Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 4
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Aðrir útgjaldaliðir hækka líka. Sérfræðihópur ríkisstjórnarinn- ar í skuldamálum kostar þannig 40 milljónir en ekki var gert ráð fyrir störfum þessa hóps í fjár- lagafrumvarpinu. Útlendinga- stofnun fær tæpar 370 milljónir til að standa straum af auknum kostnaði við hælisleitendur. Í lok septembermánaðar höfðu 137 sótt um hæli hér á landi en í fyrra voru umsóknir 83. Þá fær stofnun- in líka aukið framlag til að hraða málsmeðferð í málefnum hælis- leitenda. hks@frettabladid.is ➜ Útlendingastofnun fær tæpar 370 milljónir til að standa straum af auknum kostnaði við hælisleitendur. Þegar ferðaáform Íslendinga voru könnuð fyrir árið 2013 kom í ljós að níu af hverjum tíu svarendum höfðu áform um ferðalög á árinu. 34,9% ætluðu í borgarferð erlendis, 34,0% í ferð innanlands með vinahópi eða klúbbfélögum og 26,0% í borgar- eða bæjarferð innanlands. 17,5% ætluðu í sólarlandaferð, svo eitthvað sé nefnt. Heimild: Ferðamálastofa AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Strekkingsvindur eða allhvasst um allt land. KÓLNAR OG HLÝNAR Á VÍXL næstu daga og því verður sú úrkoma sem fellur ýmist á formi rigningar, slyddu eða snævar. Meiri líkur eru á rigningu og slyddu sunnan og vestan til en slyddu eða snjókomu norðan- og austanlands. 3° 6 m/s 4° 7 m/s 4° 4 m/s 6° 8 m/s Á morgun Strekkingsvindur með SA og A- ströndinni annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 4° 2° 3° 3° 2° Alicante Aþena Basel 15° 15° 4° Berlín Billund Frankfurt 8° 9° 3° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 3° 9° 9° Las Palmas London Mallorca 24° 9° 13° New York Orlando Ósló 1° 17° 4° París San Francisco Stokkhólmur 6° 16° 6° 2° 5 m/s 5° 4 m/s 2° 5 m/s 2° 5 m/s 3° 5 m/s 3° 6 m/s -1° 7 m/s 1° -2° 0° 1° 0° ALÞINGI Frumvarp til fjáraukalaga var lagt fram á Alþingi í gær. Sam- kvæmt frumvarpinu lækka tekjur ríkisins verulega miðað við þá áætlun sem gildandi fjárlagafrum- varp tekur mið af. Upphaflega var gert ráð fyrir að ríkissjóður yrði rekinn með 3,7 milljarða króna halla en nú stefn- ir í að hallinn verði 25,5 milljarðar króna. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að efnahagsbat- inn hafi verið hægari en áætlan- ir gerðu ráð fyrir og lækkar það tekjur ríkisins um 11,6 milljarða. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að falla frá virðisaukaskatti á hótel- og gistináttaþjónustu og breytingar á sérstöku veiðigjaldi kosta ríkis- sjóð 3,7 milljarða. Áform um tekjur af eignasölu munu ekki ganga eftir og arðgreiðslur til ríkisins lækka. Í frumvarpinu eru lagðar til fjöl- margar breytingar á útgjaldalið- um. Embætti forseta Íslands fær þannig 14 milljóna króna viðbótar- framlag meðal annars vegna end- urnýjar á tækjabúnaði, viðhalds- verkefna og aukinna ferðalaga í tengslum við opinberar heimsóknir. Eftir bankahrun var ákveðið fækka ferðalögum forseta en ákveðið var að fjölga þeim á ný á þessu ári. Rekstrarkostnaður ríkisstjórnar- innar hefur líka hækkað á milli ára, meðal annars vegna fjölgunar ráðherra og aðstoðarmanna. Kostn- aðurinn hækkar um rúmar hund- rað milljónir og fer úr 240 milljón- um miðað við áætlanir upp í tæpar 340 milljónir. Hallinn á ríkissjóði rúmir 25 milljarðar Afkoma ríkissjóðs á þessu ári er mun verri en gert var ráð fyrir í gildandi fjár- lögum. Rekstrarkostnaður ríkisstjórnarinnar hækkar um 100 milljónir og aukin ferðalög forseta kalla á hækkun á fjárframlögum í frumvarpi til fjáraukalaga. BREYTINGAR FRÁ FJÁRLÖGUM 2013 Hækkun á framlögum í fjáraukalögum í milljónum króna 14 milljónir 368 milljónir 40 milljónir 35 milljónir 31 milljón Forsetaembættið Rekstur ríkisstjórnarinnar Almannatengslafyrirtæki vegna makríldeilunnar 97 milljónir 22,5 milljónir Útlendingastofnun vegna hælisleitenda Sérfræðihópar um skuldatillögur RÚV vegna gervihnattaþjónustu Hafrannsóknastofnun vegna síldardauða í Kolgrafafirði TEKJUR -23,7milljarðar GJÖLD -1,9milljarðar Tekjur lækka mun meira en niður- skurður á útgjöldum. SVEITARSTJÓRNARMÁL „Við ætlum að hittast næstkomandi þriðjudag og skipa kjörstjórn vegna forvals flokksins í Reykjavík,“ segir Kjartan Valgarðsson, formaður flokksstjórnar. Það verður svo kjörstjórnar að ákveða fram- kvæmd forvalsins. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi sækist eftir fyrsta sætinu og þykir öruggur um að hreppa það. Oddný Sturludóttir sem skipaði annað sætið á lista Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar ætlar ekki að gefa kost á sér. Ekki er vitað hvort Björk Vilhelmsdóttir, sem skipaði þriðja sætið fyrir síðustu kosn- ingar, ætlar að halda áfram. Björk bauð sig fram til þings í fyrra en náði ekki kjöri. Hún er nú varaþingmaður. Björk lýsti því yfir í vor að hún myndi hætta í borgarstjórn ef hún næði kjöri á þing. Einhverjir hafa skorað á Björk að halda áfram, Kjartan Valgarðsson er einn þeirra. „Ég bið til guðs á hverjum degi að Björk haldi áfram,“ segir hann. Hjálmar Sveinsson sem skipaði fjórða sætið fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar mun hafa hug á að halda áfram. Sigrún Elsa Smáradóttir sem skipaði sjö- unda sætið sagði í samtali að hún væri hætt og Margrét Sverrisdóttir segist ekki búin að ákveða hvort hún taki þátt prófkjöri. - jme Kjörstjórn vegna forvals Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík skipuð í næstu viku: Biðlað til Bjarkar Vilhelms að halda áfram LÍFIÐ Eva Dögg Rúnarsdóttir fata- hönnuður prýðir forsíðu Lífsins á morgun. Hún rekur eigin verslun í Kaupmannahöfn og hefur nú hannað sínu fjórðu skólínu fyrir Shoe the bear. Svava Sigberts- dóttir einka- þjálfari er orðin vinsæl meðal stjarnanna í Bretlandi og þjálfar X-Fac- tor dómarann Nicole Scherz- inger. Jónas Breki Magnússon gullsmiður er með Rokk og Ról- skartgripalínuna Breka. Magnea Einarsdóttir fatahönnuður er með töffaralega prjónalínu sem verð- ur fáanleg í kvenfatadeild JÖR í desember og hvað gera frægir í tilefni aðventunnar? Lífið með blaðinu á morgun: Umhverfisvænn hönnuður KJRATAN VALGARÐSSON BJÖRK VILHELMSDÓTTIR EVA DÖGG RÚNARSDÓTTIR AKUREYRI Allt að eitt hundrað millj- ónum verður varið í átakið á næsta ári. UMHVERFISMÁL Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar í fyrra ákvað bæjarstjórn Akureyr- ar að verja allt að hálfum milljarði króna í sérstakt umhverfisátak næstu fimm árin. Framkvæmdaráð vann áætlun eftir þeim ríflega 200 tillögum sem bárust í byrjun þessa árs og nú er óskað eftir nýjum tillögum frá bæjarbúum fyrir árið 2014. Á næsta ári, líkt og á því síðasta, verða allt að eitt hundrað milljónir lagðar í átakið og er fjárveitingin einkum ætluð til nýframkvæmda og stofnbúnaðarkaupa sem tengj- ast umhverfismálum í sveitar- félaginu. - fb Bæjarstjórn Akureyrar: Tillögur fyrir umhverfisátak ALÞINGI Fjórir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins lögðu í gær fram þings- ályktunartillögu um að mennta- og menningarmálaráðherra móti heildstæða stefnu um afreksfólk í íþróttum. Stefnan yrði unnin í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíu- samband Íslands og sveitarfélög. Stefnan yrði tímasett samhliða því að fjárhagslegur stuðningur við afreksfólk yrði tryggður. Í greinargerð með tillögunni segir að afreksíþróttir hafi skipað veglegan sess meðal landsmanna og fólkið verið góð landkynning á erlendri grund. - skó Vilja styðja íþróttahreyfingu: Móta stefnu um afreksfólk SJÁVARÚTVEGUR Frystitogarinn Örfirisey RE er nú að veiðum á Vestfjarðamiðum og hefur veiði- ferðin staðið í tæpa viku. Í veiði- ferðinni á undan var aflinn rúm 600 tonn af fiski upp úr sjó og auk hausaðs og heilfrysts fisks og frystra flaka var skipið með um 100 tonn af hausum sem allir nýtast til þurrkunar í landi eða útflutnings. Símon Jónsson, sem var skip- stjóri í veiðiferðinni, segir á heimasíðu HB Granda að þorsk- og ufsahausarnir fari í þurrkun, en eru einnig seldir frosnir úr landi. Karfahausarnir eru hins vegar seldir frystir úr landi og nýtast sem beita í krabbagildr- um. - shá Fín veiði fyrir vestan: 100 tonnum af hausum landað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.