Fréttablaðið - 19.11.2013, Page 34

Fréttablaðið - 19.11.2013, Page 34
19. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26SPORT FÓTBOLTI „Ég er gífurlega stoltur af því að vera fyrirliði þessa liðs,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Miðjumaðurinn segir hlutverk sitt sérstaklega skemmtilegt þessa dagana þegar svona vel gangi. „Okkur hefur tekist að breyta hugarfari Íslendinga gagnvart landsliðinu. Við spilum skemmti- legan fótbolta og það sást í stúk- unni á Laugardalsvelli á föstudag- inn.“ Leikmenn íslenska liðsins börð- ust sem sært ljón í umræddum leik. Niðurstaðan varð markalaust jafntefli sem voru fyrsta flokks úrslit í ljósi þess að Íslendingar spiluðu manni færri í síðari hálf- leik. „Auðvitað erum við minni spá- menn í þessum leikjum en við erum þó ekki svo fjarri Króöt- unum,“ segir landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck. „Ég hlakka til leiksins og tel okkur eiga góðan möguleika.“ Landsliðsþjálfarinn 65 ára hefur ítrekað lýst yfir ánægju sinni með leikmenn íslenska landsliðsins. Þeir hvorki kvarti né kveini heldur taki mikla ábyrgð, séu ófeimnir og flottir fulltrúar þjóðar sinnar. Fyrirliðinn Aron Einar er ekki síður stoltur af strákunum sem hann mun leiða út á Maksimir-leikvanginn í Zag- reb í kvöld. „Ég er rosalega stoltur af strák- unum, hvernig þetta hefur geng- ið og hvernig þeir hafa meðhöndl- að stöðuna,“ segir Aron Einar hvergi banginn fyrir leikinn stóra í kvöld. Menn séu hættir að láta sig dreyma því nú sé þetta í þeirra höndum. Ferð til Brasilíu í sumar sé góður möguleiki. „Við verðum bara að hafa trú á því. Það er það eina sem skipt- ir máli. Hafi leikmenn ekki trú á verkefninu er voðinn vís. Leikur- inn verður erfiður og strákarnir vita það vel.“ Lagerbäck var brosmildur í spjalli við blaðamann í gær og óskandi að hið sama verði uppi á teningnum að leik loknum í kvöld. „Maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta. Ég vona það að sjálfsögðu en það kemur í ljós að leik loknum. Yfirspili Króatar okkur og sigri þá brosi ég varla,“ segir Lagerbäck. Þá þurfi Ísland að sætta sig við að vera lakara lið en Króatía. „Ég vona hins vegar að við verð- um báðir brosandi annað kvöld.“ Við eigum góðan möguleika Karlalandsliðið í knattspyrnu er níutíu mínútum frá einu mesta afreki í sögu vinsælustu íþróttar í heimi. Augu heimsins eru á strákunum sem halda sig á jörðinni en vita um leið að möguleikinn er fyrir hendi. Kolbeinn Tumi Daðason kolbenntumi@frettabladid.is Vilhelm Gunnarsson villi@365.is Frá Zagreb FÓTBOLTI Króatískir blaðamenn sýndu fregnum Vísis af drykkju leikmanna króatíska landsliðsins, eftir fyrri leikinn í Reykjavík á föstudaginn, mikinn áhuga. Fréttirnar komu þeim flestum í opna skjöldu á blaðamannafundi með þjálfaranum Niko Kovac síðdegis í gær. Kovac þverneitaði að átta af leikmönnum liðsins hefðu verið lengi á fótum og setið að sumbli. Hann sagði undirritaðan ekki vera þann herramann úr norðri sem hann hefði talið hann vera fyrst hann héldi slíku fram. Króatíski íþróttafréttamaðurinn Ivica Medo hjá vefmiðlinum gol. hr var einn þeirra sem sýndu fregnunum töluverðan áhuga. Hann sagðist á báðum áttum hvort hann tryði fréttunum frá Íslandi eða orðum þjálfarans. Í hans augum væri líka erfitt að meta hvort leikmennirnir hefðu farið yfir strikið. „Í Króatíu er ekki óvanalegt að fá sér smábjór eftir leiki. Hver veit? Kannski sátu þeir saman eftir leikinn, slökuðu á og drukku bjór,“ segir Medo. Hann bendir á að þótt á áttunda tug bjóra hafi verið færðir landsliðsmönnunum upp á herbergi fari eftir stærð bjóranna í hvernig ástandi þeir hafi verið. „Þetta gæti verið vandamál hafi þeir drukkið mikið,“ segir Medo. Aðspurður um hvaða þýðingu fréttirnar hafi fyrir orðspor landsliðsins í heimalandinu sagði Medo: „Þetta er ekki skandall en ansi nálægt því samt sem áður.“ - ktd Fer eft ir stærð bjóranna Króatískir blaðamenn sýndu frétt Vísis mikinn áhuga FÚLL Á MÓTI Niko Kovac á blaðamannafundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEL TEKIÐ Á ÞVÍ Á ÆFINGU Eiður Smári vinnur skallaeinvígi á æfingu íslenska landsliðsins í Zagreb í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI „Eru þeir ekki á heimavelli og við erum minni spámenn? Pressan er því meiri á þeim og minni á okkur. Það hentar okkur ágætlega,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson. Kantmaðurinn, sem skoraði þrennuna eftirminnilegu í 4-4 endurkomuleiknum í Bern í september, segist vel geta skorað fleiri mörk í undankeppninni. Kvótinn sé ekki búinn. „Algjörlega. Ég vona bara að ég geti hjálpað liðinu sem mest hvort sem það verður að leggja upp mark eða skora mark. Svo framarlega sem við komumst á þetta mót er ég sáttur.“ Jóhann segir sjálfstraustið í hópnum mikið. Liðið hafi ekki tapað í síðustu sex leikjum sínum. „Það kemur sjálfstraust þegar þú vinnur leiki eða nærð jafntefli gegn sterkum þjóðum,“ segir Jóhann Berg sem saknar félaga síns, Kolbeins Sigþórs- sonar. Kolbeinn meiddist í fyrri leiknum í Laugardal og þarf því að fylgjast með leiknum á sjónvarpsskjánum líkt og flestir landsmenn. „Það er ömurlegt að hann missi af svo stórum leik. Við þurfum að berjast fyrir Kolbein og komast áfram fyrir hann svo hann geti spilað á stóra mótinu.“ Vilja komast á HM fyrir Kolbein HITNAR HANN Í KVÖLD? Jóhann Berg Guðmundsson var frábær í leiknum í Sviss í september. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki tapað keppnis- leik á útivelli í meira en eitt ár eða síðan liðið tapaði 0-1 á móti Kýpur í september í fyrra. Síðan þá hafa íslensku strákarnir leikið fjóra útileiki í röð í undankeppni HM án þess að tapa (2 sigrar og 2 jafntefli). Íslenska liðið hefur einnig skorað í öllum þessum leikjum, samtals níu mörk. Gylfi Þór Sigurðsson (til hægri) hefur komið að sex þessara marka (þrjú mörk og þrjár stoðsend- ingar) og Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrennu í 4-4 jafnteflinu í Sviss. Íslenska liðið hefur lent í mótlæti í leikjunum, var til dæmis undir í samtals 84 mínútur í leikjunum í Slóveníu og Sviss en tókst samt að fá eitt- hvað út úr leikjunum – 2-1 sigur í Slóveníu og 4-4 jafntefli í Sviss. Hafa ekki tapað á útivelli í eitt ár KÖRFUBOLTI KR-ingar eru einir á toppnum eftir 81-70 sigur á Keflavík í uppgjöri ósigruðu liðanna í Dominos-deild karla í körfubolta í TM-höllinni í gær. Keflavík náði mest níu stiga forskoti í fyrri hálfleiknum og var 39-36 yfir við lok hans. KR-ingar smjöttuðu hins vegar á svæðisvörn Keflvíkinga í seinni hálfleik sem liðið vann 45-31 og endaði þar með tíu leikja sigurgöngu Keflavíkur í deild, bikar og Fyrirtækjabikar. Darri Hilmarsson (19 stig) og Martin Hermannsson (16 stig og 5 stoðsendingar) skoruðu 25 af 35 stigum sínum í seinni hálfleiknum en alls skoruðu sex KR-ingar tíu stig eða meira í leiknum. „Við ætlum að vera 11-0 um jólin,“ sagði Darri á Stöð 2 Sport eftir leik. Michael Craion (22 stig og 14 fráköst) og Guðmundur Jónsson (22 stig) voru í sérflokki hjá Keflavíkurliðinu. - óój KR í toppgírinn eft ir hálfl eik Í STUÐI Í SEINNI Darri Hilmarsson lék vel fyrir KR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Öflug fjáröflun fyrir hópinn Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.