Fréttablaðið - 01.11.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.11.2013, Blaðsíða 42
FRÉTTABLAÐIÐ Tíska og hönnun. Gómsæti og dans. Dr. Bragi. Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. Hrekkjavakan. Hrekkjavökukökur. Förðun. Helgarmaturinn og Spjörunum úr 10 • LÍFIÐ 1. NÓVEMBER 2013 TÆLANDI KVEN- DJÖFULL OG STRIPPARI Hvað ætlar þú að gera í tilefni hrekkjavökunnar? „Ég verð í bænum, á Airwaves um helgina í tilefni hrekkjavökunn- ar. Það er samt aldrei að vita nema maður skelli sér í einhvern flottan bún- ing af því tilefni og jafn- vel í stripparabúning.“ Bjarni Lárus Hall tónlistarmaður t „Það er aldrei að vita. Ég var að koma til Reykja- víkur og þarf aðeins að kanna stemminguna áður en ég læt vaða í búning. Ég hef aldrei farið í bún- ing á hrekkjavöku þann- ig að það kitlar mig svo- lítið. Ef ég færi í búning myndi ég líklega helst koma mér í gervi tælandi kvendjöfuls.“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta „Ég ætla ekki að gera neitt sérstakt um helgina í tilefni hrekkjavökunnar og ég verð því miður ekki á landinu. Ég hef lítið haldið upp á hrekkja- vökuna undanfarin ár en það er samt gaman að þessu.“ Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona „Það er mjög vinsælt að setja mynd yfir á gömlu sultukrukkuna og búa þannig til fallegt ljósker eða setja mynd yfir á blindramma og jafnvel á púða. Þetta er gert með nýju efni, „Photo Transfer“, en með því er auðvelt að færa myndir yfir á mismunandi fleti, svo sem tau, gler, tré og fleira. Þannig verð- ur ekkert mál að búa til persónu- legar jólagjafir með myndum af fjölskyldunni eða heimilisdýrinu,“ segir Björg Benediktsdóttir, eig- andi verslunarinnar Föndru á Dal- vegi 18. Í Föndru er úrval sniðugra lausna í skemmtilegar og persónu- legar jólagjafir gerðar í höndunum. „Hér er hægt að fá endalaus- ar hugmyndir og leiðbeiningar eru inni á vefnum okkar, www. fondra.is,“ segir Björg. „Það er til dæmis mjög vinsælt að gera kerti með myndum. Þá er notað sérstakt kertalím með eldvörn; „Kerzen Potch“. Límið er hita- þolið og því brennur pappírinn síður. Þegar kertið er brunnið til hálfs er sniðugt að setja spritt- kerti ofan í hólkinn sem myndast og úr verður falleg lukt,“ útskýr- ir Björg en á kertin er hægt að setja persónulegar myndir eða finna fallega mynd í safni kerta- mynda á Facbook-síðu Föndru. Skartgripir eru einnig vinsæl- ir í jólapakkann og í Föndru eru haldin námskeið í skartgripagerð sem Björg segir afar vinsæl hjá vinkvennahópum. „Oft koma mæðgur eða systur saman og búa til festar og arm- bönd. Þá eigum við mikið úrval af garni og vefnaðarvöru, upp- skriftir og sníðablöð og meðal annars dönsku sniðin frá Onion, sem passa okkur Íslendingum svo vel.“ Nánar má skoða úrvalið, nám- skeið og fylgjast með fréttum hjá Föndru á Facebook. PERSÓNULEGRI GJAFIR Verslunin Föndra á Dalvegi 18. býður úrval einfaldra lausna til að útbúa fallegar jóla- gjafir heima. Persónulegar myndir á lugtir og púða eru vinsælt til gjafa. Með Photo Transfer er auðvelt að færa myndir yfir á hvaða flöt sem er og búa þannig til persónulegar jólagjafir. MYND/VALLI AUGLÝSING: FÖNDRA KYNNIR ust var hún tveggja barna móðir og hann átti þrjár dætur. Hún segir frá því hvernig samsett- ar fjölskyldur krefjast mikillar málamiðlunar og oft myndist tog- streita. „Stundum hefði maður viljað læra áfangann „fjölskylda 101“,“ segir hún flissandi. „Það er svo margt sem gengur á þegar fjölskyldur tengjast en börnin velja ekki stjúpforeldrana og for- eldra sína. Fólk verður að vinna saman með skilning á báða bóga, kurteisi og virðingu án þess að reyna að þóknast. Ég get því vel ímyndað mér að allar ráðgjafar- skrifstofur séu fullar af svoleiðis fjölskyldum.“ Nýr kafli í lífinu Hvernig er svo að eignast lítil börn þegar hin eru uppkomin? „Þessir litlu guttar tengja okkur öll betur saman og það er eins og ég sé bara byrjuð upp á nýtt. Það myndast betri vinskapur og teng- ing við eldri börnin. Í dag hugsa ég bara að ég vilji njóta barnanna og skítt með þvottinn. Það þarf bæði rigningu og sól til að gera regnboga. Maðurinn minn þarf að ferðast töluvert og ég þarf að standa vaktina 24/7. Þegar maður ákveður að eignast börn á miðjum aldri þá finnst manni nú helvíti skítt að þurfa að vera með þau í pössun allan daginn og líka á kvöldin. Það eru því forréttindi að vinna heima og skapa eitthvað skemmtilegt.“ Í stríði við skólakerfið Þú hefur talað opinskátt um að skólakerfið hafi brugðist syni þínum á unglingsárunum fyrir að hafa verið með sérþarfir? „Ég hef átt margar andvökunætur út af þessu máli en stundum voru símtöl milli mín og skólastjór- ans fram á nótt. Skólinn og kenn- ararnir eiga stóran þátt í að móta framtíð barnanna okkar og geta hreinlega lagt barn í einelti. Ég barðist fyrir syni mínum í skóla- kerfinu lengi. Hann fékk ADHD- greiningar en það uppgötvaðist mjög seint. Hann þurfti hjálp en hvatvísir krakkar stjórnast af að- stæðum og eru áhrifagjarnir. Það er hræðilegt að fá athygli fyrir að vera vandmál en hann var bara fyrir í skólanum og mér fannst þau útiloka málin. Það þarf aldeil- is að taka til í þessu kerfi því þar er fullt af fólki sem er ekki starfi sínu vaxið. Menntasvið Reykja- víkurborgar stóð með mér en á endanum lét ég hann skipta um skóla rétt fyrir 10. bekk og setti hann á sjálfstyrkingarnámskeið hjá Dale Carnegie. Ég velti oft fyrir mér hvort ég hefði getað gert eitthvað öðru vísi og hvort ég hefði gert eitthvað vitlaust. Allar mæður vilja hjálpa börn- unum sínum og vernda þau. Eftir þessa upplifun sína valdi hann að fara út af beinu brautinni en í dag er hann kominn aftur og stendur sig einstaklega vel og er flottur ungur maður.“ Hver eða hvað veitir þér inn- blástur í þínu daglega lífi? „Að lesa eitthvað jákvætt og upp- byggilegt og vera innan um skemmtilegt fólk. Maður velur ekki fjölskyldu sína en vinina á maður að velja vel. Að horfa á fal- legt listaverk og skoða fallegan atkitektúr veitir mér einnig inn- blástur. Að hlæja nógu mikið að liðinni fortíð því nútíðin er gjöf og framtíðin er óskrifað blað.“ MATUR? Humar og Pekingönd. DRYKKUR? Ég drekk mikið af vatni, gæti dottið í gamla góða kókist- ann en svo finnst mér kampavín ógeðslega gott og Cava. VEITINGAHÚS? Hótel Holt. Uppáhalds VEFSÍÐA? www.tiska.is VERSLUN? Ég ótal margar uppáhalds versl- anir sem eru Kúltúr, Eva, Zara, Lin- dex, Ted Baker jú, með dassi af H&M. HÖNNUÐUR? Coco Chanel, Lagerfeld, Balenc- iaga, Moschino og Malene Birger. HREYFING? Mér finnst frekar leiðinlegt að æfa en ofurþjálfarinn Arnar Grant þjálfar mig tvisvar í viku í World Class. DEKUR? Kertaljós heitur pottur, tónlist og góður andlitsmaski. Annars fer ég alltaf í Laugar spa sem er best geymda leyndarmálið í bænum. Þetta eru engin geimvísindi og ég vil alls ekki breyta konum en mig langar bara að hjálpa konum að vera besta útgáfan af sjálfri sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.