilsstöðum og Akureyri auk fleiri
staða. Meðal umfjöllunarefnis Hugleiks á sýningunni er klámvæðingin,
íslenska tungumálið, barneignir og hákarlar.
„Þetta er hálfgerð „best of“ sýning. Ég fer með efni alveg frá því ég
byrjaði í uppistandi. Sýningin er um sjötíu mínútur að lengd, nema ég
sé æstur og tali hratt, þá gæti hún orðið styttri,“ sagði Hugleikur um
sýninguna.
Djókaín er bannað börnum yngri en 13 ára.
Hugleikur Dagsson með uppistand í Háskólabíói:
Djókaín til Reykjavíkur
TIL REYKJA-
VÍKUR
Hugleikur
Dagsson flytur
uppistand sitt
í Háskólabíói í
nóvember.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
www.odalsostar.is
TINDUR
OSTUR ÚR SKAGAFIRÐINUM
Nýjasti meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er
framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu
Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið
hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu
einkennandi þétta bragði hefur verið náð.
Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir
við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér.
Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur
hann fátt yfirgnæfa sig.
HYDROXYCUT
WILDBERRY 21 BRÉF
KR
PK
ÁÐUR 5.990 KR
www.netto.is
| Mjódd · Salavegur · Grandi· Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær ·
Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
Kræsingar & kostakjör