Fréttablaðið - 19.11.2013, Síða 28

Fréttablaðið - 19.11.2013, Síða 28
19. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 20 BÆKUR ★★★★ ★ Frá hruni og heim BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON VERÖLD Það er óvenjulegt að stjórnmálamenn gefi út bækur um störf sín þegar þeir eru enn í fullu fjöri á hinu pólitíska sviði eins og gerst hefur fyrir þessi jól með útgáfu bóka Össurar Skarphéðinssonar og Steingríms J. Sigfússonar og að nokkru leyti bókar Jónínu Leósdóttur, eiginkonu fyrr- verandi forsætisráðherra. Hins vegar er fengur að þessum bókum í ljósi þeirra miklu átaka og upp- lausnar sem varð í íslensku samfé- lagi í aðdraganda hrunsins, hruninu sjálfu og eftirmálum þess sem enn eru óráðin. Bækur sem þessar geta ekki annað og hljóta alltaf að ráðast mikið af þeim sjónarhjóli sem viðkomandi stjórnmálamaður stendur á. Það er forsenda sem lesandi gefur sér. Þær geta aftur á móti ef vel er gert veitt innsýn í hugarheim þeirra sem hafa verið í hringiðunni miðri og verið þar ráðandi afl og ef vel er vandað til verka og raunverulegum heimildum haldið til haga, geta bækur sem þess- ar verið gott innlegg í mat á sögunni og pólitískum straumum. Björn Þór Sigbjörnsson er vandaður blaðamað- ur sem kann sitt fag og er vel skrifandi. En í ljósi þess að Steingrímur J. Sigfússon er eins og allir vita kjarnyrtur maður og oft orðheppinn hefði ef til vill verið meiri fengur að því að hann hefði ritað bók sína alfarið sjálfur. Hinu er þó ekki að leyna að oft er gott að hafa ritstjóra yfir verkum sem þessum. Það er nokkur fengur að bók Steingríms og Björns Þórs „Frá hruni og heim“. Fyrir það fyrsta er gott að fá svo ferska upprifjun stjórnmálaleið- toga á þeim gífurlega miklu umbrotatímum sem hrunið hafði í för með sér en ekki hvað síst af því hugmyndafræðilega og sögulega samhengi sem Steingrímur setur hlutina í. Það er ekki við öðru að búast en að margir verði ósáttir við hvernig Steingrímur lýsir atburðum, ein- stökum samherjum og pólitískum andstæðingum og hvernig hann metur átakalínurnar bæði á meðan einstaka orrustur áttu sér stað og að þeim loknum. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að á þessum umbrotatímum, sem voru í tíð ríkisstjórnar Sam- fylkingar og Vinstri grænna, neistaði á milli manna bæði innan ríkisstjórnarinnar og milli hennar og annarra flokka og hagsmunaaðila í samfélaginu. Þeir geta þá fyllt í eyðurnar eða átt hugmynda- fræðilegt samtal við bæði bók Steingríms og Öss- urar og það yrði nokkur fengur að því. Aðalmálið er að Steingrímur er trúr sjálfum sér. Lesandinn trúir því að hann lýsi atburðum eins og hann raunverulega sá þá og mat þá. Hann lýsir bæði innri togstreitu í sjálfum sér og milli manna og flokka og þegar upp er staðið setur hann sjálfan sig, flokkinn sem hann átti stærstan þátt í að stofna og aðra leikmenn á sviðinu í sitt samhengi. Samhengi Steingríms J. Sigfússonar, marg- reynds stjórnmálamanns, sem af núverandi stjórn- málamönnum er einn örfárra sem rekur þátttöku- minni til atburða í stjórnmálasögunni sem gerðust fyrir árið 2000 og setur þá í athyglivert samhengi. Þess vegna mun bók Steingríms ásamt bók Össur- ar fara í þann flokk pólitískra endurminningabóka sem verða á leslista stjórnmálafræðinema, sagn- fræðinema og ef til vill stúdenta fleiri greina um langa framtíð. Samtíðarmenn sem fylgst hafa með geta sett upp gleraugu þekktra staðreynda úr fjöl- miðlum og umræðunni við mat á greiningu Stein- gríms, en það er líka mikilvægt að bók hans, eins og aðrar bækur af sama meiði, verði fræðimönn- um að efniviði við heildargreiningu á þessu tíma- bili í íslenskri stjórnmálasögu, þannig að þjóðin geti dregið lærdóm sinn af sögunni. Atburðarásin í aðdraganda hrunsins og eftirleik þess var einstaklega hröð og ótrúlega mikið gerð- ist á örfáum árum þannig að fæstir hafa í raun haft ráðrúm til að meta stöðuna í heild sinni þannig að gagn verði að. Steingrímur greinir frá ýmsu sem fór fram á bak við tjöldin og gott er að fá fram í dagsljósið. Bók þeirra Björns og Steingríms er gott innlegg í nauðsynlegt mat á atburðum liðinna ára; eins og flöskuskeyti frá vígstöðvunum í stríði sem enn er ekki að fullu lokið og menn keppast við að ritstýra frásögnum af. Heimir Már Pétursson NIÐURSTAÐA: Þörf samantekt á flóknum og afdrifaríkum atburðum í sögu landsins, út frá sjónarhóli leiðtoga sem hafði mikil áhrif á örlög þjóðarinnar. Flöskuskeyti frá vígstöðvunum Einleikur Arnars Jónssonar á stóra sviði Þjóðleikhússins, Sveinsstykki, hefur hlotið lofsamlega dóma og góðar viðtökur áhorfenda. Í tilkynn- ingu frá Þjóðleikhúsinu segir að með sýningunni kveðji Arnar Þjóð- leikhúsið formlega eftir 40 ára far- sælan feril við leikhúsið. „Áhorfend- ur eru þó ekki á því að leyfa Arnari að hætta að leika og bæta hefur þurft við aukasýningum á þessari mögnuðu sýningu.“ Sveinsstykki er eftir Þorvald Þor- steinsson, sem lést fyrir aldur fram á árinu, og fjallar um mann sem æfir hátíðarræðu á starfsafmæli sínu en kemst að því að líf hans er allt ein samfelld lygi. Í dómi Jóns Viðars Jónssonar í Fréttablaðinu um verkið sagði hann: „Enginn nema leikari á borð við Arnar gæti hald- ið manni við slíkt efni í heilar níu- tíu mínútur, en það gerir hann vita- skuld svo vel að hvergi verður að fundið. Mannlýsingin öll heilsteypt og þétt, smáatriðin jafn þaulunnin og heildarbyggingin, blæbrigði eins fjölbreytt og hugsast getur.“ Aukasýningarnar eru þann 5. og 15. desember. - sb Fær ekki að hætta Sveinsstykki heldur áfram á fj ölum Þjóðleikhússins. ARNAR JÓNS- SON Í SVEINS- STYKI Einleikur hans á stóra sviði þjóðleikhússins hefur slegið í gegn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Á djasskvöldi Kex Hostels í kvöld kemur fram kvartett trompetleikar- ans Snorra Sigurðarsonar. Auk hans skipa hljómsveitina þeir Agnar Már Magnússon á píanó, Richard Andersson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Vegna landsleiks í fótbolta hefst djassinn aðeins seinna en venjulega, um klukkan 21.15, eða þegar leikurinn er búinn ef framlengt verður. Sem fyrr er aðgangur ókeypis. Djassi á Kex Hosteli seinkar vegna landsleiksins STEINGRÍMUR J „Aðalmálið er að Stein- grímur er trúr sjálfum sér. Lesandinn trúir því að hann lýsi atburðum eins og hann raunverulega sá þá og mat þá.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNING Jón Hilmarsson skólastjóri hefur sent frá sér ljósmyndabókina Ljós og náttúra Norðurlands vestra. Hún er 128 blaðsíður og í henni eru myndir teknar á landi og úr lofti á árunum 2010-2013, á öllum árstíðum og öllum tímum dags. Jón var skólastjóri Grunnskól- ans austan Vatna í Skagafirði frá 2005 til 2012 og rekur áhuga sinn á ljósmyndun til þeirra ára. Hann flutti suður í Hvalfjörð á síðasta ári, ásamt konu sinni, Alexöndru Chernyshovu óperusöngkonu, og starfar nú við Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Jón hefur haldið nokkrar ljós- myndasýningar og þetta er önnur myndabókin sem út kemur eftir hann. - gun Hreifst af náttúru Norðurlands Bókin Ljós og náttúra Norðurlands vestra hefur að geyma litskrúðugar myndir eft ir Jón Hilmarsson, skólastjóra Leik- og grunnskóla Hvalfj arðarsveitar. HVÍTSERKUR Ein myndanna í bókinni Ljós og náttúra Norður- lands vestra. MYND/JÓN HILMARSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.