Fréttablaðið - 01.11.2013, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 01.11.2013, Blaðsíða 72
1. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 48 DOMINOS KARLA VALUR - KEFLAVÍK 76-94 (39-50) Stigahæstir: Ragnar Gylfason 20, Chris Woods 14, Rúnar Ingi Erlingsson 12, Birgir Björn Pétursson 11 - Michael Craion 21/21 frák./3 varin, Arnar Freyr Jónsson 19/6 stoðs./5 stolnir, Darrel Lewis 16, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Gunnar Ólafsson 9. GRINDAVÍK - ÍR 98-73 (50-44) Stigahæstir: Jóhann Árni Ólafsson 29/8 frák./6 stoðs., Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/9 frák./6 stoðs., Þorleifur Ólafsson 15, Jón Axel Guðmundsson 9/7 frák./5 stoðs. - Sveinbjörn Claessen 19, Hjalti Friðriksson 15/10 frák., Terry Leake Jr. 14/12 frák., Björgvin Ríkharðsson 9. OLÍS DEILD KVENNA FRAM - VALUR 19-24 (11-12) Mörk Fram (skot): Ragnheiður Júlíusdóttir 9 (25), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4/2 (10/3), María Karlsdóttir 3 (3), Kristín Helgadóttir 1 (1), Hekla Rún Ámundadóttir 1 (2), Hafdís Shizuka Iura 1 (3), Varin skot: Hildur Gunnarsdóttir 7 (21, 33%), Sunneva Einarsdóttir 4/1 (14/1, 29%), Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 7 (11/1), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5 (6/1), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 5 (9), Karólína Bærhenz Lárudóttir 2 (4), Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 2 (6), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (6), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (5). Varin skot: Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir 11 (19, 58%), Guðný Jenný Ásmundsdóttir 4 (15/2, 27%). HM KVENNA Í FÓTB. SERBÍA - ÍSLAND 1-2 0-1 Margrét Lára Viðarsdóttir (19.), 0-2 Katrín Ómarsdóttir (43.), 1-2 Marija Ilić (68.), Lið Íslands: Þóra Björg Helgadóttir - Dóra María Lárusdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir - Katrín Ómarsdóttir (80. Fanndís Friðriksdóttir), Margrét Lára Viðarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir (64., Dagný Brynjarsdóttir) - Harpa Þorsteinsdóttir (80. Guðmunda Brynja Óladóttir). DANMÖRK - SVISS 0-1 0-1 Ramona Bachmann (26.) Stigin: Sviss 9, Ísrael 3, Ísland 3, Danmörk 1, Serbía 1, Malta. Sannfærandi hjá Valskonum í Safamýri HANDBOLTI Valskonur komust á toppinn í Olís-deild kvenna eftir öruggan fimm marka sigur á Íslandsmeisturum Fram, 24-19, í Safamýrinni í gærkvöldi. Valur hefur eins marks forskot á Stjörnuna sem á leik inni. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er kominn á fullt hjá Val eftir fæð- ingarorlof og munar mikið um það. Kristín Guðmundsdóttir var markahæst með sjö mörk. Hin 16 ára Ragnheiður Júlíusdóttir skor- aði níu mörk fyrir Fram. - óój NÍU MÖRK Ragnheiður Júliusdóttir hélt Fram á floti í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL visir.is Frekari umfjöllun um leikinn í gærkvöldi KÖRFUBOLTI Njarðvík og KR mætast í Ljónagryfjunni kl. 18.00 í kvöld í 32 liða úrslitum Powerade- bikars karla í körfubolta. Það er því stutt á milli stórleikja í Ljónagryfjunni því vikan þar byrjaði á frábærum leik Njarðvíkur og Keflavíkur í Domino‘s-deildinni á mánudag þar sem gestirnir úr Keflavík skoruðu sigurkörfuna í blálokin. Njarðvíkingar eiga því á hættu að tapa fyrir tveimur erkifjendum á heimavelli á fimm dögum og það er öruggt að Logi Gunnarsson og Njarðvíkurhúnarnir ætla ekki að láta það gerast. Mótherjarnir eru hins vegar ekki af lakari gerðinni því KR-liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í Domino‘s-deildinni, þar af 15 stiga sigur í Hólminum í síðustu umferð þar sem Pavel Ermolinskij var með tröllaþrennu. Augun verða á Pavel í kvöld því það má líta á leikinn sem einvígi i hans og Njarðvíkingsins Elvars Más Friðrikssonar sem uppgjör á milli tveggja af bestu en jafnframt ólíkustu leikstjórnendum. - óój Stutt á milli stórleikjanna PAVEL ERMOLINSKIJ Var með glæsi- lega í síðasta leik. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Freyr Alexandersson og stelpurnar hans í kvennalandslið- inu eru komin á blað í 3. riðli und- ankeppni HM 2015 eftir 2-1 sigur í kaflaskiptum leik í Serbíu í gær. Íslenska liðið skoraði bæði mörk- in sín í fyrri hálfleik en gaf síðan færi á sér í seinni hálfleik þegar serbneska liðið var meira með boltann. „Við áttum frábæran fyrri hálfleik og það er langt síðan liðið hefur spilað eins vel og í fyrri hálfleik. Við vorum mjög hreyfanlegar, sköpuðum fullt af flottum marktækifærum. og héldum boltanum mjög vel,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir leikinn. Margrét Lára skoraði fyrra mark Íslands á 19. mínútu en það síðara skoraði Katrín Ómarsdóttir tveimur mínútum fyrir hálfleik. „Við beittum hápressu í fyrri hálfleiknum og það fór svolítið mikil orka í það. Við duttum niður í seinni hálfleiknum en við spiluðum mjög góða vörn allan leikinn og Þóra var frábær í markinu í seinni hálfleiknum og bjargaði okkur þá nokkrum sinnum. Sigurinn var mjög sanngjarn og kærkominn,“ sagði Margrét Lára. Þetta var lokaleikur liðsins á árinu en átta af tíu leikjum liðsins í riðlinum fara fram á árinu 2014. „Við fáum góða æfingaleiki á Algarve í mars. Við erum lið á uppleið og munum bara vaxa. Þessi sigur gefur okkur aukið sjálfstraust og gefur okkur von um að halda draumnum á lífi að komast á HM. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur,“ segir Margrét. Sviss vann 1- 0 sigur á Danmörku í gær og er með fullt hús (9 stig) og sex stiga forskot á næstu lið í riðlinum. „Auðvitað stefnum við alltaf á fyrsta sætið í riðlinum en eins og staðan er í dag þá er raunhæfara fyrir okkur að setja stefnuna á að ná öðru sætinu. Danmörk verður okkar helsti andstæðingur í framhaldinu eins og þetta lítur út í dag,“ segir Margrét Lára. Margrét Lára hefur verið í leiðtogahlutverki hjá landsliðinu í mörg ár en bar nú fyrirliðabandið í fyrsta sinn. „Ég fann það alveg að þetta gaf mér svolítið extra. Ég er búin að vera í þessu liði í ellefu ár og hafa sama hlutverkið nær allan tímann. Það er gaman fyrir mig að fá nýja áskorun og nýtt og stærra verkefni. Þetta er mikill heiður og vonandi á þetta bara eftir að þroska mig enn frekar sem leikmann,“ sagði Margrét Lára. En var hún búin að bíða eftir fyrirliðabandinu? „Katrín er búin að vera fyrirliði þessa liðs og hefur sinnt því alveg einstaklega vel. Það er gríðarlegur heiður að fá að leiða besta lið Íslands í knattspyrnu út á völlinn. Það er einstakt og vonandi get ég sinnt því hlutverki vel,“ sagði Margrét Lára sem var að leika sinn 94. landsleik í Belgrad í gær. Íslenska liðið hefur aldrei náð betri árangri en á árinu 2013 þegar liðið varð meðal átta bestu liðanna á Evrópumótinu í Svíþjóð. „Þetta er búið að vera frábært ár. Við komust í átta liða úrslit á EM og svo erum við á lífi í und- ankeppni HM. Við erum lið á upp- leið og hlökkum til næsta árs. Það er frábært að ná að vinna þennan mikilvæga lokaleik á árinu og það gefur okkur aukinn kraft fyrir framhaldið,“ sagði Margrét Lára að lokum. ooj@frettabladid.is Við hlökkum til næsta árs Íslenska kvennalandsliðið vann 2-1 útisigur á Serbíu í gær í lokaleiknum á eft irminnilegu ári. Þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Freys Alexanderssonar og fyrsti leikur Margrétar Láru Viðarsdóttur sem fyrirliða. 71. LANDSLIÐSMARKIÐ Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar hér marki sínu ásamt liðsfélögum sínum en hún skoraði í fyrsta leik sínum sem fyrirliði liðsins. MYND/KSÍ/HILMAR ÞÓR GUÐMUNDSSON SPORT HANDBOLTI „Liðið hefur æft vel undanfarna daga,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, en liðið mætir því aust- urríska í tveimur vináttuleikjum ytra í kvöld og á morgun. Fyrri leikurinn fer fram í Linz í kvöld og hefst klukkan 19.20. „Við erum klárir í leikina. Vissu- lega myndi maður vilja hafa full- skipaðan leikmannahóp en forföll- in eru mikil að þessu sinni. Nú fá aðrir leikmenn tækifærið og von- andi nýta þeir það.“ Alexander Petersson, Aron Pálmarsson, Arnór Þór Gunnars- son og Ingimundur Ingimundar- son eru allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þá getur Rúnar Kárason ekki tekið þátt í verk- efninu af persónulegum ástæðum. Þórir Ólafsson sneri sig á ökkla á æfingu í vikunni. „Þórir gat tekið þátt í æfingu í morgun og mun líklega koma við sögu í leikjunum gegn Austur- ríki.“ Hægri skyttustaðan er stórt spurningarmerki fyrir leikina gegn Austurríkismönnum en tvær örvhentar skyttur eru ekki með vegna meiðsla. Það mun því mikið mæða á Ásgeiri Erni Hallgríms- syni í leikjunum en hann hefur lítið fengið að spreyta sig með félagsliði sínu PSG á tímabilinu. Aron hefur því áhyggjur af litlum spilatíma hans. „Við verðum að horfa til fram- tíðar og viljum sjá ákveðna leik- menn í þessum leikjum. Árni Steinn [Steinþórsson], leikmaður Hauka, hefur staðið sig frábær- lega á æfingum síðastliðna daga og er greinilega mjög einbeittur fyrir þessu verkefni.“ Árni leikur í hægri skyttustöðu með Haukum. Gunnar Steinn Jónsson, leik- maður Nantes í Frakklandi, og Fannar Þór Friðgeirsson, leik- maður Grosswallstadt í Þýska- landi, voru ekki valdir í landsliðs- hópinn fyrir leikina. Róbert Aron Hostert var aftur á móti valinn í hópinn en Róbert leikur með ÍBV í Olís-deildinni. „Í dag erum við með frábæra leikstjórnendur sem allir geta leyst þessa stöðu vel. Snorri Steinn Guðjónsson er leikstjór- nandi íslenska landsliðsins og hefur sinnt þeirri stöðu einstak- lega vel undanfarin ár. Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Ólafur Bjarki [Ragnarsson] eru einnig allir mjög frambærilegir leikstjórnendur og því erum við ekki á flæðiskeri staddir þegar kemur að þeirri stöðu. Ég ákvað aftur á móti að velja Róbert Aron í hópinn til að gefa honum tæki- færi til að sýna sig. Hann hefur spilað vel með ÍBV á tímabilinu. Við sjáum hann sem framtíðar- leikmann en menn verða ein- hvers staðar að byrja og núna er tækifæri fyrir hann. Þessir leik- menn eru einfaldlega hættulegri en aðrir og því valdir í hópinn.“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, er einnig landsliðsþjálf- ari Austurríkis. „Ég þekki Patta vel og því verður gaman að mæta honum á morgun. Þetta austurríska lið er vel mann- að og er til að mynda ekki með sömu forföll og við fyrir þessa leiki. Við munum líklega mæta þeirra sterkasta liði, sem verð- ur góð prófraun fyrir okkar leik- menn.“ stefanp@frettabladid.is Verðum að horfa til framtíðar Íslenska landsliðið í handknattleik mætir því austurríska í tveimur æfi ngaleikjum í kvöld og á morgun. MIKIL FORFÖLL Aron Kristjánsson er nokkuð bjartsýnn fyrir leikina gegn Austurríki þrátt fyrir töluverð forföll leikmanna vegna meiðsla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson handknattleiks- dómarar hafa fengið það verkefni að dæma í Asian Club League Championship en parið var valið af alþjóða dómarasambandinu IHF. Mótið fer fram í Katar í nóvember og dvelja dómar- arnir þar frá 6. nóvember til 22. nóvember meðan á mótinu stendur. Alls verða tíu dómarapör starfandi á mótinu en aðeins þrjú pör koma frá Evrópu og því er þetta mikill heiður fyrir Íslendingana. Anton Gylfi dæmdi árum saman ásamt Hlyni Leifssyni og voru þeir eitt besta dómarapar á Íslandi í áraraðir en Hlynur lagði flautuna á hilluna í vor og tók því Anton saman við Jónas. Dæma í asísku Meistaradeildinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.