Fréttablaðið - 19.11.2013, Page 16
19. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ARNHILDUR HELGA
GUÐMUNDSDÓTTIR
Aratúni 32, Garðabæ,
lést að heimili sínu þann 14. nóvember sl.
Útför hennar fer fram frá Garðakirkju
föstudaginn 22. nóvember kl. 13.00.
Gunnar Gunnlaugsson
Gunnar Gunnarsson Harpa Karlsdóttir
Irma Mjöll Gunnarsdóttir Guðjón G. Bragason
Drífa Lind Gunnarsdóttir Davíð Ketilsson
Þuríður Elín Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa
okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát
og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður,
tengdamóður og ömmu,
KATRÍNAR HJARTARDÓTTUR
Laugarnesvegi 87.
Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á deild H2
á Hrafnistu í Reykjavík fyrir hlýhug og góða
umönnun.
Magnús Þorvaldsson
Hjörtur Þorgilsson Erla Leósdóttir
Helga Katrín Hjartardóttir Hlynur Pálsson
Magnús Rúnar Hjartarson
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
DÓRÓTEA GUÐMUNDSDÓTTIR
hússtjórnarkennari,
Réttarholti 5, Borgarnesi,
áður til heimilis að Laugabóli í Ísafirði,
sem lést laugardaginn 9. nóvember, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. nóvember kl. 13.
Jón Guðjónsson
Guðjón Jónsson Guðlaug Vilbogadóttir
Ásta Jónsdóttir
Þorkell Jónsson
Ingi Rúnar Jónsson Heiða Björk Jósefsdóttir
Arngerður Jónsdóttir Þorkell Heiðarsson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ANNA LÍSA JÓHANNESDÓTTIR
Hrafnistu í Reykjavík,
áður til heimilis að Efstasundi 28,
lést 10. nóvember á Landspítala í Fossvogi.
Útförin fer fram frá Áskirkju 21. nóvember
kl. 11.00.
Þorkell P. Ólafsson Margrét Elíasdóttir
Ólafur Helgi Ólafsson Jóhanna Arndal
barnabörn.
Elskulegur bróðir okkar,
HERMANN STEFÁNSSON
Teigagrund 5, Laugabakka,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
9. nóvember. Útförin fór fram frá
Melstaðarkirkju þann 16. nóvember.
Fyrir hönd systkina hins látna,
Haukur Stefánsson
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
JÓN BRAGI EYSTEINSSON
Hjúkrunarheimilinu Ísafold, Garðabæ,
áður til heimilis að Rofabæ 31, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 14. nóvember. Útförin
fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn
21. nóvember kl. 13.00.
Einar Eysteinn Jónsson
Hólmfríður Björg Jónsdóttir
Steinunn Jónsdóttir Trygve Jonas Eliassen
Magnús T. Eliassen Sólrún Sumarliðadóttir
Bjartmar Jón Ingjaldsson Kolbrún Sif Hjartardóttir
Gauti T. Eliassen Alice Williams
Bragi Sumarliði Magnússon
Bergur Gauti Bjarmarsson
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann
www.kvedja.is
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma, dóttir, systir og mágkona,
LINDA KONRÁÐSDÓTTIR
Seljabraut 82, Reykjavík,
lést á líknardeildinni í Kópavogi miðviku-
daginn 13. nóvember. Útförin auglýst síðar.
Magnús Valdimarsson
Sara Barðdal Þórisdóttir Hákon Víðir Haraldsson
Alexander Úlfur Hákonarson
Konráð Adolphsson Edda Gunnarsdóttir
Hilmar Konráðsson Sigrún Bjarnadóttir
Bergur Konráðsson Inga Lóa Bjarnadóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ALDA J. SIGURJÓNSDÓTTIR
Hraunbæ 103, Reykjavík,
verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðar-
ins fimmtudaginn 21. nóvember kl. 15.00.
Gísli Þór Tryggvason Inga Steina Guðmundsdóttir
Ólafur Þór Tryggvason Svanhvít Hlöðversdóttir
Sigurjón Þór Tryggvason
Tryggvi Þór Tryggvason Guðfinna Guðmundsdóttir
Rannveig Tryggvadóttir
Heimir Þór Tryggvason Ólafía Gústavsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
KJARTAN JENSSON
Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
sunnu daginn 10. nóvember. Útförin fer
fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn
22. nóvember kl. 13.00.
Ásta Kristín Þorleifsdóttir
Um þessar mundir heldur söngdívan
Helga Möller upp á að 40 ár eru síðan
hún hóf söngferil sinn. Í tilefni af því
ætlar hún að halda tónleika í Austurbæ
30. nóvember. Á fyrri hluta tónleikanna
fer Helga yfir feril sinn en á seinni hlut-
anum ætlar hún að syngja sín marg-
frægu jólalög. Helga segist vera þakk-
lát á þessum tímamótum og er spennt
fyrir tónleikunum. „Að endast svona
lengi í bransanum, eins og sagt er, er
auðvitað frábært. Ég er fyrst og fremst
þakklát fyrir það,“ segir söngkona góð-
kunna. Ferill hennar hófst í Laugalækj-
arskóla þar sem hún söng gjarnan ein
með kassagítar fyrir skólasystkin sín.
„Fyrstu tónleikarnir sem ég fékk borg-
að fyrir að spila á voru á stað sem hét
Klúbburinn í Borgartúni. Stuttu seinna
kom ég fram í Tónabæ og gekk í hljóm-
sveitina Melchior sem var fyrsta hljóm-
sveitin sem ég var í,“ segir Helga. Orð-
sporið var gríðarlega mikilvægt fyrir
tónlistarfólk á þessum tíma að henn-
ar sögn. „Þetta var ekki eins og í dag
þegar maður getur notað netið til þess
að auglýsa tónleika eða viðburði. Ef
maður stóð sig vel þá spurðist það út
og maður fékk að spila á fleiri stöðum.“
Í Verzlunarskóla Íslands kynnt-
ist Helga þeim Jóhanni Helgasyni og
Pálma Gunnarssyni, sem hún átti eftir
að vinna mikið með. „Þeir stjórnuðu
kór skólans og heyrðu mig syngja. Þeir
réðu mig í hljómsveitina Celsius sem
var ótrúlega merkileg hljómsveit.“ Að
loknu námi í Versló stefndi Helga ekki
á frekari frama í tónlist. „Ég ætlaði að
gerast ráðsett húsmóðir og var sátt við
það. En svo hafði Gunnar Þórðarson
samband við mig og vildi fá mig í prufu
fyrir hljómsveitina Þú og ég. Ég söng
lagið Reykjavíkurborg og var ráðin á
staðnum. Þetta voru mjög mikilvæg
tímamót fyrir mig, því þarna ákvað ég
að gera sönginn að hinu ævistarfi mínu,
meðfram því að vera flugfreyja.“
Fyrir mörgum Íslendingum er
Helga rödd jólanna. „Mér þykir ótrú-
lega vænt um það. Fyrst fór þetta eitt-
hvað í taugarnar á mér, því ég vildi
geta heyrst allt árið. Einu sinni fór ég
með ástarlag sem ég samdi á útvarps-
stöð um vor. Lagið fékk ekki spilun því
það þótti of jólalegt.“ En Helga tekur
þessu jólahlutverki nú fagnandi og
syngur þrjú ný jólalög á plötu Geir-
mundar Valtýssonar sem kemur út
á næstunni. „Við Geirmundur náum
vel saman. Hann verður einmitt með
mér á tónleikunum í Austurbæ,“ segir
Helga og bætir við nöfnum fleiri
gestasöngvara á tónleikunum: „Eirík-
ur Hauksson verður þarna en Pálmi
Gunnarsson kemst ekki, þannig að
við Eiríkur fáum leynigest til þess
að flytja Gleðibankann,“ segir Helga
spennt fyrir tónleikunum.
kjartanatli@frettabladid.is
Fjörutíu ára söngafmæli
Helgu Möller
Helga Möller heldur tónleika í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá því að hún hóf söngferil
sinn. Helga hefur starfað með mörgum frábærum tónlistarmönnum á ferlinum. Hún seg-
ist þakklát fyrir að hafa enst svona lengi.
HELGA MÖLLER Fjörutíu ár eru síðan Helga Möller hóf söngferil sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR