Fréttablaðið - 19.11.2013, Qupperneq 10
19. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10
HAFÐU BÍLINN
KLÁRAN FYRIR
VETURINN!
Gæði, reynsla og gott verð!
REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9
KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata
HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17
REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7
AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13
www.bilanaust.is
EX
PO
-
w
w
w
.e
xp
o.
is
VERSLANIR
SJÖ
MEÐ MIKIÐ
VÖRUÚRVAL
kynntu þér
málið!w w w . s i d m e n n t . i s
Siðmennt styður trúfrelsi og
aðskilnað ríkis og kirkju
Trúfrelsi
Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is
Kaffi-
stofan
Fjölbreytt úrval af vörum fyrir
kaffistofuna, allt á einum stað.
DÝRALÍF „Þetta eru falleg dýr sem
setja mikinn svip á bæinn,“ segir
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á
Djúpavogi, þar sem fjörutíu til fimm-
tíu hreindýr gerðu sig heimakomin á
fótboltavelli bæjarins í gær.
Gauti segir hreindýrin ávallt leita
niður í byggð þegar snjóa tekur. „Það
nánast liggur við að þau rölti hér um
bæinn,“ segir sveitarstjórinn sem
kveður dýrin þó ekki jafn velkomin
alls staðar í bæjarlandinu.
„Þau leita talsvert í skógræktirnar
og það viljum við auðvitað ekki. En
það þýðir ekkert að girða fyrir hrein-
dýr því þau stökkva yfir hvað sem er.“
- gar
Fallegir gestir á Djúpavogi sem þó eru ekki velkomnir í skógrækt bæjarins:
Hreindýr á beit á fótboltavelli
HREIN-
DÝRIN
Hér sést
hluti hrein-
dýrahjarð-
arinnar í
morgun-
skímunni
við fótbolta-
völlinn á
Djúpavogi í
gær.
MYND/ÓLAFUR
BJÖRNSSON
LÖGREGLUMÁL „Ásakanir um að
lögreglan haldi eiturlyfjum að
mönnum í skiptum fyrir upp-
lýsingar eru ekki svaraverðar,“
segir Stefán Eiríksson, lögreglu-
stjóri á höfuðborgarsvæðinu, í
samtali við Vísi.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson,
lögmaður eigenda VIP Club,
kærði í dag lögreglu vegna
aðgerða gegn staðnum. Vilhjálm-
ur sagði í samtali við Vísi að
starfsfólk staðarins fullyrti að
lögreglumenn sem voru á staðn-
um í tálbeituaðgerð hefðu borið
fé á starfsmenn og boðið eiturlyf,
nánar tiltekið kókaín, í staðinn
fyrir vændi.
„Engin lögbrot hafa átt sér stað
af okkar hálfu,“ segir Stefán sem
fagnar því að málið sé komið á
borð ríkissaksóknara sem geti
þá skoðað það.
Vilhjálmur sagði að í aðgerðinni
hefði komið í ljós að engin vændis-
sala færi fram á VIP Club og lög-
reglumönnunum hefði ekki tekist
að kaupa vændi á staðnum. - fbj
VIP CLUB Í AUSTURSTRÆTI Skemmti-
staðnum VIP Club var lokað í síðustu
viku vegna útrunnins bráðabirgðarekstr-
arleyfis. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafnar ásökunum lögmanns VIP Club:
Engin lögbrot af okkar hálfu
FRÉTTASKÝRING
Hvað líður eyðingu regnskóga á
Amasonsvæðinu í Brasilíu?
2000 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11 12 2013
18.2 18.2
21.7
25.4
27.8
19.0
14.3
11.7
12.9
7.5 7.0 6.4
4.6
BRAZIL’S DEFORESTATION
Square km (000s)
Aug 2012-Jul 2013:
5,843 sq km, compared
to 4,571 sq km in
previous 12 months
% change from
Aug 2011-Jul 2012
Square km
STATES DEFORESTED
Aug 2012-Jul 2013
Acre
199
35%
Amazonas
562
7%
Amapá
11
-59%
Maranhão
382
42%
Mato
Grosso
1,149
52%
Pará
2,379
37%
Roraima
185
21%
Rondônia
933
49%
Tocantins
43
-17%
310 miles
500km
B R A Z I L
Amazon R ive
r
Brasilia
, ,
,
,
,
,
,
,
,
, , ,
,
.
.
Skógareyðing á Amasonsvæðinu
í Brasilíu hefur aukist um nærri
þriðjung undanfarið ár. Þetta stað-
festa nýjar gervitunglamyndir, en
undanfarinn áratug hafði tekist að
minnka eyðinguna jafnt og þétt.
Umhverfisverndarsamtök segja
umdeilda lagabreytingu á síðasta
ári hafa valdið þessum umskipt-
um. Verndarákvæðum í lögum
hafi verið breytt, þannig að nú
eigi bændur og skógarhöggsmenn
auðveldara með að eyða skóg-
unum.
Umhverfissamtök gagnrýna
einnig áherslu stjórnvalda á hag-
vöxt, sem hafi orðið á kostnað
skóganna: Stíflugerð, vegalagning
og lagning nýrra járnbrautarleiða
hafi ýtt undir skógareyðinguna.
„Stjórnin getur ekki verið hissa
á þessari auknu skógareyðingu,
þegar það eru athafnir hennar
sjálfrar sem ýta undir hana,“
hefur AP-fréttastofan eftir Paulo
Adario hjá Greenpeace-samtök-
unum.
Gervitunglamyndirnar sýna að
frá árinu 2004 hafi regnskógarnir
í Brasilíu minnkað um 117 þúsund
ferkílómetra en það er nokkru
stærra svæði en allt Ísland.
Notkun gervitunglamynda
hefur komið að góðu gagni við að
hægja á skógareyðingu. Yfirvöld
í Brasilíu hafa auðveldlega getað
fundið út á hvaða svæðum skógar-
eyðing hefur verið stunduð, og þar
með átt auðveldara með að finna
sökudólgana.
Þótt skógareyðingin á Amason-
svæðinu hafi aukist um 28 prósent
í ár, þá er hún enn minni en hún
var árið þar áður, þegar hún náði
nýju lágmarki.
Regnskógarnir á Amasonsvæð-
inu gegna lykilhlutverki í því að
Regnskógar eyðast
hraðar í Amason
Gervitunglamyndir sýna að skógareyðing í Brasilíu hefur aukist á ný undan-
farið ár, eftir að hafa minnkað ár frá ári. Undanfarinn áratug hafa regnskógarnir
minnkað um 117 þúsund ferkílómetra, eða nokkru stærra svæði en Ísland.
Skógareyðingin eykst um nærri þriðjung
Í Brasilíu hefur eyðing Amasonregnskógarins aukist um 28 prósent þetta
árið. Undanfarin ár hefur eyðingin minnkað jafnt og þétt, en nú snýst þró-
unin við. Lagabreytingu í Brasilíu er kennt um.
Fylki, þar sem skógareyðing
er stunduð
Ferkílómetrar
Hlutf llsl g aukning
ágúst 20 1 - júlí 2012
ras lía
Brasilía
Skógareyðing í Brasilíu
Þúsundir ferkílómetra
Á úst 2012 - júlí 2013:
5.843 km2, sa anborið
við 4.571 k 2 síðustu
tólf mánuði á undan.
Heimildir: Geimrannsóknastofnun Brasilíu, INPE. Getty images Graphic news
5 km
Amasonfljótið
Ísland: 103
þús. km2.
Skógareyðing í
Brasilíu 2004-2013:
117 þús. km2
binda gróðurhúsalofttegundir,
sem valda hlýnun jarðar. Eyðing
þeirra hraðar því loftslagsbreyt-
ingunum en stjórnvöld víða um
heim hafa áratugum saman reynt
að finna leiðir til að vinna gegn
þeim.
Í grein, sem birtist í nýjasta
hefti tímaritsins Science, er síðan
skýrt frá því að á jörðinni allri
sýni gervitunglamyndirnar að
frá árinu 2000 nemi skógareyðing
samtals á hverri einustu mínútu
álíka stóru svæði og 50 knatt-
spyrnuvöllum.
gudsteinn@frettabladid.is