Fréttablaðið - 28.11.2013, Page 10

Fréttablaðið - 28.11.2013, Page 10
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR | FRÉTTIR | SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 20.11.13 - 27.11.13 1 2Skuggasund Arnaldur Indriðason Lygi Yrsa Sigurðardóttir 5 Rangstæður í ReykjavíkGunnar Helgason 6 7 TímakistanAndri Snær Magnason 8 Látið síga piltar Óskar Magnússon 10 Árleysi aldaBjarki Karlsson9 Iceland Small World Sigurgeir Sigurjónsson 4 Vísindabók Villa Vilhelm Anton Jónsson 3 Húmör í HafnarfirðiIngvar ViktorssonÓlæsinginn sem kunni að reiknaJonas Jonasson KJARAMÁL Að meðaltali hafa karl- ar 120 þúsund krónum hærri laun en konur í verkalýðsfélögunum þremur sem tilheyra Flóabanda- laginu. Heildarlaun karla eru að meðaltali 414 þúsund krónur á mánuði en konur bera að meðaltali 294 þúsund krónur úr býtum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir bandalagið. Félögin þrjú sem eru innan vébanda Flóabandalagsins eru Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Hlíf í Hafnarfirði og Efling í Reykjavík. Hæstu heildarlaunin eru í álver- um, að meðaltali hafa þeir sem starfa þar 468 þúsund í mánaðar- laun, næsthæstu launin hafa þeir sem starfa við flutninga og sam- göngur, 452 þúsund, og litlu lægri laun hafa byggingarstarfsmenn, eða 448 þúsund á mánuði. Þetta eru mun hærri laun en þeir fá sem sinna umönnunar- störfum eða starfa sem leiðbein- endur á leikskólum. Þeir sem vinna við umönnun fá að meðal- tali 298 þúsund krónur á mánuði, leiðbeinendur á leikskólum eru að meðaltali með 252 þúsund. Samkvæmt könnuninni sem gerð var fyrir Flóabandalagið eru konur mun ósáttari við laun sín en karlar, 64 prósent kvenna eru ósátt en innan við helming- ur karla. Ósáttastir eru þeir sem vinna sem leiðbeinendur á leik- skólum og við umönnun. Um það bil átta af hverjum tíu sem eru í þessum starfsstéttum eru óánægð. Þá kemur fram í könnuninni að heildarvinnutími karla í fullu starfi er 48,6 tímar á viku og kvenna 41,3. Annað sem vekur athygli er að hópurinn sem segist hafa áhyggj- ur af fjárhag sínum fer stækk- Mánaðarlaun karla 120 þúsundum hærri Leiðbeinendur á leikskólum fá 252 þúsund á mánuði. Fólki sem hefur miklar fjár- hagsáhyggjur fjölgar innan vébanda Flóabandalagsins. Mestar fjárhagsáhyggjur hafa þeir sem eru í atvinnuleit eða standa höllum fæti á vinnumarkaði. MIKLU MUNAR Samkvæmt könnun sem Flóabandalagið lét gera munar miklu á launum fólks eftir því hvaða starfsstétt það tilheyrir. FRÉTTABLAÐIÐ /GVA HEILDARLAUN EFTIR KYNI Í FLÓABANDALAGINU Flóabandalagið samanstendur af Hlíf í Hafnarfirði, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og Eflingu í Reykjavík. Meðallaun kvenna 294 þús.414 þús. Meðallaun karla Starfsmaður í álveri 468 þúsund á mánuði Byggingarverkamaður 452 þúsund á mánuði Flutningaverkamaður 448 þúsund á mánuði Starfsmaður við umönnun 298 þúsund á mánuði Leiðbeinandi á leikskóla 252 þúsund á mánuði Meðalheildarlaun einstakra stétta ÞÝSKALAND Leiðtogar kristilegra demókrata og sósíaldemókrata, þau Angela Merkel og Sigmar Gabriel, náðu samkomulagi í fyrrinótt um að mynda svonefnda stóra samsteypu- stjórn, en þetta verður í annað sinn í sögunni sem slík stjórnarmyndun er reynd í Þýskalandi. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna tveggja hafa staðið yfir í nokkrar vikur, en kosningar voru haldnar 22. september. Merkel byrj- aði á að ræða við Græningja um hugsanlegt stjórnarsamstarf áður en viðræður við sósíaldemókrata hófust fyrir alvöru. Töluverðrar tortryggni gætir reyndar gagnvart Merkel og hægri flokka hennar meðal flokksmanna í Sósíaldemókrataflokknum, en nú verða þeir spurðir álits og er búist við niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu meðal þeirra um miðjan desember. „Andi þessa samkomulags er sá að við myndum stóra samsteypu- stjórn til að takast á við stór verk- efni fyrir Þýskaland,“ sagði Merkel við blaðamenn í gær. - gb Stór samsteypustjórn hægrimanna og sósíaldemókrata reynd á ný: Merkel og Gabriel náðu saman SÁTTMÁLINN UNDIRRITAÐUR Sigmar Gabriel og Angela Merkel ásamt Horst Seehofer, leiðtoga systurflokks kristi- legra demókrata í Bæjaralandi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA SKIPULAGSMÁL Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á þriðju- dagskvöld nýtt aðalskipulag fram til ársins 2024. Í aðalskipulaginu er áhersla á þéttingu byggðar. „Áætlað er að íbúafjöldi bæjarins verði kominn yfir 40 þúsund árið 2024. Miðað er við að fullgerðar verði um 300 íbúðir á ári þangað til,“ segir í frétt frá Kópavogsbæ. Tæplega 32 þúsund manns búa í Kópavogi í dag. Segir í frétt bæjarins að leitað hafi verið víðtæks samráðs við íbúa bæjarins við endurskoðun aðalskipulagsins. Fundir hafi verið í öllum hverfum og að leitast hafi verið við að virkja íbúana með því að opna vefgátt. „Alls 31 athugasemd barst við sjálfa tillöguna á kynningartíma nú á haustdögum og var á lokametrunum unnið úr þeim,“ segir í fréttinni. Í nýja skipulaginu eru skilgreind nokkur þróunarsvæði í Smár- anum, að meðtöldum Glaðheimum, Auðbrekku og á Kársnesi. Þessi svæði á að skoða nánar síðar. Einnig er gert ráð fyrir nýrri byggð í Vatnsendahlíð. Þá á að vinna nánar að skipulagi í fimm hverfum bæjarins; Kárs- nesi, Digranesi, Smáranum, Fífuhvammi og á Vatnsenda. - gar Þétting byggðar í nýju aðalskipulagi sem bæjarstjórn samþykkti einróma: Fjörutíu þúsund í Kópavogi 2024 KÓPAVOGUR Meðal annars verður litið til Kársness við þéttingu byggðar í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM andi en 56 prósent félagsmanna segja að þeir hafi miklar fjárhags- áhyggjur samanborið við 48 pró- sent árið 2012. Þeir sem eru án vinnu og þeir sem hafa veika stöðu á vinnumarkaði skera sig úr en 73 prósent þeirra sögðust hafa miklar áhyggjur af fjármálum. Könnunin var gerð í gegnum síma í september. Úrtakið var 2.781 og var svarhlutfall 39 pró- sent. johanna@frettabladid.is 10

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.