Fréttablaðið - 19.11.2013, Síða 19
BÍLAR
F
yrir nokkrum dögum
kynnti Nissan nýja kyn-
slóð síns besta sölu-
bíls, jepplingsins Qash-
qai. Hann kemur nú
af annarri kynslóð, en
fyrsta kynslóð bílsins
hefur fengið frábærar móttökur
og hefur selst í meira en 2 millj-
ónum eintaka á aðeins 6 árum
sem gerir hann að einum sölu-
hæsta bíl í heimi í sínum flokki.
Staðarval Nissan til kynning-
ar á bílnum í London kom ekki á
óvart í ljósi þess að framleiðsla
hans fyrir Evrópumarkað er í
Sunderland í Bretlandi. Sú verk-
smiðja er ein tæknilega full-
komnasta bílaverksmiðja í Evr-
ópu og þar eru framleiddir fleiri
bílar en nokkurs staðar annars
staðar í heiminum á hvern starfs-
mann. Nissan á mikið undir þess-
ari annarri kynslóð Qashqai því
honum er ætlað að fylgja eftir
þeirri góðu sölu sem fyrsta kyn-
slóð hans naut. Því var miklu
tjaldað til og á þriðja hundrað
blaðamönnum var boðið að berja
hann augum og var bílablaða-
maður Fréttablaðsins og visir.is
á meðal þeirra.
Kynntur í kvikmyndaveri við Thames
Kynning bílsins fór fram í kvik-
myndaveri einu sem stendur
við Thames-ána og dugði ekk-
ert minna en tvö af fimmtán upp-
tökuverum staðarins til. Um
kynninguna sá forstjóri sam-
steypunnar Renault-Nissan, Car-
los Ghosn. Hann er einn af virt-
ustu forstjórum bílaframleiðenda
í heiminum og mikið goð í augum
starfsmanna Renault-Nissan.
Nýr Nissan Qashqai er hinn fal-
legasti bíll og slær forveran-
um við, sem er ekki svo auðvelt.
Bíllinn er hlaðinn tækninýjung-
um og Nissan ætlar greinilega
með honum að taka stærri skref
í þróun bílsins en samkeppnis-
aðilarnir gera nú. Því er þarna
kominn bíll sem er eins konar
viðmið fyrir aðra framleiðend-
ur að elta. Nýr Nissan Qash-
qai kemur á markað í janúar á
næsta ári svo spenntir kaupend-
ur þurfa aðeins að bíða í 2 mán-
uði eftir honum.
Lengri og breiðari
Nýr Qashqai ber með skýrum
hætti ýmis útlitseinkenni fyrri
bílsins, en skerpt hefur verið á
flestum línum hans og þar fer
enn fríðari bíll fyrir vikið. Bíll-
inn hefur stækkað aðeins og er
nú 5 cm lengri, 2 cm breiðari en
1,5 cm lægri. Höfuðrými hefur
aukist og er hann allur rýmri að
innan. Þrátt fyrir þessa stækk-
un hefur bíllinn lést um 40 kíló.
Fá má bílinn bæði með fjórhjóla-
drifi og framhjóladrifi. Hann
fær glænýjar 1,2 til 1,6 lítra
bensínvélar og 1,5 og 1,6 lítra
dísilvélar og fer eyðsla bíls-
ins talsvert niður með öllum
þessum vélum frá fyrri kyn-
slóð. Með minni dísilvélinni er
eyðsla bílsins ekki nema 3,8 lítr-
ar á hverja hundrað kílómetra
í blönduðum akstri og er leitun
að lægri eyðslu meðal jepplinga.
Allar nýju vélarnar eru með for-
þjöppu, en sú aflmesta þeirra er
stærri bensínvélin, 150 hestöfl.
Troðinn af tækninýjungum
Myndavélarbúnaður á öllum
hliðum bílsins tengist öryggis-
kerfi hans og grípur það inn í ef
hætta steðjar að. Önnur aðstoð-
arkerfi bílsins aðstoða við blinda
punktinn, greina umferðarljós
og umferðarmerki fram undan,
afstýra aftanákeyrslum, greina
hluti á hreyfingu fyrir fram-
an bílinn og fylgjast með athygli
bílstjórans. Bíllinn getur að auki
lagt sjálfur í stæði. Nissan hefur
því fetað mjög langt í öryggis-
og aðstoðarkerfum bílsins og er
hann því einn öruggasti bíll sem
kaupa má. Bíllinn er gullfalleg-
ur að innan og þeir bílar sem
voru á kynningunni voru með
leðursætum og var hann því eins
og hver önnur lúxuskerra. Skott-
rými bílsins hefur vaxið um 20
lítra og er nú 430 lítrar, sem
duga ætti flestum. Fyrri kynslóð
Qashqai var bæði í boði fyrir 5
og 7 farþega en þessi nýja kyn-
slóð verður aðeins í boði 5 sæta
og mun nýrri kynslóð X-Trail-
bílsins látið eftir að bjóða sjötta
og sjöunda sætið. Hennar er
ekki langt að bíða.
HEIMSFRUMSÝNING NISSAN QASHQAI
Nissan Qashqai hefur selst í meira en 2 milljónum eintaka á þeim 6 árum sem liðin eru frá komu hans.
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2013