Fréttablaðið - 19.11.2013, Qupperneq 4
19. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra segist vilja forð-
ast allt sem auki skuldir ríkisins
og þá sérstaklega ráðstafanir sem
draga úr lánshæfismati á íslenska
ríkinu.
Þetta kom fram í svari hans
við fyrirspurn Helga Hjörvar,
þingmanns Samfylkingar, sem
bað fjármálaráðherra að taka af
öll tvímæli um að ekki stæði til
að fjármagna skuldaleiðrétting-
arnar með skuldabréfaútgáfu
Seðlabankans eða annarri pen-
ingaprentun. Fyrirspurnin kom í
kjölfar fundar í efnahags- og við-
skiptanefnd Alþingis í gær. Þar
sagði aðalhagfræðingur Seðla-
banka Íslands, Þórarinn G. Pét-
ursson, að lánshæfiseinkunn
ríkissjóðs færi í ruslflokk ef
Seðlabankanum yrði gert með
lagabreytingum að fjármagna
skuldaleiðréttingarsjóð.
Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri, Gylfi Zoëga, prófessor í
hagfræði, og Þórarinn mættu
fyrir hönd peningastefnunefndar
á fundinn.
Már sagði ljóst að leiðrétt-
ingarsjóður væri ígildi peninga-
prentunar. „Og það þarf ekki að
stafa ofan í ykkur hvaða áhrif það
hefur,“ sagði hann.
Þórarinn tók í sama streng.
„Það að fjármagna [leiðrétting-
arsjóð] í gegnum efnahagsreikn-
ing Seðlabankans yrði í fyrsta
lagi ólöglegt miðað við núverandi
lög, þ.e. það er Seðlabankans og
peningastefnunefndar að sýsla
með stærð efnahagsreiknings
Seðlabankans, ekki stjórnvalda.
Það er auðvitað hægt að breyta
þeim lögum en ég held að það
yrði öruggasta leiðin til að senda
lánshæfiseinkunn ríkissjóðs beint
niður í ruslflokk. En við erum
ekki búnir að sjá útfærsluna og
verðum bara að bíða og sjá,“ sagði
Þórarinn.
Eftir fundinn sagðist Bjarni
vilja forðast ráðstafanir sem
draga úr lánshæfismati. „Það eru
aðgerðir sem við eigum að forð-
ast í lengstu lög og við eigum að
vinna okkur í hina áttina.“ Hann
neitaði því jafnframt að hann vildi
auka nettóskuldir ríkissjóðs og
sagðist þvert á móti vinna að því
að lækka skuldir ríkissjóðs næstu
árin. Hann vildi þó bíða með
efnislega umræðu um aðgerðir
fyrir skuldsett heimili þar til til-
lögur berast frá nefnd sem vinnur
að þeim málum.
Þegar leitað var eftir við-
brögðum Sigmundar Dav-
íðs Gunnlaugssonar, for-
sætisráðherra sagðist
hann ekki ætla að láta
Seðlabankann stöðva
ríkisstjórnina í skulda-
leiðréttingum. Hann
sagði nálgun starfs-
manna Seðlabankans
vera ákaflega sér-
kennilega og eiga
meira skylt
við póli-
t ík en
almenna
stjórn
efna-
hagsmála. „Mér sýnist sem menn
séu svona að gíra sig upp í það að
vera á móti þessum tillögum til
skuldaleiðréttingar, sama hvern-
ig þær verða. En við látum ekki
Seðlabankann stöðva okkur í
því,“ sagði Sigmundur Davíð.
hoskuldur@frettabladid.is /
erla@frettabladid.is
Bjarni hafnar ráðstöfunum
sem draga úr lánshæfismati
Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fara í ruslflokk verði Seðlabanka gert að
fjármagna skuldaleiðréttingarsjóð. Fjármálaráherra segist vilja forðast allt sem auki skuldir ríkisins. Forsætis-
ráðherra segist aftur á móti ekki ætla að láta Seðlabankann stöðva ríkisstjórnina í skuldaleiðréttingum.
ÞÓRARINN OG MÁR Þórarinn G. Pétursson segir að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fari í
ruslflokk ef Seðlabankinn verður að fjármagna skuldaleiðréttingarsjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Mér sýnist sem menn séu svona að gíra sig upp í
það að vera á móti þessum tillögum til
skuldaleiðréttingar, sama hvernig
þær verða. En við látum ekki Seðla-
bankann stöðva okkur í því.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
forsætisráðherra
VIÐSKIPTI Viðskiptaráð Íslands
telur að leita þurfi alla leiða til
að draga úr neikvæðum áhrifum
gjaldeyrishaftanna á fjárfesting-
ar íslensku lífeyrissjóðanna.
Ráðið segir höftin skapa veiga-
miklar áskoranir fyrir starfs-
umhverfi og verkefni sjóðanna.
Þau geri það að verkum að fjár-
festingar sjóðanna einkennist af
„stigvaxandi einsleitni“, sem end-
urspeglist meðal annars í auknu
umfangi þeirra sem eigendur
íslenskra fyrirtækja. - hg
Viðskiptaráð Íslands:
Bendir á slæm
áhrif haftanna
242.492 bifreiðar voru
skráðar á landinu í árslok 2012.
Árið 2011 voru 238.293 bifreiðar
skráðar og árið þar á undan voru þær
237.098. Heimild: Samgöngustofa.
PERSÓNUVERND Þjóðskrá Íslands
mátti leita til læknasetursins Art
Medica til að staðfesta að barn sem
verið var að skrá ætti í raun tvær
mæður. Tvær konur í hjónabandi
eignuðust barn eftir tæknifrjóvg-
un. Við útgáfu fæðingarvottorðs
leitaði Þjóðskrá staðfestingar Art
Medica á því að konan sem ekki ól
barnið hefði veitt samþykki fyrir
því að eiginkonan færi í tækni-
frjóvgun. Slíkt samþykki er for-
senda þess að maki sé skráður sem
foreldri barnsins. Konan kvartaði
undan vinnubrögðunum til Per-
sónuverndar sem segir þau hins
vegar í samræmi við lög. - gar
Tveggja mæðra barn:
Þjóðskrá mátti
kanna forsögu
HJÁ ÞJÓÐSKRÁ Þurfti að kanna áreið-
anleika upplýsinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
PERSÓNUVERND Tryggingamið-
stöðin harmar að hafa skoðað upp-
lýsingar um óviðkomandi mann í
vanskilaskrá Creditinfo.
Kvörtun barst til Persónuvernd-
ar frá sambýlismanni konu sem
óskaði tilboða frá TM í tryggingar.
Í svari TM til hennar kom fram að
fyrirtækið hefði skoðað vanskila-
skrá Creditinfo og að nafn sam-
býlismannsins væri þar. Henni
vari synjað um tryggingu. Mað-
urinn var ekki eigandi fasteignar-
innar sem tryggja átti og viðskipt-
unum óviðkomandi. TM sagði að
verklagsreglum hefði ekki verið
fylgt. Það væru mistök. - gar
Misnotuðu vanskilaskrá:
TM fletti upp á
sambýlismanni
SIGMUNDUR
DAVÍÐ
GUNNLAUGSSON
BJARNI
BENEDIKTSSON
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
AUSTURRÍKI Flokkar þjóðernis-
sinna í Austurríki, á Ítalíu, í Sló-
vakíu og Svíþjóð hafa gengið til
liðs við bandalag þeirra Marine le
Pen í Frakklandi og Geert Wilders
í Belgíu.
Þetta fullyrti Heinz-Christian
Strache, leiðtogi austurríska Frels-
isflokksins, við fréttamenn í gær.
Hann segir að fulltrúar flokkanna
hafi ákveðið þetta á fundi í Vínar-
borg á föstudaginn.
Stefnt er á samvinnu um fram-
boð til Evrópuþingsins í vor, í
von um að geta
myndað öflugt
flokkabanda-
lag á þinginu.
Markmiðið er
hins vegar að
draga úr áhrif-
um Evrópusam-
bandsins innan
einstakra þjóð-
ríkja.
Í sameigin-
legri yfirlýsingu segjast flokk-
arnir ætla meðal annars að
berjast fyrir þjóðmenningu Evr-
ópuríkjanna og hefðbundnu fjöl-
skylduformi en gegn innflytjend-
um, íslams væðingu, kynjarugli,
úrkynjun og nautnastefnu, eins og
það er orðað.
Auk Þjóðarfylkingar le Pens í
Frakklandi, Norðurbandalagsins á
Ítalíu og austurríska Frelsisflokks-
ins eru það Svíþjóðardemókratarn-
ir, Vlaams Belang í Belgíu og Þjóð-
arflokkurinn í Slóvakíu sem eiga
aðild að þessu flokkabandalagi.
- gb
Flokkar hægri þjóðernissinna í sex löndum hafa tekið höndum saman:
Stefna á samvinnu á ESB-þingi
HEINZ-CHRISTIAN
STRACE
Veðurspá
Fimmtudagur
8-15 m/s.
TÍÐAR BREYTINGAR Það verður heldur breytilegt hitastig á landinu næstu daga,
einkum á suðvestanverðu landinu. Snýst á norðanátt síðdegis með kólnandi veðri á ný
og léttir til um land allt. Hlýnandi veður á fimmtudag.
0°
10
m/s
2°
15
m/s
4°
15
m/s
5°
17
m/s
Á morgun
Hægt vaxandi SV-átt.
Gildistími korta er um hádegi
6°
4°
3°
0°
2°
Alicante
Basel
Berlín
19°
10°
6°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
7°
8°
10°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
7°
7°
23°
London
Mallorca
New York
6°
19°
10°
Orlando
Ósló
París
23°
3°
7°
San Francisco
Stokkhólmur
15°
7°
2°
10
m/s
3°
13
m/s
0°
8
m/s
1°
10
m/s
0°
8
m/s
0°
9
m/s
-2°
10
m/s
-2°
-4°
-3°
-6°
-7°