Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 58
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is ? Ég hef löngum átt í smárifr-ildi við vini mína um ákveð- ið mál og það er hvort mataræði geti haft áhrif á bragðið af sæð- inu. Mér finnst ég alltaf vera að lesa eitthvað um að ananas sé góður fyrir sæði og mig langar að vita hvort þetta er satt. ● ● ● SVAR: Ah, já, þetta er sígild spurning, hvernig má bragðbæta sæði? Því vissulega má gera sæði að bragðgóðri hressingu, sagði enginn aldrei. Mataræði getur haft áhrif á bragð sæðis og er þá ananas gjarnan notaður sem dæmi um hvernig megi „bragð- bæta“ sæðið. Bara svo það sé á al- veg kristaltæru þá verður brund aldrei bragðgott, það er bara misvont. Það er sagt að mataræði viðkomandi sem reykir, drekkur mikið kaffi og borðar mjög brasaðan mat (eins og franskar og hamborgara) hafi „neikvæð“ áhrif á sæðið og það verði verra á bragðið. Ef sá hinn sami myndi taka sig í gegn og fara að borða meira af ávöxtum og mjólkur- vörum þá gæti bragðið batnað. Sú er tilgátan. Nú skora ég á ykkur sem framleiðið þennan vökva að prófa. Smakkaðu brundið á mánudegi. Á þriðjudegi hefst svo breytt mataræði sem stendur fram að helgi og þá smakkarðu aftur. Ef þér þykir það hafa skánað þá er spurning hvort þetta sé hvatinn sem þú þurftir til að skipta um lífsstíl og temja þér heilbrigðari matarvenjur. Það er reyndar ágætt að hafa í huga að aspas og brokkolí virðast fara illa í sæðið svo ætli það sé ekki best að sleppa því. En svo velti ég því fyrir mér af hverju bragðið af sæðinu skipti máli? Það mun alltaf verða vont á bragðið og fæstir staldra við með það uppi í sér, þetta er spurning um að spýta eða kyngja, og svo gjarnan fá sér góðan vatnssopa á eftir. Ég veit ekki með þig en ég býð aldrei fólki heim til mín í mat og framreiði svo ógeðsrétt sem ég neita að borða sjálf því hann er jú ógeðslegur. En ég hvet þig til að borða af bestu lyst, og jafnvel fá þér ábót? Ef þú býður annarri manneskju upp á brundið þitt þá verðurðu að hafa smakkað það sjálfur, þannig er það bara. Verði þér að góðu! Hvernig má bragðbæta sæðið? Leikvöllurinn á lífi Kvennablaðið fagnaði tveggja vikna afmæli sínu en blaðið er leikvöllur fyrir kon- ur alls staðar á landinu að sögn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, leikkonu og eins af ritstjórum blaðsins. Fjöldi gesta lagði leið sína í Skipholt 33 og fagnaði þessum tímamótum og má með sanni segja að gleðin hafi verið við völd. Í STUÐI Soffía Steingrímsdóttir, Andrea Sóleyjar- og Björgvinsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Eik Gísladóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ANDRI OG STELPURNAR Hjördís Erna, útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson og Hekla Elísabet. ÁNÆGÐAR MEÐ BLAÐIÐ Guðrún Tinna Ólafsdóttir og Þórdís Jóhannsdóttir Wathne. STOLTAR AF STEINUNNI Hulda Karen Ólafsdóttir, mamma leikarans Stefáns Karls, og Rósa Fjóla Guðjónsdóttir, amma leikarans, en Stefán Karl er maður Steinunnar Ólínu. Funda- og veisluþjónusta að hætti Jóa Fel Verð per. mann 945 kr.- PÖNTUNARSÍMI: 588 8998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.